„Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 14:46 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindavíkur og er búinn að koma liði sínu áfram í undanúrslitin. Vísir/Diego Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi frammistöðu bróðurs síns í síðustu leikjum og það að missa föður sinn á þessu mjög svo krefjandi tímabil fyrir bræðurna tvo sem eru leiðtogar Grindavíkurliðsins. Jóhann stýrði Grindvíkingum til sigurs í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Vals í gærkvöldi og Bónus Körfuboltakvöld valdi hann mann kvöldsins eftir leik. Jóhann fékk því gjafabréfið frá Just Wingin it og mætti í viðtal á háborðið eftir leikinn. Grindvíkingar töpuðu í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Val síðasta vor en núna komu þeir fram hefndum. Liðið lenti reyndar 1-0 undir í einvíginu en vann í gærkvöldi sinn þriðja leik í röð. Það var líka endurkomusigur því Valsmenn komust mest tólf stigum yfir í leiknum en Grindvíkingar áttu lokaorðið og eru komnir í undanúrslitin.. Klippa: „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki“ „Hann er mættur í settið til okkar Just Wingin it þjálfari leiksins. Þú vannst þjálfaraskákina og þetta er í fyrsta sinn sem þjálfari fær þetta gjafabréf,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaðir Bónus Körfuboltakvölds, þegar hann tók á móti Jóhanni á háborðinu. „Hvað þýðir þessi sigur fyrir Grindavíkurliðið,“ spurði Stefán. Stundirnar okkar saman hér í Smáranum „Bara að við séum komnir í gegn það gefur okkur alveg helling. Ég veit að þetta er orðið þreytt en bara fyrir fólkið okkar, samfélagið og stundirnar okkar saman hér í Smáranum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki. Það er líka búin að vera ákveðin Valsgrýla undanfarin ár. Þeir hafa slegið okkur út úr bikar tvisvar á síðustu þremur árum. Þetta er bara stórt skref og það er risastórt fyrir okkur að vera komnir í næstu umferð,“ sagði Jóhann. Stefán Árni spurði Jóhann líka út í bróðir hans Ólaf Ólafsson sem er fyrirliði Grindavíkurliðsins. „Það var gaman að fylgjast með ykkur bræðrum í heimildaséríunni á Stöð2 Sport um síðasta tímabil. Hvernig hafa samræður ykkar á milli verið síðustu tíu daga,“ spurði Stefán. Þetta er litli bróðir minn „Við höfum lítið sem ekkert rætt saman síðustu daga en þetta getur verið erfitt kombó. Þetta er litli bróðir minn og mér þykir ofboðslega vænt um hann. Svo þegar maður er að þjálfa hann þá reynir maður að komast í eitthvað annað hlutverk sem getur verið erfitt,“ sagði Jóhann. „Ólafur er búinn að standa sig mjög vel í síðustu leikjum en málið með hann er að hann er búinn að eiga mjög þungt tímabil. Það er búið að vera erfitt fyrir hann persónulega, bæði andlega og líkamlega. Hann virðist vera að finna taktinn á réttum tíma og vonandi verður bara framhald á því,“ sagði Jóhann. Faðir þeirra bræðra, Grindavíkurgoðsögnin Ólafur Þór Jóhannsson, lést 2. febrúar síðastliðinn. „Svo er búið að vera erfitt fyrir ykkur persónulega. Síðasta tímabil eru þessar hamfarir í Grindavík og á þessu tímabili kemur upp enn verra mál fyrir ykkur fjölskylduna. Hvernig er að takast á við annað tímabil í röð þar sem þú ert að glíma við eitthvað fyrir utan körfuboltann,“ spurði Stefán. Haft körfuna til að kúpla sig út „Þetta er erfitt en fyrir mig persónulega, bæði í fyrra og svo aftur í ár, þá hef ég haft körfuna til að kúpla mig út úr daglegu amstri. Það hafa verið gleðistundir að koma í Smárann, þjálfa og kúpla sig út úr raunveruleikanum,“ sagði Jóhann. „Þetta er ofboðslega mikilvægt fyrir fólkið. Til dæmis eins og síðasta tímabil þá vorum við að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag. Svo bara 29. maí er það bara búið og það kemur tómrúm. Við vorum svolítið lengi af stað,“ sagði Jóhann. „Þetta tók smá tíma og það er búið að vera svolítið ströggl á okkur í vetur að finna taktinn en það er vonandi komið,“ sagði Jóhann. Það má horfa á allt viðtalið við Jóhann hér fyrir ofan. Hann ræðir þar líka aðra leikmenn Grindavíkurliðsins. Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Jóhann stýrði Grindvíkingum til sigurs í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Vals í gærkvöldi og Bónus Körfuboltakvöld valdi hann mann kvöldsins eftir leik. Jóhann fékk því gjafabréfið frá Just Wingin it og mætti í viðtal á háborðið eftir leikinn. Grindvíkingar töpuðu í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Val síðasta vor en núna komu þeir fram hefndum. Liðið lenti reyndar 1-0 undir í einvíginu en vann í gærkvöldi sinn þriðja leik í röð. Það var líka endurkomusigur því Valsmenn komust mest tólf stigum yfir í leiknum en Grindvíkingar áttu lokaorðið og eru komnir í undanúrslitin.. Klippa: „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki“ „Hann er mættur í settið til okkar Just Wingin it þjálfari leiksins. Þú vannst þjálfaraskákina og þetta er í fyrsta sinn sem þjálfari fær þetta gjafabréf,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaðir Bónus Körfuboltakvölds, þegar hann tók á móti Jóhanni á háborðinu. „Hvað þýðir þessi sigur fyrir Grindavíkurliðið,“ spurði Stefán. Stundirnar okkar saman hér í Smáranum „Bara að við séum komnir í gegn það gefur okkur alveg helling. Ég veit að þetta er orðið þreytt en bara fyrir fólkið okkar, samfélagið og stundirnar okkar saman hér í Smáranum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki. Það er líka búin að vera ákveðin Valsgrýla undanfarin ár. Þeir hafa slegið okkur út úr bikar tvisvar á síðustu þremur árum. Þetta er bara stórt skref og það er risastórt fyrir okkur að vera komnir í næstu umferð,“ sagði Jóhann. Stefán Árni spurði Jóhann líka út í bróðir hans Ólaf Ólafsson sem er fyrirliði Grindavíkurliðsins. „Það var gaman að fylgjast með ykkur bræðrum í heimildaséríunni á Stöð2 Sport um síðasta tímabil. Hvernig hafa samræður ykkar á milli verið síðustu tíu daga,“ spurði Stefán. Þetta er litli bróðir minn „Við höfum lítið sem ekkert rætt saman síðustu daga en þetta getur verið erfitt kombó. Þetta er litli bróðir minn og mér þykir ofboðslega vænt um hann. Svo þegar maður er að þjálfa hann þá reynir maður að komast í eitthvað annað hlutverk sem getur verið erfitt,“ sagði Jóhann. „Ólafur er búinn að standa sig mjög vel í síðustu leikjum en málið með hann er að hann er búinn að eiga mjög þungt tímabil. Það er búið að vera erfitt fyrir hann persónulega, bæði andlega og líkamlega. Hann virðist vera að finna taktinn á réttum tíma og vonandi verður bara framhald á því,“ sagði Jóhann. Faðir þeirra bræðra, Grindavíkurgoðsögnin Ólafur Þór Jóhannsson, lést 2. febrúar síðastliðinn. „Svo er búið að vera erfitt fyrir ykkur persónulega. Síðasta tímabil eru þessar hamfarir í Grindavík og á þessu tímabili kemur upp enn verra mál fyrir ykkur fjölskylduna. Hvernig er að takast á við annað tímabil í röð þar sem þú ert að glíma við eitthvað fyrir utan körfuboltann,“ spurði Stefán. Haft körfuna til að kúpla sig út „Þetta er erfitt en fyrir mig persónulega, bæði í fyrra og svo aftur í ár, þá hef ég haft körfuna til að kúpla mig út úr daglegu amstri. Það hafa verið gleðistundir að koma í Smárann, þjálfa og kúpla sig út úr raunveruleikanum,“ sagði Jóhann. „Þetta er ofboðslega mikilvægt fyrir fólkið. Til dæmis eins og síðasta tímabil þá vorum við að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag. Svo bara 29. maí er það bara búið og það kemur tómrúm. Við vorum svolítið lengi af stað,“ sagði Jóhann. „Þetta tók smá tíma og það er búið að vera svolítið ströggl á okkur í vetur að finna taktinn en það er vonandi komið,“ sagði Jóhann. Það má horfa á allt viðtalið við Jóhann hér fyrir ofan. Hann ræðir þar líka aðra leikmenn Grindavíkurliðsins.
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira