Brá þegar hún heyrði smellinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 10:02 Hulda Björk Ólafsdóttir var með 11,6 stig að meðaltali í leik í Bónus-deildinni í vetur. vísir/ernir Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta, meiddist illa á dögunum. Hún ætlar að flýta sér hægt í endurkomunni. Hulda sleit krossband í hné í fyrsta leik Grindavíkur og Hauka í átta liða úrslitum Bónus deildarinnar og verður frá keppni næstu mánuðina. „Þetta er ógeðslega fúlt og súrt og ég ætla ekkert að leyna því. Þetta er leiðinlegt en ég mun hvetja liðið mitt áfram á bekknum og klára þetta tímabil,“ sagði Hulda í samtali við Stefán Árna Pálsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Hulda segist strax hafa fundið fyrir miklum sársauka þegar krossbandið gaf sig. Tekur sér sinn tíma „Þetta var ógeðslega vont en mér brá bara. Smellurinn var svo mikill. Þetta var sjokk hjá mér,“ sagði Hulda. Við tekur löng endurhæfing hjá henni. „Ég vil ekki setja neinn tímaramma á mig. Ég ætla bara að taka minn tíma. Ég fer í aðgerð í maí svo verð ég bara að sjá hvernig ég verð.“ Grindavík endaði í 8. sæti Bónus deildarinnar og tryggði sér ekki sæti í úrslitakeppninni fyrr en í lokaumferðinni. En Grindvíkingar komu flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn deildarmeisturum Hauka í átta liða úrslitunum. „Ég er ótrúlega stolt af stelpunum og þegar ég var uppi á slysó var ég að horfa á leikinn og hvetja þær áfram og öskraði liggur við þegar þær unnu. Þannig ég er ánægð með þær og stolt af þeim,“ sagði Hulda sem viðurkennir að það sé erfitt að horfa á leikina af hliðarlínunni. „Það er svolítið súrt en eins og ég segi: Ég er stolt af þeim og smá meyr hvað þær eru standa sig.“ Ætla sér alla leið Þrátt fyrir að misjafnlega hafi gengið í vetur segir Hulda að Grindavíkurliðið sé gott og geti gert tímabilið eftirminnilegt. „Klárlega, við erum með hörkuleikmenn og þegar við spilum saman erum við illviðráðanlegar þannig við ætlum bara að reyna að fara alla leið,“ sagði Hulda að lokum en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum þegar liðið mætir Haukum í fjórða sinn í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Hulda sleit krossband í hné í fyrsta leik Grindavíkur og Hauka í átta liða úrslitum Bónus deildarinnar og verður frá keppni næstu mánuðina. „Þetta er ógeðslega fúlt og súrt og ég ætla ekkert að leyna því. Þetta er leiðinlegt en ég mun hvetja liðið mitt áfram á bekknum og klára þetta tímabil,“ sagði Hulda í samtali við Stefán Árna Pálsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Hulda segist strax hafa fundið fyrir miklum sársauka þegar krossbandið gaf sig. Tekur sér sinn tíma „Þetta var ógeðslega vont en mér brá bara. Smellurinn var svo mikill. Þetta var sjokk hjá mér,“ sagði Hulda. Við tekur löng endurhæfing hjá henni. „Ég vil ekki setja neinn tímaramma á mig. Ég ætla bara að taka minn tíma. Ég fer í aðgerð í maí svo verð ég bara að sjá hvernig ég verð.“ Grindavík endaði í 8. sæti Bónus deildarinnar og tryggði sér ekki sæti í úrslitakeppninni fyrr en í lokaumferðinni. En Grindvíkingar komu flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn deildarmeisturum Hauka í átta liða úrslitunum. „Ég er ótrúlega stolt af stelpunum og þegar ég var uppi á slysó var ég að horfa á leikinn og hvetja þær áfram og öskraði liggur við þegar þær unnu. Þannig ég er ánægð með þær og stolt af þeim,“ sagði Hulda sem viðurkennir að það sé erfitt að horfa á leikina af hliðarlínunni. „Það er svolítið súrt en eins og ég segi: Ég er stolt af þeim og smá meyr hvað þær eru standa sig.“ Ætla sér alla leið Þrátt fyrir að misjafnlega hafi gengið í vetur segir Hulda að Grindavíkurliðið sé gott og geti gert tímabilið eftirminnilegt. „Klárlega, við erum með hörkuleikmenn og þegar við spilum saman erum við illviðráðanlegar þannig við ætlum bara að reyna að fara alla leið,“ sagði Hulda að lokum en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum þegar liðið mætir Haukum í fjórða sinn í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira