Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 11:20 Miklar skemmdir urðu á ríkisstjórasetrinu í Harrisburg í Pennsylvaníu eftir að karlmaður kastaði eldsprengju þar inn á pálmasunnudag, 13. apríl 2025. AP Karlmaður á fertugsaldri sem er í haldi lögreglunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sagðist hafa ætlað að berja ríkisstjórann til bana með hamri ef hann næði til hans. Töluverðar skemmdir urðu á ríkisstjórasetrinu þegar maðurinn kastaði eldsprengju inn um glugga. Árásin átti sér stað að kvöldi pálmasunnudags. Cody Balmer, 38 ára karlmaður, klifraði þá yfir öryggisgirðingu við ríkisstjórasetrið í ríkishöfuðborginni Harrisburg, braut rúðu með hamri og kastaði eldsprengju inn í píanóstofu. Hann braust síðan inn og kveikti í stofunni áður en hann tók til fótanna. Ríkisstjórinn og fjölskylda hans svaf á efri hæð setursins á meðan. Balmer sagði lögreglu að hann „hataði“ Josh Shapiro, ríkisstjóra, og að hann hefði barið hann með hamri ef hann hefði náð til hans. Reuters-fréttastofan segir að Balmer hafi meðal annars gagnrýnt Joe Biden, fyrrverandi forseta og demókrata, á samfélagmiðlum. Shapiro er einnig demókrati og hefur verið nefndur sem mögulegt forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar árið 2028. Shapiro er gyðingur og hafði fyrr um kvöldið fagnað fyrsta degi páskahátíðarinnar með fjölskyldu og vinum í stofunni sem Balmer kveikti í. Hann vísaði á lögregluyfirvöld þegar fréttamenn spurðu hann hvort að gyðingahatur hefði mögulega verið tilefni árásarinnar. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, ræðir við fréttamenn við ríkisstjórasetrið. Hann kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra og hefur verið nefndur sem mögulegur forsetaframbjóðandi árið 2028.AP/Marc Levy Atlagan að ríkisstjóranum er aðeins nýjasta dæmið um pólitísk ofbeldi vestanhafs á síðustu misserum. Karlmaður reyndi að skjóta Donald Trump til bana á kosningafundi í Butler í Pennsylvaníu í júlí í fyrra. Árásin nú ber ýmis líkindi við það þegar maður braust inn á heimili Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrata, og barði eiginmann hennar með hamri í San Francisco í október 2022. Repúblikanar brugðust við morðtilræðinu við eiginmann Pelosi með háði og stoðlausum aðdróttunum um að árásarmaðurinn hefði verið samkynhneigður elskhugi hans. Viðbrögðin nú hafa verið nokkru virðuglegri. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði árásina óafsakanlega og að sækja þyrfti árásarmanninn til ýtrustu saka. Shapiro segir að Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hafi lofað því að alríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að rannsaka árásina. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns 17. maí 2024 23:11 Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13. júlí 2024 22:23 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Árásin átti sér stað að kvöldi pálmasunnudags. Cody Balmer, 38 ára karlmaður, klifraði þá yfir öryggisgirðingu við ríkisstjórasetrið í ríkishöfuðborginni Harrisburg, braut rúðu með hamri og kastaði eldsprengju inn í píanóstofu. Hann braust síðan inn og kveikti í stofunni áður en hann tók til fótanna. Ríkisstjórinn og fjölskylda hans svaf á efri hæð setursins á meðan. Balmer sagði lögreglu að hann „hataði“ Josh Shapiro, ríkisstjóra, og að hann hefði barið hann með hamri ef hann hefði náð til hans. Reuters-fréttastofan segir að Balmer hafi meðal annars gagnrýnt Joe Biden, fyrrverandi forseta og demókrata, á samfélagmiðlum. Shapiro er einnig demókrati og hefur verið nefndur sem mögulegt forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar árið 2028. Shapiro er gyðingur og hafði fyrr um kvöldið fagnað fyrsta degi páskahátíðarinnar með fjölskyldu og vinum í stofunni sem Balmer kveikti í. Hann vísaði á lögregluyfirvöld þegar fréttamenn spurðu hann hvort að gyðingahatur hefði mögulega verið tilefni árásarinnar. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, ræðir við fréttamenn við ríkisstjórasetrið. Hann kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra og hefur verið nefndur sem mögulegur forsetaframbjóðandi árið 2028.AP/Marc Levy Atlagan að ríkisstjóranum er aðeins nýjasta dæmið um pólitísk ofbeldi vestanhafs á síðustu misserum. Karlmaður reyndi að skjóta Donald Trump til bana á kosningafundi í Butler í Pennsylvaníu í júlí í fyrra. Árásin nú ber ýmis líkindi við það þegar maður braust inn á heimili Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrata, og barði eiginmann hennar með hamri í San Francisco í október 2022. Repúblikanar brugðust við morðtilræðinu við eiginmann Pelosi með háði og stoðlausum aðdróttunum um að árásarmaðurinn hefði verið samkynhneigður elskhugi hans. Viðbrögðin nú hafa verið nokkru virðuglegri. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði árásina óafsakanlega og að sækja þyrfti árásarmanninn til ýtrustu saka. Shapiro segir að Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hafi lofað því að alríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að rannsaka árásina.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns 17. maí 2024 23:11 Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13. júlí 2024 22:23 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns 17. maí 2024 23:11
Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13. júlí 2024 22:23