Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 09:51 Kolaorkuver í Vestur-Virginíu spúir reyk út í loftið. Bandaríkjastjórn vill óhefta losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir að þær valdi vaxandi hnattrænni hlýnun og loftslagsbreytingum á jörðinni. Vísir/EPA Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum ætlar að hætta að krefjast þess að mengandi iðnaður skili upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er hluti af skipulegri áætlun stjórnvalda um að stöðva tilraunir til að vinna gegn loftslagsbreytingum. Um átta þúsund fyrirtæki þurfa nú að skila Umhverfisstofnun Bandaríkjanna upplýsingum um losun sína á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Nýir yfirmenn stofnunarinnar hafa hins vegar skipað starfsmönnum að skrifa nýjar reglur til að draga verulega úr kröfum um gagnaöflun um umfang losunarinnar. Eftir breytinguna yrðu það aðeins í kringum 2.300 fyrirtæki í hluta olíu- og gasiðnaðarins sem þyrftu að standa skil á upplýsingum um losun sína til umhverfisyfirvalda samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins ProPublica. Gögnin sem Umhverfisstofnunin hefur aflað frá iðnfyrirtækjum er stórt hluti af þeim upplýsingum sem hafa farið í losunarbókhald Bandaríkjanna gagnvart Parísarsamkomulaginu. Án þeirra yrði mun erfiðara fyrir bandarísk stjórnvöld að takmarka losun ef ný ríkisstjórn tekur einhvern tímann við sem hefur áhuga á því. „Þetta væri svolítið eins og að taka úr sambandi tækið sem fylgist með lífsmörkum sjúklings sem er í lífshættu,“ segir Edward Maibach, prófessor við George Mason-háskóla við bandaríska miðilinn, sem spyr einnig hvernig Bandaríkin eigi að verjast loftslagsvánni ef þau fylgjast ekki með því sem þau gera til að ágera vandamálið. Vilja koma í veg fyrir allar loftslagsaðgerðir Bandarískir repúblikanar hafa um árabil neitað að viðurkenna vísindalegar staðreyndir um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Á fyrra kjörtímabili núverandi forseta drógu þeir Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu en Joe Biden gekk aftur í það þegar hann tók við völdum árið 2021. Ríkisstjórnin vinnur nú marvisst að því að stöðva loftslagsaðgerðir og rannsóknir og gagnaöflun um loftslagsbreytingar. Hún ætlar meðal annars að hætta að fjármagna vinnu við umfangsmikla loftslagsskýrslu sem bundið er í lögum að alríkisstjórnin eigi að birta á fimm ára fresti. Þrátt fyrir að forseti hafi ekki vald til þess gaf sitjandi forseti nýlega út tilskipun sem átti að banna einstökum ríkjum Bandaríkjanna að framfylgja lögum um loftslagsaðgerðir eða takmörkun á notkun jarðefnaeldsneytis. Hnattræn hlýnun nemur nú meira en heilli gráðu frá upphafi iðnbyltingar en orsök hennar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Bandaríkin hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundum allra ríkja á jörðinni og eru næststærsti losandinn á eftir Kína um þessar mundir. Loftslagsmál Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Um átta þúsund fyrirtæki þurfa nú að skila Umhverfisstofnun Bandaríkjanna upplýsingum um losun sína á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Nýir yfirmenn stofnunarinnar hafa hins vegar skipað starfsmönnum að skrifa nýjar reglur til að draga verulega úr kröfum um gagnaöflun um umfang losunarinnar. Eftir breytinguna yrðu það aðeins í kringum 2.300 fyrirtæki í hluta olíu- og gasiðnaðarins sem þyrftu að standa skil á upplýsingum um losun sína til umhverfisyfirvalda samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins ProPublica. Gögnin sem Umhverfisstofnunin hefur aflað frá iðnfyrirtækjum er stórt hluti af þeim upplýsingum sem hafa farið í losunarbókhald Bandaríkjanna gagnvart Parísarsamkomulaginu. Án þeirra yrði mun erfiðara fyrir bandarísk stjórnvöld að takmarka losun ef ný ríkisstjórn tekur einhvern tímann við sem hefur áhuga á því. „Þetta væri svolítið eins og að taka úr sambandi tækið sem fylgist með lífsmörkum sjúklings sem er í lífshættu,“ segir Edward Maibach, prófessor við George Mason-háskóla við bandaríska miðilinn, sem spyr einnig hvernig Bandaríkin eigi að verjast loftslagsvánni ef þau fylgjast ekki með því sem þau gera til að ágera vandamálið. Vilja koma í veg fyrir allar loftslagsaðgerðir Bandarískir repúblikanar hafa um árabil neitað að viðurkenna vísindalegar staðreyndir um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Á fyrra kjörtímabili núverandi forseta drógu þeir Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu en Joe Biden gekk aftur í það þegar hann tók við völdum árið 2021. Ríkisstjórnin vinnur nú marvisst að því að stöðva loftslagsaðgerðir og rannsóknir og gagnaöflun um loftslagsbreytingar. Hún ætlar meðal annars að hætta að fjármagna vinnu við umfangsmikla loftslagsskýrslu sem bundið er í lögum að alríkisstjórnin eigi að birta á fimm ára fresti. Þrátt fyrir að forseti hafi ekki vald til þess gaf sitjandi forseti nýlega út tilskipun sem átti að banna einstökum ríkjum Bandaríkjanna að framfylgja lögum um loftslagsaðgerðir eða takmörkun á notkun jarðefnaeldsneytis. Hnattræn hlýnun nemur nú meira en heilli gráðu frá upphafi iðnbyltingar en orsök hennar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Bandaríkin hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundum allra ríkja á jörðinni og eru næststærsti losandinn á eftir Kína um þessar mundir.
Loftslagsmál Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira