Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2025 08:00 Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir er á fullu í krefjandi læknisnámi en um leið vinnur hún hver verðlaunin á fætur öðrum í ólympískum lyftingum. @eyglo_fanndal Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið að gera frábæra hluti í íþrótt sinni síðustu mánuðina og hún hefur bætt fjölda Norðurlandamet og Íslandsmeta á þeim tíma. Það er líka nóg að gera hjá henni utan lyftingarsalsins. Eygló sagði frá því að hún hafi nú klárað fjórða árið í læknisfræðinni. „Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ár og það er svo gaman að finna að maður er á réttri hillu í lífinu. Lærði eitthvað nýtt á nánast hverjum degi og er svo spennt fyrir næstu árum að læra ennþá meira,“ skrifaði Eygló á Instagram síðu sína. „Er svo þakklát fyrir elsku bestu læknisfræði stelpurnar mínar og að fá að ganga í gegnum þetta með þeim. Þær gera þetta svo miklu skemmtilegra og hafa svoleiðis bjargað mér og komið mér í gegnum námið þegar það hefur verið brjálað að gera á öðrum sviðum í lífinu. Veit ekki hvar ég væri án þeirra (líklegast ennþá á 1.ári) en þær eru bestar og ég elska þær endalaus,“ skrifaði Eygló. Jú það var svo sannarlega mikið að gera hjá henni fyrir utan skólann í vetur enda hér á ferðinni ein fremsta íþróttakona landsins. Það er því gaman að fara aðeins yfir eitthvað af því sem hún afrekaði á meðan hún kláraði fjórða árið í læknisfræðinni sem á flestum bæjum er mjög krefjandi nám. Eygló Fanndal varð bæði Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í vetur sem og Evrópumeistari 23 ára og yngri. Hún endaði árið síðan með því að ná fjórða sæti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í -71kg flokki með því að lyfta samanlagt 230 kílóum. Hún varð í þriðja sæti í kosningunni á Íþróttamanni ársins 2024 og var kosin Íþróttakona Reykjavíkur fyrir árið 2024. Eygló setti alls fjögur Norðurlandamet í í fullorðinsflokki á síðasta ári, tvö í snörun og tvö í samanlögðum árangri. Hún setti sex Íslandsmet í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Eygló var líka tilnefnd sem Lyftingakona ársins 2024 af lyftingasambandi Evrópu. Eygló keppir vanalega í 71 kílóa flokki en létti sig ekki fyrir smáþjóðamótið í lyftingum á Möltu í mars síðastliðnum og lyfti því í 76 kílóa flokki. Hún sló þá öll Íslandsmetin í 76 kílóa flokknum. Eygló er næst á leiðinni á Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum sem fer fram í Moldóvu dagana 13. til 21. apríl næstkomandi. Þar þykir hún líkleg til afreka í sínum flokki. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Eygló sagði frá því að hún hafi nú klárað fjórða árið í læknisfræðinni. „Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ár og það er svo gaman að finna að maður er á réttri hillu í lífinu. Lærði eitthvað nýtt á nánast hverjum degi og er svo spennt fyrir næstu árum að læra ennþá meira,“ skrifaði Eygló á Instagram síðu sína. „Er svo þakklát fyrir elsku bestu læknisfræði stelpurnar mínar og að fá að ganga í gegnum þetta með þeim. Þær gera þetta svo miklu skemmtilegra og hafa svoleiðis bjargað mér og komið mér í gegnum námið þegar það hefur verið brjálað að gera á öðrum sviðum í lífinu. Veit ekki hvar ég væri án þeirra (líklegast ennþá á 1.ári) en þær eru bestar og ég elska þær endalaus,“ skrifaði Eygló. Jú það var svo sannarlega mikið að gera hjá henni fyrir utan skólann í vetur enda hér á ferðinni ein fremsta íþróttakona landsins. Það er því gaman að fara aðeins yfir eitthvað af því sem hún afrekaði á meðan hún kláraði fjórða árið í læknisfræðinni sem á flestum bæjum er mjög krefjandi nám. Eygló Fanndal varð bæði Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í vetur sem og Evrópumeistari 23 ára og yngri. Hún endaði árið síðan með því að ná fjórða sæti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í -71kg flokki með því að lyfta samanlagt 230 kílóum. Hún varð í þriðja sæti í kosningunni á Íþróttamanni ársins 2024 og var kosin Íþróttakona Reykjavíkur fyrir árið 2024. Eygló setti alls fjögur Norðurlandamet í í fullorðinsflokki á síðasta ári, tvö í snörun og tvö í samanlögðum árangri. Hún setti sex Íslandsmet í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Eygló var líka tilnefnd sem Lyftingakona ársins 2024 af lyftingasambandi Evrópu. Eygló keppir vanalega í 71 kílóa flokki en létti sig ekki fyrir smáþjóðamótið í lyftingum á Möltu í mars síðastliðnum og lyfti því í 76 kílóa flokki. Hún sló þá öll Íslandsmetin í 76 kílóa flokknum. Eygló er næst á leiðinni á Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum sem fer fram í Moldóvu dagana 13. til 21. apríl næstkomandi. Þar þykir hún líkleg til afreka í sínum flokki. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira