Innlent

Sam­fé­lagið í Skaga­firði harmi slegið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við settan skólameistara Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra um hið hörmulega bílslys sem var um helgina þar sem fjórir drengir slösuðust. 

Efnt hefur verið til samverustundar á morgun vegna atviksins. 

Þá verður rætt við sveitarstjórann í Súðavík en borið hefur á því að fólk hafist við í húsum á bannsvæði sem eru á bannsvæði vegna snjóflóðahættu.

 Einnig fjöllum við um páskaörtröðina sem stefnir í á Keflavíkurflugvelli en ISAVIA ráðleggur fólki að koma  fyrr en venjulega á völlinn. Langtímastæði eru öll uppbókuð þrátt fyrir að stæðum hafi verið fjölgað nýverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×