„Það verður alltaf talað um hana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 13:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson er þjálfari Þór/KA liðsins og hann ætlar að passa upp á hina efnilegu Bríeti Fjólu Bjarnadóttur. @thorkastelpur/S2 Sport Bríet Fjóla Bjarnadóttir er enn bara fimmtán ára gömul en hefur þrátt fyrir það verið mikið á milli tannana á fólki í íslenska fótboltaheiminum. Hér er á ferðinni ein efnilegasta knattspyrnukona Íslands en Þór/KA ætlar að passa upp á sína stelpu. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara til Akureyrar og hann heimsótti lið Þór/KA í síðasta þætti. Baldur spurði meðal annars þjálfarann Jóhann Kristinn Gunnarsson út í hina efnilegu Bríeti Fjólu. „Hvað getur þú sagt um Bríeti Fjólu. Ung stelpa en manni líður eins og allir í fótboltaheiminum viti núna hver hún er þrátt fyrir að hún sé bara fimmtán ára,“ sagði Baldur. „Hún er náttúrulega fimmtán ára síðan í janúar. Hún hefur mikla hæfileika og allt það. Það er það sem bæði hún og fjölskylda hennar vita að það verður alltaf talað um hana. Hún gerir sér alveg grein fyrir því,“ sagði Jóhann Kristinn. Hún á bara eftir að gera allt „Við erum ekkert að reyna að passa upp á það að það verði ekki talað um hana. Hún á bara eftir að gera allt. Hún á eftir að stinga sér alveg út í djúpu laugina fyrir allan peninginn,“ sagði Jóhann. „Það er okkar vinna hér að þessi skref hennar séu ekki of stór og að þau séu ekki vanhugsuð. Að það sé einhver pæling í því sem við erum að gera,“ sagði Jóhann. „Málið er bara að hún fer yfir allar hindranir og það er ekkert sem stoppar ennþá. Það lítur bara vel út með hana. Hún hefur hæfileika til að fara eins langt og hún vill í þessu,“ sagði Jóhann. Hún sjálf er langmest á jörðinni „Hún sjálf er langmest á jörðinni yfir þessu öllu saman. Það hreyfir ekkert við henni, bara heldur sínu striki og gerir það sem hún á að gera og henni er sagt að gera,“ sagði Jóhann. „Ekkert vesen. Hún er mjög skemmtilegur karakter hvað það varðar,“ sagði Jóhann en það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: LUÍH: Það verður alltaf talað um hana Lengsta undirbúningstímabil í heimi Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira
Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara til Akureyrar og hann heimsótti lið Þór/KA í síðasta þætti. Baldur spurði meðal annars þjálfarann Jóhann Kristinn Gunnarsson út í hina efnilegu Bríeti Fjólu. „Hvað getur þú sagt um Bríeti Fjólu. Ung stelpa en manni líður eins og allir í fótboltaheiminum viti núna hver hún er þrátt fyrir að hún sé bara fimmtán ára,“ sagði Baldur. „Hún er náttúrulega fimmtán ára síðan í janúar. Hún hefur mikla hæfileika og allt það. Það er það sem bæði hún og fjölskylda hennar vita að það verður alltaf talað um hana. Hún gerir sér alveg grein fyrir því,“ sagði Jóhann Kristinn. Hún á bara eftir að gera allt „Við erum ekkert að reyna að passa upp á það að það verði ekki talað um hana. Hún á bara eftir að gera allt. Hún á eftir að stinga sér alveg út í djúpu laugina fyrir allan peninginn,“ sagði Jóhann. „Það er okkar vinna hér að þessi skref hennar séu ekki of stór og að þau séu ekki vanhugsuð. Að það sé einhver pæling í því sem við erum að gera,“ sagði Jóhann. „Málið er bara að hún fer yfir allar hindranir og það er ekkert sem stoppar ennþá. Það lítur bara vel út með hana. Hún hefur hæfileika til að fara eins langt og hún vill í þessu,“ sagði Jóhann. Hún sjálf er langmest á jörðinni „Hún sjálf er langmest á jörðinni yfir þessu öllu saman. Það hreyfir ekkert við henni, bara heldur sínu striki og gerir það sem hún á að gera og henni er sagt að gera,“ sagði Jóhann. „Ekkert vesen. Hún er mjög skemmtilegur karakter hvað það varðar,“ sagði Jóhann en það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: LUÍH: Það verður alltaf talað um hana
Lengsta undirbúningstímabil í heimi Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira