Börn oft að leik þar sem slysið varð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 22:05 Hér má sjá hvernig bíllinn hafnaði við hliðið að garði Gróu. Aðsend Móðir kallar eftir því að Reykjavíkurborg grípi til ráðstafanna til að tryggja umferðaröryggi í íbúðargötu eftir að bíll valt með óútskýranlegum hætti fyrir utan heimili hennar. Börn séu oft að leik á sama stað. Atvikið átti sér stað upp úr klukkan sex í gærmorgun og var ökumaðurinn handtekinn í kjölfarið grunaður um akstur undir áhrifum. Tjón varð á tveimur bifreiðum í götunni en íbúi segir lukkulegt að enginn hafi verið á ferðinni. „Og svo sjáum að hér eru glerbrot úr rúðunni. Hérna sjáum við hvar börnin fara í gegn. Það eru um fjögur börn sem búa í þessu húsi,“ sagði Gróa Einarsdóttir sem lýsti vettvangi fyrir fréttastofu. Hægt er að sjá klippuna hér fyrir neðan: Gjarnan keyrt glannalega og af miklum hraða inn í götuna Alltof oft sé keyrt glannalega í þröngri götunni. Hún hafi lengi haft áhyggjur af umferðinni. „Mér var mjög brugðið. Því að ég hef haft áhyggjur af öryggi hérna í götunni mjög lengi. Hérna keyrir maður inn, beint af Snorrabraut þar sem er mikill hraði inn í íbúðarhverfi. Hér er svona lengja með görðum og hérna leika börnin sér úti. Þau fara beint úr görðunum, það er engin stétt á milli og inn í götuna.“ Kallar eftir því að gatan verði gerð að vistgötu Hún hvetur Reykjavíkurborg til að grípa til ráðstafana til að tryggja öryggi í götunni og tekur fram að hún hafi áður vakið athygli á málinu. „Ég væri náttúrulega bara til í að þau myndu loka götunni hérna strax að Snorrabraut. Þetta væri bara svo fín gata til þess að vera vistgata og koma inn hinum megin. Þá væri maður náttúrulega að koma inn á miklu minni hraða. Maður ímyndar sér bara ef þetta slys hefði ekki gerst klukkan sex um morguninn heldur aðeins seinna, þá hefðu börn geta verið að fara á milli garðanna og lent í mjög alvarlegu slysi.“ Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað upp úr klukkan sex í gærmorgun og var ökumaðurinn handtekinn í kjölfarið grunaður um akstur undir áhrifum. Tjón varð á tveimur bifreiðum í götunni en íbúi segir lukkulegt að enginn hafi verið á ferðinni. „Og svo sjáum að hér eru glerbrot úr rúðunni. Hérna sjáum við hvar börnin fara í gegn. Það eru um fjögur börn sem búa í þessu húsi,“ sagði Gróa Einarsdóttir sem lýsti vettvangi fyrir fréttastofu. Hægt er að sjá klippuna hér fyrir neðan: Gjarnan keyrt glannalega og af miklum hraða inn í götuna Alltof oft sé keyrt glannalega í þröngri götunni. Hún hafi lengi haft áhyggjur af umferðinni. „Mér var mjög brugðið. Því að ég hef haft áhyggjur af öryggi hérna í götunni mjög lengi. Hérna keyrir maður inn, beint af Snorrabraut þar sem er mikill hraði inn í íbúðarhverfi. Hér er svona lengja með görðum og hérna leika börnin sér úti. Þau fara beint úr görðunum, það er engin stétt á milli og inn í götuna.“ Kallar eftir því að gatan verði gerð að vistgötu Hún hvetur Reykjavíkurborg til að grípa til ráðstafana til að tryggja öryggi í götunni og tekur fram að hún hafi áður vakið athygli á málinu. „Ég væri náttúrulega bara til í að þau myndu loka götunni hérna strax að Snorrabraut. Þetta væri bara svo fín gata til þess að vera vistgata og koma inn hinum megin. Þá væri maður náttúrulega að koma inn á miklu minni hraða. Maður ímyndar sér bara ef þetta slys hefði ekki gerst klukkan sex um morguninn heldur aðeins seinna, þá hefðu börn geta verið að fara á milli garðanna og lent í mjög alvarlegu slysi.“
Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira