Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 07:02 Benedikt S Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að skoða þurfi styrki til rafbílakaupa í víðara samhengi en hvernig þeir hafa dreifst á milli tekjuhópa í samfélaginu. Vísir Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri. Úttekt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leiðir í ljós að styrkir til rafbílakaupa og virðisaukaskattsívilnanir áður hafi að stærstum hluta runnið til fólks í efstu tveimur tekjutíundunum í samfélaginu. Þá eru styrkþegarnir langflestir yfir miðjum aldri. Ráðuneytið segist vinna að endurskoðun styrkjanna, meðal annars til þess að stuðla að réttlátari orkuskiptum. Orkusjóður veitir styrki til kaupa á nýjum rafbílum og þar liggur hundurinn grafinn að mati Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir sem hafi ráð á að kaupa sér nýja bíla séu almennt síðmiðaldra og eldra fólk. Sá hópur búi að jafnaði við lægri skuldastöðu en yngra fólk og lægri rekstrarkostnað í heimilishaldi. Þannig ráði hann frekar við að kaupa nýjan bíl en yngra fólk. Benedikt bendir á að meðalaldur þeirra sem kaupa sér nýja bíla fari hækkandi eða standi í stað nema þegar litið er til bensínbíla. Það skýrist af því að þeir bensínbílar sem enn eru í boði á markaðnum séu í lægsta verðflokki. Vandinn við að ætla sér að koma styrkjum til rafbílakaupa til þeirra sem eru yngri eða hafa úr minni fjármunum að spila sé sá að það séu ekki hópar sem kaupa nýja bíla heldur notaða bíla á endursölumarkaði. Ef dregið yrði úr styrkjum til þeirra efnameiri eða þeim frekar beint til kaupa á endursölumarkaði drægi úr framboði á nýjum bílum. „Tilfærsla á styrkjum til hópa í lægri tekjutíundum og yngra fólks mun því ekki skila losunarsamdrætti en gæti hins vegar dregið úr kaupum eldra fólks og fólks í efri hluta tekjutíundanna. Þar með mundi draga úr hraða orkuskipta, að minnsta kosti að sinni,“ segir Benedikt. Lækkar verð á notuðum rafbílum Styrkirnir úr Orkusjóði eru föst fjárhæð og þannig njóta þeir sem kaupa ódýrari rafbíla hlutfallslega hærri styrks en þeir sem kaupi dýrari bíla. Benedikt segir að þessi leið hafi verið farin til þess að stuðla að jafnræði með tilliti til efnahags einstaklinga. „Ef niðurstaðan er sú að tekjulægri og yngra fólk er þrátt fyrir það ekki að kaupa nýja rafbíla hlýtur það að helgast af því að það er ekki hópurinn sem kaupir nýja bíla,“ segir hann. Þótt rafbilastyrkir ríkisins renni að mestu í vasa þeirra tekjuhærri gagnast þeir einnig þeim tekjulægri með samkvæmt rökum Benedikts. Kaupendur nýrra bíla séu í raun þeir sem hafi mest áhrif á hraða orkuskipta og því óhjákvæmilegt að þeir stýri framboði á notuðum rafbílum. Þeir taki jafnframt á sig mestar afskriftir fjármuna sem þeir leggja til bílakaupanna. Benedikt nefnir að miðað sé við að verðmæti bifreiða rýrni um átján prósent á fyrsta ári en síðan tólf prósent eftir það. „Þannig að þó að þetta sé hópurinn sem er að fá styrkinn, þá er hann líka að taka á sig mestu verðmætaskerðinguna og þetta er hópurinn sem hefur ráð á því að gera það og skilar svo bílnum á endursölumarkað þar sem yngra fólkið kaupir hann,“ segir Benedikt. Styrkurinn til fyrstu kaupendanna ætti ennfremur að lækka verð rafbílanna á endursölumarkaði. „Þannig að það kemur í raun öllum eigendum í lífsferli bílsins til góða, að minnsta kosti þar til verðmæti hans er hætt að fyrnast þegar hann er orðinn mjög gamall.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Úttekt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leiðir í ljós að styrkir til rafbílakaupa og virðisaukaskattsívilnanir áður hafi að stærstum hluta runnið til fólks í efstu tveimur tekjutíundunum í samfélaginu. Þá eru styrkþegarnir langflestir yfir miðjum aldri. Ráðuneytið segist vinna að endurskoðun styrkjanna, meðal annars til þess að stuðla að réttlátari orkuskiptum. Orkusjóður veitir styrki til kaupa á nýjum rafbílum og þar liggur hundurinn grafinn að mati Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir sem hafi ráð á að kaupa sér nýja bíla séu almennt síðmiðaldra og eldra fólk. Sá hópur búi að jafnaði við lægri skuldastöðu en yngra fólk og lægri rekstrarkostnað í heimilishaldi. Þannig ráði hann frekar við að kaupa nýjan bíl en yngra fólk. Benedikt bendir á að meðalaldur þeirra sem kaupa sér nýja bíla fari hækkandi eða standi í stað nema þegar litið er til bensínbíla. Það skýrist af því að þeir bensínbílar sem enn eru í boði á markaðnum séu í lægsta verðflokki. Vandinn við að ætla sér að koma styrkjum til rafbílakaupa til þeirra sem eru yngri eða hafa úr minni fjármunum að spila sé sá að það séu ekki hópar sem kaupa nýja bíla heldur notaða bíla á endursölumarkaði. Ef dregið yrði úr styrkjum til þeirra efnameiri eða þeim frekar beint til kaupa á endursölumarkaði drægi úr framboði á nýjum bílum. „Tilfærsla á styrkjum til hópa í lægri tekjutíundum og yngra fólks mun því ekki skila losunarsamdrætti en gæti hins vegar dregið úr kaupum eldra fólks og fólks í efri hluta tekjutíundanna. Þar með mundi draga úr hraða orkuskipta, að minnsta kosti að sinni,“ segir Benedikt. Lækkar verð á notuðum rafbílum Styrkirnir úr Orkusjóði eru föst fjárhæð og þannig njóta þeir sem kaupa ódýrari rafbíla hlutfallslega hærri styrks en þeir sem kaupi dýrari bíla. Benedikt segir að þessi leið hafi verið farin til þess að stuðla að jafnræði með tilliti til efnahags einstaklinga. „Ef niðurstaðan er sú að tekjulægri og yngra fólk er þrátt fyrir það ekki að kaupa nýja rafbíla hlýtur það að helgast af því að það er ekki hópurinn sem kaupir nýja bíla,“ segir hann. Þótt rafbilastyrkir ríkisins renni að mestu í vasa þeirra tekjuhærri gagnast þeir einnig þeim tekjulægri með samkvæmt rökum Benedikts. Kaupendur nýrra bíla séu í raun þeir sem hafi mest áhrif á hraða orkuskipta og því óhjákvæmilegt að þeir stýri framboði á notuðum rafbílum. Þeir taki jafnframt á sig mestar afskriftir fjármuna sem þeir leggja til bílakaupanna. Benedikt nefnir að miðað sé við að verðmæti bifreiða rýrni um átján prósent á fyrsta ári en síðan tólf prósent eftir það. „Þannig að þó að þetta sé hópurinn sem er að fá styrkinn, þá er hann líka að taka á sig mestu verðmætaskerðinguna og þetta er hópurinn sem hefur ráð á því að gera það og skilar svo bílnum á endursölumarkað þar sem yngra fólkið kaupir hann,“ segir Benedikt. Styrkurinn til fyrstu kaupendanna ætti ennfremur að lækka verð rafbílanna á endursölumarkaði. „Þannig að það kemur í raun öllum eigendum í lífsferli bílsins til góða, að minnsta kosti þar til verðmæti hans er hætt að fyrnast þegar hann er orðinn mjög gamall.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira