Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. apríl 2025 22:01 Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að lausn Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, sé valdnísðla. Samsett/Vilhelm Rektor, starfsfólk og kennarar Kvikmyndaskóla Íslands er ekki ánægt með tillögu mennta- og barnamálráðherra um að nemendur við skólann gætu lokið námi sínu við Tækniskólann. Rekstrarfélag Kvikmyndaskólans er farið í gjaldþrotameðferð. Í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafi leitað eftir því hjá stjórnendum Tækniskólans að skólinn myndi taka við nemendum Kvikmyndaskólans svo þeir gætu lokið námi sínu. Þá ætti einnig að vinna að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. „Þessi svokallaða lausn barna- og menntamálaráðuneytisins er engin lausn, heldur að okkar mati hrein valdníðsla. Það er erfitt að sjá hvað liggur að baki eða hvert markmið ráðuneytisins er,“ skrifar Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólans, í yfirlýsingu fá kennurum og starfsfólki skólans. Kennarar og starfsfólk hafa lagt mikið á sig til að halda skólanum gangandi, til að mynda greiða sjálf fyrir rafmagnsreikning skólans og vinna launalaust í tvo mánuði. Það er vilji þeirra að skólinn falli undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið í stað mennta- og barnamálaráðuneytið líkt og hann gerir nú. „Við erum komin að þolmörkum. Það verður að höggva á þennan hnút og boltinn er hjá Guðmundi Inga,“ sagði Rúnar Guðbrandsson, fagstjóri leiklistardeildar Kvikmyndaskóla Íslands. „Það er flestum ljóst að eftir undanfarnar vikur að við, kennarar og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands erum tilbúin til að leggja mikið á okkur til að verja hag okkar nemenda og um leið verja þá miklu fagmennsku og 30 ára reynslu sem Kvikmyndaskóli Íslands býr yfir. Það er samdóma mat okkar að sú leið sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur nú kynnt, sé ekki bara illa ígrunduð, heldur endurspegli mikið þekkingarleysi á námi í kvikmyndagerð og beri hag nemenda okkar á engan hátt fyrir brjósti,“ skrifar Hlín í yfirlýsingunni. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992 en greint var frá í lok mars 2025 að rekstrarfélag skólans væri farið í gjaldþrotameðferð. „Skólinn hefur haft á að skipa mörgu af okkar hæfasta kvikmyndagerðarfólki í hópi kennara og stundakennara. Tengingin við íslenskan kvikmyndaiðnað er sterk og það hefur sýnt sig að þörfin fyrir útskrifaða nemendur með þá fagþekkingu sem skólinn veltir er mikill, svo þess að hægt sé að manna íslensk og erlend verkefni,“ stendur í yfirlýsingunni. „Það er okkar einlæga vona að ekki verið farið í þá vegferð sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur boðað í dag.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafi leitað eftir því hjá stjórnendum Tækniskólans að skólinn myndi taka við nemendum Kvikmyndaskólans svo þeir gætu lokið námi sínu. Þá ætti einnig að vinna að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. „Þessi svokallaða lausn barna- og menntamálaráðuneytisins er engin lausn, heldur að okkar mati hrein valdníðsla. Það er erfitt að sjá hvað liggur að baki eða hvert markmið ráðuneytisins er,“ skrifar Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólans, í yfirlýsingu fá kennurum og starfsfólki skólans. Kennarar og starfsfólk hafa lagt mikið á sig til að halda skólanum gangandi, til að mynda greiða sjálf fyrir rafmagnsreikning skólans og vinna launalaust í tvo mánuði. Það er vilji þeirra að skólinn falli undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið í stað mennta- og barnamálaráðuneytið líkt og hann gerir nú. „Við erum komin að þolmörkum. Það verður að höggva á þennan hnút og boltinn er hjá Guðmundi Inga,“ sagði Rúnar Guðbrandsson, fagstjóri leiklistardeildar Kvikmyndaskóla Íslands. „Það er flestum ljóst að eftir undanfarnar vikur að við, kennarar og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands erum tilbúin til að leggja mikið á okkur til að verja hag okkar nemenda og um leið verja þá miklu fagmennsku og 30 ára reynslu sem Kvikmyndaskóli Íslands býr yfir. Það er samdóma mat okkar að sú leið sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur nú kynnt, sé ekki bara illa ígrunduð, heldur endurspegli mikið þekkingarleysi á námi í kvikmyndagerð og beri hag nemenda okkar á engan hátt fyrir brjósti,“ skrifar Hlín í yfirlýsingunni. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992 en greint var frá í lok mars 2025 að rekstrarfélag skólans væri farið í gjaldþrotameðferð. „Skólinn hefur haft á að skipa mörgu af okkar hæfasta kvikmyndagerðarfólki í hópi kennara og stundakennara. Tengingin við íslenskan kvikmyndaiðnað er sterk og það hefur sýnt sig að þörfin fyrir útskrifaða nemendur með þá fagþekkingu sem skólinn veltir er mikill, svo þess að hægt sé að manna íslensk og erlend verkefni,“ stendur í yfirlýsingunni. „Það er okkar einlæga vona að ekki verið farið í þá vegferð sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur boðað í dag.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira