„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 14:51 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskóla íslands. Samsett/Vilhelm Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. Rafmennt hefur boðist til að taka við rekstri skólans og gagnrýnir ráðuneytið einnig fyrir að funda ekki með stjórn Rafmenntar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ráðherra segist þó hafa fundað með rafmennt og að samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Kvikmyndaskólinn sé einkaskóli og því eigi Rafmennt að ræða skólann en ekki ráðuneytið. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum en Kvikmyndaskólinn var tekinn til gjaldþrotameðferðar í mars. Í tvo mánuði hafa starfsmenn skólans starfað launalaust til að sjá til þess að nemendur útskrifist í vor. „Ég hef aldrei komið að þessum skóla“ Útspil ráðuneytisins hefur mætt töluverðri gagnrýni frá starfsfólki skólans. Rektor skólans sagði ákvörðunina valdníðslu og endurspegla mikla vanþekkingu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Ég get ekki séð hvernig valdníðslan getur verið hjá mér þegar þetta er einkaskóli og ég hef aldrei komið að þessum skóla á einn eða annan hátt. Hann var gjaldþrota þegar ég kom inn í ráðuneytið. Hvernig getur þetta verið mér að kenna.“ Fjármagn sem átti að duga allt námsárið Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann að mati Guðmundar. „Ég veit að það var settur hellingur af peningum í þennan skóla fyrir áramót, áður en þessi ríkisstjórn kom til. Það átti að duga allt árið en það virðist ekki hafa gert það, dugði ekki nema í nokkra mánuði. Það væri ábyrgðarleysi af mér að dæla peningum í einkaskóla sem ég veit ekkert hvað skilar.“ Hefur ekkert með framtíð Kvikmyndaskólans að gera Rafmennt, sem sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnað á Íslandi og er að hluta í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), hefur lýst yfir vilja til að taka við kennslu Kvikmyndaskólans. Rafmennt búi yfir aðstöðu og fjármunum til að taka við rekstrinum. Í tilkynningu frá RSÍ segir að ráðuneytið vilji ekki grípa tækifærið þrátt fyrir tilraunir um að ganga til viðræðna við mennta- og barnamálaráðuneytið. Guðmundur segir að fundað hafi verið með rafmennt en að þau þurfi að komast að samkomulagi við Kvikmyndaskólann ef þau vilja taka við rekstrinum. „Þetta er einkaskóli kvikmyndaskólinn og hann uppfyllir ekki skilyrði til að vera með nemendur á fjórða stigi framhaldsskóla, þetta er bara einkaskóli. Ég vil hjálpa nemendum á allan hátt sem ég get. Þess vegna varð þetta lausnin. Þetta er bara einkaskóli eins og ég segi. Ég hef ekkert með einkaskóla að gera. Hvorki rekstur hans eða framtíð.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Rafmennt hefur boðist til að taka við rekstri skólans og gagnrýnir ráðuneytið einnig fyrir að funda ekki með stjórn Rafmenntar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ráðherra segist þó hafa fundað með rafmennt og að samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Kvikmyndaskólinn sé einkaskóli og því eigi Rafmennt að ræða skólann en ekki ráðuneytið. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum en Kvikmyndaskólinn var tekinn til gjaldþrotameðferðar í mars. Í tvo mánuði hafa starfsmenn skólans starfað launalaust til að sjá til þess að nemendur útskrifist í vor. „Ég hef aldrei komið að þessum skóla“ Útspil ráðuneytisins hefur mætt töluverðri gagnrýni frá starfsfólki skólans. Rektor skólans sagði ákvörðunina valdníðslu og endurspegla mikla vanþekkingu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Ég get ekki séð hvernig valdníðslan getur verið hjá mér þegar þetta er einkaskóli og ég hef aldrei komið að þessum skóla á einn eða annan hátt. Hann var gjaldþrota þegar ég kom inn í ráðuneytið. Hvernig getur þetta verið mér að kenna.“ Fjármagn sem átti að duga allt námsárið Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann að mati Guðmundar. „Ég veit að það var settur hellingur af peningum í þennan skóla fyrir áramót, áður en þessi ríkisstjórn kom til. Það átti að duga allt árið en það virðist ekki hafa gert það, dugði ekki nema í nokkra mánuði. Það væri ábyrgðarleysi af mér að dæla peningum í einkaskóla sem ég veit ekkert hvað skilar.“ Hefur ekkert með framtíð Kvikmyndaskólans að gera Rafmennt, sem sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnað á Íslandi og er að hluta í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), hefur lýst yfir vilja til að taka við kennslu Kvikmyndaskólans. Rafmennt búi yfir aðstöðu og fjármunum til að taka við rekstrinum. Í tilkynningu frá RSÍ segir að ráðuneytið vilji ekki grípa tækifærið þrátt fyrir tilraunir um að ganga til viðræðna við mennta- og barnamálaráðuneytið. Guðmundur segir að fundað hafi verið með rafmennt en að þau þurfi að komast að samkomulagi við Kvikmyndaskólann ef þau vilja taka við rekstrinum. „Þetta er einkaskóli kvikmyndaskólinn og hann uppfyllir ekki skilyrði til að vera með nemendur á fjórða stigi framhaldsskóla, þetta er bara einkaskóli. Ég vil hjálpa nemendum á allan hátt sem ég get. Þess vegna varð þetta lausnin. Þetta er bara einkaskóli eins og ég segi. Ég hef ekkert með einkaskóla að gera. Hvorki rekstur hans eða framtíð.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira