Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2025 18:54 Tveir hvolpar sem líkjast tegundinni Dire wolf, eða því sem hefur verið nefnt ógnarúlfur á íslensku. Þeir voru búnir voru til á rannsóknarstofu í Bandaríkjunum. vísir/AP Ógnarúlfur sem dó út fyrir um tíu þúsund árum er sagður risinn upp frá dauðum. Vísindamenn líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences frá Dallas segja þetta í fyrsta sinn sem útrýmingu tegundar er snúið við með góðum árangri. Þrír hvolpar eru komnir í heiminn eftir genatilraun sem byggði á rannsókn á árþúsunda gömlu erfðaefni úlfsins sem fannst í tönn og höfuðkúpu. Sama fyrirtæki skoðar sambærilegar tilraunir með loðfíl, dúdú-fugl og fleiri tegundir. Hvolparnir eru nú þriggja til sex mánaða gamlir og sagðir við góða heilsu. Hér eru þeir Romulus og Remus sem eru þriggja mánaða gamlir. Úlfar sem líkjast þeim gengu síðast um jörðina fyrir yfir tíu þúsund árum.vísir/AP Beth Shapiro, vísindamaður hjá Colossal Biosciences, segir úlfinn útdauða náskyldan nútímaúlfi. Hægt hafi verið gera ákveðnar breytingar á erfðaefni þeirra til að líkja eftir ógnarúlfi í kjölfar rannsóknar á beinunum. „Ógnarúlfar eru stærri og vöðvameiri og hafa ljósan feld. Þetta og fleira sést af steingervingunum. Við leituðum að afbrigðum DNA-raða sem við teljum að hafi leitt til þessara einkenna. Síðan breyttum við gráúlfafrumum svo þær innihéldu þessi afbrigði ógnarúlfsins. Síðan klónuðum við þessar frumur og sköpuðum ógnarúlfana okkar,“ segir Beth og útskýrir ferlið í samtali við AP-fréttaveituna. View this post on Instagram A post shared by Ben Lamm (@benlamm) Vísindamennirnir notuðust við þrettán þúsund ára gamla tönn og sjötíu og tvö þúsund ára gamla hauskúpu við rannsókn á erfðaefni úlfsins. Einhverjir kannast eflaust við tegundina úr þáttunum Game of Thrones þar sem þeir spiluðu nokkuð stóra rullu. Einn hvolpurinn var enda nefndur Khaleesi, með vísan til persónu þáttanna. Ógnarúlfurinn svipar um margt til hefðbundins úlfs en er þó stærri, sterkari og með sterkbyggðan kjálka. Umsjónarmaður úlfanna segir veiðieðlið þegar komið í ljós. Dýr Vísindi Bandaríkin Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Þrír hvolpar eru komnir í heiminn eftir genatilraun sem byggði á rannsókn á árþúsunda gömlu erfðaefni úlfsins sem fannst í tönn og höfuðkúpu. Sama fyrirtæki skoðar sambærilegar tilraunir með loðfíl, dúdú-fugl og fleiri tegundir. Hvolparnir eru nú þriggja til sex mánaða gamlir og sagðir við góða heilsu. Hér eru þeir Romulus og Remus sem eru þriggja mánaða gamlir. Úlfar sem líkjast þeim gengu síðast um jörðina fyrir yfir tíu þúsund árum.vísir/AP Beth Shapiro, vísindamaður hjá Colossal Biosciences, segir úlfinn útdauða náskyldan nútímaúlfi. Hægt hafi verið gera ákveðnar breytingar á erfðaefni þeirra til að líkja eftir ógnarúlfi í kjölfar rannsóknar á beinunum. „Ógnarúlfar eru stærri og vöðvameiri og hafa ljósan feld. Þetta og fleira sést af steingervingunum. Við leituðum að afbrigðum DNA-raða sem við teljum að hafi leitt til þessara einkenna. Síðan breyttum við gráúlfafrumum svo þær innihéldu þessi afbrigði ógnarúlfsins. Síðan klónuðum við þessar frumur og sköpuðum ógnarúlfana okkar,“ segir Beth og útskýrir ferlið í samtali við AP-fréttaveituna. View this post on Instagram A post shared by Ben Lamm (@benlamm) Vísindamennirnir notuðust við þrettán þúsund ára gamla tönn og sjötíu og tvö þúsund ára gamla hauskúpu við rannsókn á erfðaefni úlfsins. Einhverjir kannast eflaust við tegundina úr þáttunum Game of Thrones þar sem þeir spiluðu nokkuð stóra rullu. Einn hvolpurinn var enda nefndur Khaleesi, með vísan til persónu þáttanna. Ógnarúlfurinn svipar um margt til hefðbundins úlfs en er þó stærri, sterkari og með sterkbyggðan kjálka. Umsjónarmaður úlfanna segir veiðieðlið þegar komið í ljós.
Dýr Vísindi Bandaríkin Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira