„Við erum tilbúin í samstarf“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. apríl 2025 19:47 Þór Pálsson er skólastjóri Rafmenntar. Samsett/Aðsend/Vilhelm Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. Í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins sem birt var síðdegis í dag segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra að Rafmennt hefði hætt við áform sín um að aðstoða við rekstur Kvikmyndaskóla Íslands. „Ég kannast við að Rafmennt hafi ætlað að taka þetta yfir og ég hélt að það væri búið að ganga frá því. Síðan kom í ljós að það var ekki. Þannig ég veit ekki meira en að einhverra hluta vegna hættu þeir við. Hvers vegna veit ég ekki,“ segir Guðmundur Ingi. Rafmennt hefur nú svarað með sinni eigin yfirlýsingu þar sem þeir segjast enn vera tilbúnir í samstarf. „Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi - bæði núna og til framtíðar,“ stendur í yfirlýsingu Rafmenntar. Forsagan er sú að Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og því lagði mennta- og barnamálaráðuneytið fram þá tillögu að nemendurnir fengju að ljúka námi sínu við Tækniskólann. Samhliða námi þeirra yrði þróuð kvikmyndagerðarbraut við skólann. Nemendur og starfsfólk skólans er ekki ánægt með tillöguna. Í opnu bréfi nemenda til ráðherrans segja þau skólann mikilvæga þekkingarstofnun. „Barátta okkar snýst fyrst og fremst um að tryggja áframhaldandi gæði náms. Samróma vilji okkar er að skólinn haldi áfram í núverandi formi og að auki skuli hlotnast viðurkenning fyrir það nám sem okkur er kennt. Háskólaráðuneyti hefur nú þegar viðurkennt námið sem háskólanám. Við köllum eftir því að þitt ráðuneyti geri það líka,“ segir í bréfi nemendanna. Rafmennt hefur gefið nú út tvær yfirlýsingar þar sem forsvarsmenn lýsa áhuga á að hjálpa við rekstur skólans. „Stjórnin skorar á ráðuneytið að bregðast við án tafar og hefja samtal,“ stóð í fyrri yfirlýsingunni, dagsett 11. apríl. Nú í nýrri yfirlýsingu segjast forsvarsmenn Rafmenntar ítrekað hafa reynt að bjóða fram aðstoð sína. „Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur - hvorki til skemmri tíma né til framtíðar,“ stendur í yfirlýsingunni. Guðmundur Ingi Kristinsson sagði í viðtali birt á Vísi í gær að hafa fundað með Rafmennt en samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Sjá nánar: „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. Viðbrögð Rafmenntar við ummælum menntamálaráðherra Vegna ummæla Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og mennta vill Rafmennt koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Í kjölfar gjaldþrots Kvikmyndaskóla Íslands brást Rafmennt tafarlaust við og bauð fram aðstoð sína – í samstarfi við RSÍ, SART og Félag tæknifólks – með það að markmiði að tryggja órofið nám nemenda og hefja samtal um framtíð kvikmyndamenntunar á Íslandi. Fulltrúar skólans höfðu samband við viðeigandi ráðuneyti og í kjölfarið skiptastjóra og eigendur húsnæðis skólans og lögðu fram tillögur sem miðuðu að því að ljúka önninni og finn farsæla leið fram á við. Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur – hvorki til skemmri tíma né til framtíðar. Námið skyldi fara til Tækniskólans og ekki yrði unnið að öðrum möguleikum. Það er mikilvægt að ráðherra fái réttar upplýsingar. Við höfum frá upphafi boðið fram samstarf, stuðning og fjármögnun – ekki til að „taka yfir einkaskóla“, heldur til að bregðast við stöðu sem upp var komin af ábyrgð og fagmennsku. Rafmennt er ekki einkaaðili með sérhagsmuni í þessu máli. Við erum viðurkenndur menntaaðili með rekstrarleyfi frá ráðuneytinu sjálfu, og að baki okkur standa hagsmunasamtök launafólks og atvinnulífs. Okkar eina markmið hefur verið að tryggja hagsmuni nemenda og að byggja upp framtíðarmenntun í kvikmyndagerð í takt við þarfir greinarinnar. Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi – bæði núna og til framtíðar. Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins sem birt var síðdegis í dag segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra að Rafmennt hefði hætt við áform sín um að aðstoða við rekstur Kvikmyndaskóla Íslands. „Ég kannast við að Rafmennt hafi ætlað að taka þetta yfir og ég hélt að það væri búið að ganga frá því. Síðan kom í ljós að það var ekki. Þannig ég veit ekki meira en að einhverra hluta vegna hættu þeir við. Hvers vegna veit ég ekki,“ segir Guðmundur Ingi. Rafmennt hefur nú svarað með sinni eigin yfirlýsingu þar sem þeir segjast enn vera tilbúnir í samstarf. „Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi - bæði núna og til framtíðar,“ stendur í yfirlýsingu Rafmenntar. Forsagan er sú að Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og því lagði mennta- og barnamálaráðuneytið fram þá tillögu að nemendurnir fengju að ljúka námi sínu við Tækniskólann. Samhliða námi þeirra yrði þróuð kvikmyndagerðarbraut við skólann. Nemendur og starfsfólk skólans er ekki ánægt með tillöguna. Í opnu bréfi nemenda til ráðherrans segja þau skólann mikilvæga þekkingarstofnun. „Barátta okkar snýst fyrst og fremst um að tryggja áframhaldandi gæði náms. Samróma vilji okkar er að skólinn haldi áfram í núverandi formi og að auki skuli hlotnast viðurkenning fyrir það nám sem okkur er kennt. Háskólaráðuneyti hefur nú þegar viðurkennt námið sem háskólanám. Við köllum eftir því að þitt ráðuneyti geri það líka,“ segir í bréfi nemendanna. Rafmennt hefur gefið nú út tvær yfirlýsingar þar sem forsvarsmenn lýsa áhuga á að hjálpa við rekstur skólans. „Stjórnin skorar á ráðuneytið að bregðast við án tafar og hefja samtal,“ stóð í fyrri yfirlýsingunni, dagsett 11. apríl. Nú í nýrri yfirlýsingu segjast forsvarsmenn Rafmenntar ítrekað hafa reynt að bjóða fram aðstoð sína. „Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur - hvorki til skemmri tíma né til framtíðar,“ stendur í yfirlýsingunni. Guðmundur Ingi Kristinsson sagði í viðtali birt á Vísi í gær að hafa fundað með Rafmennt en samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Sjá nánar: „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. Viðbrögð Rafmenntar við ummælum menntamálaráðherra Vegna ummæla Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og mennta vill Rafmennt koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Í kjölfar gjaldþrots Kvikmyndaskóla Íslands brást Rafmennt tafarlaust við og bauð fram aðstoð sína – í samstarfi við RSÍ, SART og Félag tæknifólks – með það að markmiði að tryggja órofið nám nemenda og hefja samtal um framtíð kvikmyndamenntunar á Íslandi. Fulltrúar skólans höfðu samband við viðeigandi ráðuneyti og í kjölfarið skiptastjóra og eigendur húsnæðis skólans og lögðu fram tillögur sem miðuðu að því að ljúka önninni og finn farsæla leið fram á við. Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur – hvorki til skemmri tíma né til framtíðar. Námið skyldi fara til Tækniskólans og ekki yrði unnið að öðrum möguleikum. Það er mikilvægt að ráðherra fái réttar upplýsingar. Við höfum frá upphafi boðið fram samstarf, stuðning og fjármögnun – ekki til að „taka yfir einkaskóla“, heldur til að bregðast við stöðu sem upp var komin af ábyrgð og fagmennsku. Rafmennt er ekki einkaaðili með sérhagsmuni í þessu máli. Við erum viðurkenndur menntaaðili með rekstrarleyfi frá ráðuneytinu sjálfu, og að baki okkur standa hagsmunasamtök launafólks og atvinnulífs. Okkar eina markmið hefur verið að tryggja hagsmuni nemenda og að byggja upp framtíðarmenntun í kvikmyndagerð í takt við þarfir greinarinnar. Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi – bæði núna og til framtíðar.
Viðbrögð Rafmenntar við ummælum menntamálaráðherra Vegna ummæla Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og mennta vill Rafmennt koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Í kjölfar gjaldþrots Kvikmyndaskóla Íslands brást Rafmennt tafarlaust við og bauð fram aðstoð sína – í samstarfi við RSÍ, SART og Félag tæknifólks – með það að markmiði að tryggja órofið nám nemenda og hefja samtal um framtíð kvikmyndamenntunar á Íslandi. Fulltrúar skólans höfðu samband við viðeigandi ráðuneyti og í kjölfarið skiptastjóra og eigendur húsnæðis skólans og lögðu fram tillögur sem miðuðu að því að ljúka önninni og finn farsæla leið fram á við. Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur – hvorki til skemmri tíma né til framtíðar. Námið skyldi fara til Tækniskólans og ekki yrði unnið að öðrum möguleikum. Það er mikilvægt að ráðherra fái réttar upplýsingar. Við höfum frá upphafi boðið fram samstarf, stuðning og fjármögnun – ekki til að „taka yfir einkaskóla“, heldur til að bregðast við stöðu sem upp var komin af ábyrgð og fagmennsku. Rafmennt er ekki einkaaðili með sérhagsmuni í þessu máli. Við erum viðurkenndur menntaaðili með rekstrarleyfi frá ráðuneytinu sjálfu, og að baki okkur standa hagsmunasamtök launafólks og atvinnulífs. Okkar eina markmið hefur verið að tryggja hagsmuni nemenda og að byggja upp framtíðarmenntun í kvikmyndagerð í takt við þarfir greinarinnar. Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi – bæði núna og til framtíðar.
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira