Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 14. apríl 2025 13:01 Fiskur hefur verið helsta útflutningsvara okkar Íslendinga í árhundruði. Mestu verðmætin lágu í flökunum. Stórum hluta af fiskinum var samt hent eins og fiskiroði og beinum. Við hentum humri og skötusel og kunnum eina aðferð við að elda saltfisk: sjóða í mauk og borða með hnoðmör og soðnum kartöflum. Sjávarklasinn var stofnaður með það að markmiði að nýta afurðir fisksins betur og þannig hámarka virði og stuðla að meiri sjálfbærni og betri umgengni um auðlindina. Þetta var gert með því að leiða saman aðila úr ólíkum áttum með víðtæka reynslu og menntun. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og í dag eru t.d. ýmsar lækningavörur, snyrtivörur og tískuvörur framleiddar úr fiski og öll þekkjum við söguna af nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis. Fyrir mörgum okkar var hugmyndin að Geðráði, sem heilbrigðisráðuneytið setti á laggirnar fyrir nokkrum misserum, af svipuðum toga. Þar kæmu saman hagaðilar geðheilbrigðiskerfisins með það að markmiði að stuðla að framþróun og nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu og fjölga þeim leiðum sem væru í boði fyrir fólk í vanlíðan. Geðheilbrigðisþjónustan yrði þannig notendamiðaðri og um leið meira valdeflandi. En Geðráðið hefur því miður ekki komist á þann stað. Það virðist ekki ná þessum sameiginlega takti eins og Sjávarklasanum hefur tekist. Roðinu í geðheilbrigðiskerfinu er enn þá hent eða í mesta lagi gefið köttum og humarinn þykir bæði ljótur og ólystugur. Líkja má roði fisksins og fleiri hluta fisksins, sem ekki voru taldir nýtilegir til skamms tíma, við persónulega reynslu fólks. Í Sjávarklasanum urðu til milljarða verðmæti í hlutum sem áður var hent. Innan geðheilbrigðisins liggja hin ónýttu verðmæti m.a. í persónulegu þekkingu fólks á áföllum, að lifa með röddum, að búa við skynnæmni, mikilvægi allskyns sköpunar, menningar, og samfélagsþátttöku. Þekkingu sem sprottið hefur í grasrótinni og rannsóknum sem ekki tengjast hefðbundnum heilbrigðisstéttum og þeirra hugmyndum um hvað sé rétt og rangt. Hefðbundin geðheilbrigðisþjónusta hefur um áratuga skeið aðeins nýtt fiskiflökin. Einstaklingar með reynslu, sem ekki hefur verið sátt við hefðbundnar aðferðir, hafa þurft að leita annað. Þeir hafa nú margir hverjir menntað sig í nálgun jafningastuðnings og hafa reynst öðrum, sem standa í sömu sporum og þeir gerðu, betur en hin hefðbundna hugsun kerfisins til þessa hefur boðið upp á. Þeir eru farnir að vinna roðið, þeir eru farnir að bjóða upp á grillaðan humar – þeir eru verðmætin sem eru beint fyrir framan nefið á okkur! Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fiskur hefur verið helsta útflutningsvara okkar Íslendinga í árhundruði. Mestu verðmætin lágu í flökunum. Stórum hluta af fiskinum var samt hent eins og fiskiroði og beinum. Við hentum humri og skötusel og kunnum eina aðferð við að elda saltfisk: sjóða í mauk og borða með hnoðmör og soðnum kartöflum. Sjávarklasinn var stofnaður með það að markmiði að nýta afurðir fisksins betur og þannig hámarka virði og stuðla að meiri sjálfbærni og betri umgengni um auðlindina. Þetta var gert með því að leiða saman aðila úr ólíkum áttum með víðtæka reynslu og menntun. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og í dag eru t.d. ýmsar lækningavörur, snyrtivörur og tískuvörur framleiddar úr fiski og öll þekkjum við söguna af nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis. Fyrir mörgum okkar var hugmyndin að Geðráði, sem heilbrigðisráðuneytið setti á laggirnar fyrir nokkrum misserum, af svipuðum toga. Þar kæmu saman hagaðilar geðheilbrigðiskerfisins með það að markmiði að stuðla að framþróun og nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu og fjölga þeim leiðum sem væru í boði fyrir fólk í vanlíðan. Geðheilbrigðisþjónustan yrði þannig notendamiðaðri og um leið meira valdeflandi. En Geðráðið hefur því miður ekki komist á þann stað. Það virðist ekki ná þessum sameiginlega takti eins og Sjávarklasanum hefur tekist. Roðinu í geðheilbrigðiskerfinu er enn þá hent eða í mesta lagi gefið köttum og humarinn þykir bæði ljótur og ólystugur. Líkja má roði fisksins og fleiri hluta fisksins, sem ekki voru taldir nýtilegir til skamms tíma, við persónulega reynslu fólks. Í Sjávarklasanum urðu til milljarða verðmæti í hlutum sem áður var hent. Innan geðheilbrigðisins liggja hin ónýttu verðmæti m.a. í persónulegu þekkingu fólks á áföllum, að lifa með röddum, að búa við skynnæmni, mikilvægi allskyns sköpunar, menningar, og samfélagsþátttöku. Þekkingu sem sprottið hefur í grasrótinni og rannsóknum sem ekki tengjast hefðbundnum heilbrigðisstéttum og þeirra hugmyndum um hvað sé rétt og rangt. Hefðbundin geðheilbrigðisþjónusta hefur um áratuga skeið aðeins nýtt fiskiflökin. Einstaklingar með reynslu, sem ekki hefur verið sátt við hefðbundnar aðferðir, hafa þurft að leita annað. Þeir hafa nú margir hverjir menntað sig í nálgun jafningastuðnings og hafa reynst öðrum, sem standa í sömu sporum og þeir gerðu, betur en hin hefðbundna hugsun kerfisins til þessa hefur boðið upp á. Þeir eru farnir að vinna roðið, þeir eru farnir að bjóða upp á grillaðan humar – þeir eru verðmætin sem eru beint fyrir framan nefið á okkur! Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar