Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 14:01 Marcelo fagnar hér einum af fimm Meistaradeildartitlum sínum með Real Madrid en Braslíumaðurinn hefur trú á sínu gamla liði þrátt fyrir slæma stöðu á móti Arsenal. Getty/Denis Doyle Real Madrid tekur á móti Arsenal annað kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en útlitið er ekki bjart hjá spænska stórliðinu. Brasilíska goðsögnin Marcelo er ekki tilbúinn að afskrifa sitt gamla félag þrátt fyrir slæma stöðu hjá ríkjandi meisturum. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 í London þar sem Declan Rice skoraði tvívegis beint úr aukaspyrnu. „Þú getur aldrei afskrifað Real Madrid,“ sagði Marcelo við ESPN. „Þrjú mörk er mikið forskot en hugur minn er alltaf hjá Real Madrid og ég hef trú á því að þeir komi til baka. Real Madrid er Real Madrid og þeir koma alltaf til baka,“ sagði Marcelo. „Seinni leikurinn er á Bernabéu og þeir munu fá mikinn stuðning þar. Ég veit að leikmennirnir hafa trú á því að þetta sé hægt. Auðvitað vitum við ekki hvað gerist í þessum leik en við höfum trú og Real Madrid mun koma til baka,“ sagði Marcelo. Marcelo segir það að vinna sé hluti af erfðaefni leikmanna Real Madrid. „Frá því að ég gekk til liðs við Real Madrid þá var okkur kennt að gefast aldrei upp og það hefur alltaf verið í blóðinu okkar. Þetta hefur verið þannig í mörg ár en fyrir utan erfðaefnið þá leggja menn mikla vinnu á sig, sýna auðmýkt, rækta líkamann á hverjum degi og fá gríðarlegan stuðning frá sínu fólki. Allt þetta vinnur saman í að láta hlutina ganga upp,“ sagði Marcelo. Marcelo vann 25 titla með Real Madrid, þar af Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira
Brasilíska goðsögnin Marcelo er ekki tilbúinn að afskrifa sitt gamla félag þrátt fyrir slæma stöðu hjá ríkjandi meisturum. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 í London þar sem Declan Rice skoraði tvívegis beint úr aukaspyrnu. „Þú getur aldrei afskrifað Real Madrid,“ sagði Marcelo við ESPN. „Þrjú mörk er mikið forskot en hugur minn er alltaf hjá Real Madrid og ég hef trú á því að þeir komi til baka. Real Madrid er Real Madrid og þeir koma alltaf til baka,“ sagði Marcelo. „Seinni leikurinn er á Bernabéu og þeir munu fá mikinn stuðning þar. Ég veit að leikmennirnir hafa trú á því að þetta sé hægt. Auðvitað vitum við ekki hvað gerist í þessum leik en við höfum trú og Real Madrid mun koma til baka,“ sagði Marcelo. Marcelo segir það að vinna sé hluti af erfðaefni leikmanna Real Madrid. „Frá því að ég gekk til liðs við Real Madrid þá var okkur kennt að gefast aldrei upp og það hefur alltaf verið í blóðinu okkar. Þetta hefur verið þannig í mörg ár en fyrir utan erfðaefnið þá leggja menn mikla vinnu á sig, sýna auðmýkt, rækta líkamann á hverjum degi og fá gríðarlegan stuðning frá sínu fólki. Allt þetta vinnur saman í að láta hlutina ganga upp,“ sagði Marcelo. Marcelo vann 25 titla með Real Madrid, þar af Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina sex sinnum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira