Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2025 14:31 Elísabet Gunnarsdóttir með trommukjuðana á lofti eftir sigurinn frábæra gegn Englandi í fyrrakvöld. Getty/Peter De Voecht „Hún barði trommuna í spað!“ sagði Janice Cayman, leikjahæsta landsliðskona Belgíu frá upphafi, um þjálfarann sinn Elísabetu Gunnarsdóttur eftir sigurfögnuðinn mikla á þriðjudagskvöld. Eftir að hafa mátt þola þrjú erfið töp í fyrstu leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Belgíu, þar á meðal grátlegt 3-2 tap gegn heimsmeisturum Spánar, gerði Elísabet sér lítið fyrir og stýrði Belgum til 3-2 sigurs gegn sjálfum Evrópumeisturum Englands á þriðjudaginn. Hún fær lof í belgískum miðlum eftir þennan magnaða sigur og eins frá leikmönnum sínum, nú þegar Belgía á enn möguleika á að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Eftir sigurinn stal Elísabet svo senunni á Den Dreef leikvanginum í Leuven þegar hún stóð fyrir víkingaklappi með leikmönnum og stuðningsmönnum, og barði sjálf trommuna af myndarbrag eins og sýnt var frá á Instagram-síðu belgíska landsliðsins. View this post on Instagram A post shared by Belgian Red Flames (@belgianredflames) Í frétt belgíska miðilsins Sporza segir að Elísabet geti virst frekar köld og lokuð en „í raun og veru er hún mjög ástríðufull,“ segir fyrrnefnd Cayman. „Elísabet sá um að undirbúa okkur hundrað prósent með ræðunum sínum. Hún fékk ekki auðvelda byrjun en ég er virkilega heilluð. Hún er með sterkan persónuleika, mikla reynslu og kemur með eitthvað nýtt fyrir okkur. Við getum allar lært af henni,“ sagði Cayman. Aline Zeler, stjóri hjá OH Leuven og fyrrverandi landsliðskona, tekur í sama streng. „Hún leyfir nýjum leikmönnum að spreyta sig og gefur sér tíma til að kynnast öllum efnilegu leikmönnunum sem Belgía á,“ segir Zeler og bætir við: „Hún er öguð en kann líka að hafa gaman. Hún er í mjög góðu sambandi við stuðningsmenn. Miðað við samtöl mín við leikmenn þá sé ég að hún hefur haft mjög jákvæð áhrif á hópinn.“ „Þetta var mjög gaman og ég nýt þess að sjá leikmenn mína brosa,“ sagði Elísabet sjálf við Sporza. „Við lögðum hart að okkur til að uppskera svona. Á lokakaflanum sýndum við sterkt hugarfar eftir tapið gegn Spáni. Ég er glöð yfir að við skyldum ná að klára dæmið í þetta sinn,“ sagði Elísabet. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Eftir að hafa mátt þola þrjú erfið töp í fyrstu leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Belgíu, þar á meðal grátlegt 3-2 tap gegn heimsmeisturum Spánar, gerði Elísabet sér lítið fyrir og stýrði Belgum til 3-2 sigurs gegn sjálfum Evrópumeisturum Englands á þriðjudaginn. Hún fær lof í belgískum miðlum eftir þennan magnaða sigur og eins frá leikmönnum sínum, nú þegar Belgía á enn möguleika á að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Eftir sigurinn stal Elísabet svo senunni á Den Dreef leikvanginum í Leuven þegar hún stóð fyrir víkingaklappi með leikmönnum og stuðningsmönnum, og barði sjálf trommuna af myndarbrag eins og sýnt var frá á Instagram-síðu belgíska landsliðsins. View this post on Instagram A post shared by Belgian Red Flames (@belgianredflames) Í frétt belgíska miðilsins Sporza segir að Elísabet geti virst frekar köld og lokuð en „í raun og veru er hún mjög ástríðufull,“ segir fyrrnefnd Cayman. „Elísabet sá um að undirbúa okkur hundrað prósent með ræðunum sínum. Hún fékk ekki auðvelda byrjun en ég er virkilega heilluð. Hún er með sterkan persónuleika, mikla reynslu og kemur með eitthvað nýtt fyrir okkur. Við getum allar lært af henni,“ sagði Cayman. Aline Zeler, stjóri hjá OH Leuven og fyrrverandi landsliðskona, tekur í sama streng. „Hún leyfir nýjum leikmönnum að spreyta sig og gefur sér tíma til að kynnast öllum efnilegu leikmönnunum sem Belgía á,“ segir Zeler og bætir við: „Hún er öguð en kann líka að hafa gaman. Hún er í mjög góðu sambandi við stuðningsmenn. Miðað við samtöl mín við leikmenn þá sé ég að hún hefur haft mjög jákvæð áhrif á hópinn.“ „Þetta var mjög gaman og ég nýt þess að sjá leikmenn mína brosa,“ sagði Elísabet sjálf við Sporza. „Við lögðum hart að okkur til að uppskera svona. Á lokakaflanum sýndum við sterkt hugarfar eftir tapið gegn Spáni. Ég er glöð yfir að við skyldum ná að klára dæmið í þetta sinn,“ sagði Elísabet.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn