„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 14:51 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskóla íslands. Samsett/Vilhelm Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. Rafmennt hefur boðist til að taka við rekstri skólans og gagnrýnir ráðuneytið einnig fyrir að funda ekki með stjórn Rafmenntar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ráðherra segist þó hafa fundað með rafmennt og að samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Kvikmyndaskólinn sé einkaskóli og því eigi Rafmennt að ræða skólann en ekki ráðuneytið. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum en Kvikmyndaskólinn var tekinn til gjaldþrotameðferðar í mars. Í tvo mánuði hafa starfsmenn skólans starfað launalaust til að sjá til þess að nemendur útskrifist í vor. „Ég hef aldrei komið að þessum skóla“ Útspil ráðuneytisins hefur mætt töluverðri gagnrýni frá starfsfólki skólans. Rektor skólans sagði ákvörðunina valdníðslu og endurspegla mikla vanþekkingu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Ég get ekki séð hvernig valdníðslan getur verið hjá mér þegar þetta er einkaskóli og ég hef aldrei komið að þessum skóla á einn eða annan hátt. Hann var gjaldþrota þegar ég kom inn í ráðuneytið. Hvernig getur þetta verið mér að kenna.“ Fjármagn sem átti að duga allt námsárið Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann að mati Guðmundar. „Ég veit að það var settur hellingur af peningum í þennan skóla fyrir áramót, áður en þessi ríkisstjórn kom til. Það átti að duga allt árið en það virðist ekki hafa gert það, dugði ekki nema í nokkra mánuði. Það væri ábyrgðarleysi af mér að dæla peningum í einkaskóla sem ég veit ekkert hvað skilar.“ Hefur ekkert með framtíð Kvikmyndaskólans að gera Rafmennt, sem sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnað á Íslandi og er að hluta í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), hefur lýst yfir vilja til að taka við kennslu Kvikmyndaskólans. Rafmennt búi yfir aðstöðu og fjármunum til að taka við rekstrinum. Í tilkynningu frá RSÍ segir að ráðuneytið vilji ekki grípa tækifærið þrátt fyrir tilraunir um að ganga til viðræðna við mennta- og barnamálaráðuneytið. Guðmundur segir að fundað hafi verið með rafmennt en að þau þurfi að komast að samkomulagi við Kvikmyndaskólann ef þau vilja taka við rekstrinum. „Þetta er einkaskóli kvikmyndaskólinn og hann uppfyllir ekki skilyrði til að vera með nemendur á fjórða stigi framhaldsskóla, þetta er bara einkaskóli. Ég vil hjálpa nemendum á allan hátt sem ég get. Þess vegna varð þetta lausnin. Þetta er bara einkaskóli eins og ég segi. Ég hef ekkert með einkaskóla að gera. Hvorki rekstur hans eða framtíð.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Rafmennt hefur boðist til að taka við rekstri skólans og gagnrýnir ráðuneytið einnig fyrir að funda ekki með stjórn Rafmenntar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ráðherra segist þó hafa fundað með rafmennt og að samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Kvikmyndaskólinn sé einkaskóli og því eigi Rafmennt að ræða skólann en ekki ráðuneytið. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum en Kvikmyndaskólinn var tekinn til gjaldþrotameðferðar í mars. Í tvo mánuði hafa starfsmenn skólans starfað launalaust til að sjá til þess að nemendur útskrifist í vor. „Ég hef aldrei komið að þessum skóla“ Útspil ráðuneytisins hefur mætt töluverðri gagnrýni frá starfsfólki skólans. Rektor skólans sagði ákvörðunina valdníðslu og endurspegla mikla vanþekkingu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Ég get ekki séð hvernig valdníðslan getur verið hjá mér þegar þetta er einkaskóli og ég hef aldrei komið að þessum skóla á einn eða annan hátt. Hann var gjaldþrota þegar ég kom inn í ráðuneytið. Hvernig getur þetta verið mér að kenna.“ Fjármagn sem átti að duga allt námsárið Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann að mati Guðmundar. „Ég veit að það var settur hellingur af peningum í þennan skóla fyrir áramót, áður en þessi ríkisstjórn kom til. Það átti að duga allt árið en það virðist ekki hafa gert það, dugði ekki nema í nokkra mánuði. Það væri ábyrgðarleysi af mér að dæla peningum í einkaskóla sem ég veit ekkert hvað skilar.“ Hefur ekkert með framtíð Kvikmyndaskólans að gera Rafmennt, sem sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnað á Íslandi og er að hluta í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), hefur lýst yfir vilja til að taka við kennslu Kvikmyndaskólans. Rafmennt búi yfir aðstöðu og fjármunum til að taka við rekstrinum. Í tilkynningu frá RSÍ segir að ráðuneytið vilji ekki grípa tækifærið þrátt fyrir tilraunir um að ganga til viðræðna við mennta- og barnamálaráðuneytið. Guðmundur segir að fundað hafi verið með rafmennt en að þau þurfi að komast að samkomulagi við Kvikmyndaskólann ef þau vilja taka við rekstrinum. „Þetta er einkaskóli kvikmyndaskólinn og hann uppfyllir ekki skilyrði til að vera með nemendur á fjórða stigi framhaldsskóla, þetta er bara einkaskóli. Ég vil hjálpa nemendum á allan hátt sem ég get. Þess vegna varð þetta lausnin. Þetta er bara einkaskóli eins og ég segi. Ég hef ekkert með einkaskóla að gera. Hvorki rekstur hans eða framtíð.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira