Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 12:01 Kylian Mbappé fékk rautt spjald og eins leiks bann fyrir brot á Antonio Blanco. EPA-EFE/ADRIAN RUIZ HIERRO Nú er orðið ljóst að Kylian Mbappé sleppur með aðeins eins leiks bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk fyrir háskalega tæklingu sína í 1-0 sigri Real Madrid gegn Alaves á Spáni um helgina. Mbappé sökkti tökkum í ökkla Antonios Blanco, fékk fyrst gult spjald en þeirri ákvörðun var breytt í rautt eftir myndbandsskoðun. Augljóst má vera að brotið verðskuldaði rautt spjald og aðeins spurning hve langt bann Mbappé yrði. Honestly mbappe deserves a lifetime ban tbh. That’s horrible 🥹 pic.twitter.com/f6XGgyLeEh— MC (@CrewsMat10) April 13, 2025 „Hneykslið hefur verið staðfest,“ skrifar spænska blaðið Mundo Deportivo í fyrirsögn, eftir að aganefnd komst að þeirri niðurstöðu að dæma frönsku stórstjörnuna í aðeins eins leiks bann. Blaðið er með bækistöðvar sínar í Barcelona. Ef Mbappé hefði fengið þriggja leikja bann hefði hann misst af úrslitaleiknum gegn Barcelona í spænska konungsbikarnum, þann 26. apríl. Mundo Deportivo segir að samkvæmt reglunum hafi brot Mbappé varðað 1-3 leikja banni en allt hafi bent til þess að Mbappé fengi tveggja leikja bann. Þess í stað missir hann aðeins af einum deildarleik, gegn Athletic Bilbao um næstu helgi. El arbitraje español con serios problemas, 40 minutos dos visitas al VAR, todos simulan, todos protestas pero lo más increíble que tenga que ir al VAR en este acción de Mbappé, @rfef pic.twitter.com/Az7U1uIbgc— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 13, 2025 Rafa Yuste, varaforseti hjá Barcelona, var í viðtali eftir að liðið sló út Dortmund í Meistaradeildinni í gærkvöldi og talaði hreint út varðandi niðurstöðuna í máli Mbappé. „Tæklingin og bannið eru gjörsamlega út úr korti. Þetta var sjokkerandi og hefði getað valdið meiðslum. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Yuste. Mbappé og félagar í Real Madrid eru þó með hugann allan við leikinn í kvöld, gegn Arsenal, þar sem Real þarf að vinna upp þriggja marka forskot til að geta komist áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Carlo Ancelotti, sem áður hefur sagt að brot Mbappé hafi vissulega verðskuldað rautt spjald, vonast til að Frakkinn sýni sínar bestu hliðar í kvöld: „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel [í fyrradag] og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði þessi einstaklega sigursæli stjóri Real. Spænski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira
Mbappé sökkti tökkum í ökkla Antonios Blanco, fékk fyrst gult spjald en þeirri ákvörðun var breytt í rautt eftir myndbandsskoðun. Augljóst má vera að brotið verðskuldaði rautt spjald og aðeins spurning hve langt bann Mbappé yrði. Honestly mbappe deserves a lifetime ban tbh. That’s horrible 🥹 pic.twitter.com/f6XGgyLeEh— MC (@CrewsMat10) April 13, 2025 „Hneykslið hefur verið staðfest,“ skrifar spænska blaðið Mundo Deportivo í fyrirsögn, eftir að aganefnd komst að þeirri niðurstöðu að dæma frönsku stórstjörnuna í aðeins eins leiks bann. Blaðið er með bækistöðvar sínar í Barcelona. Ef Mbappé hefði fengið þriggja leikja bann hefði hann misst af úrslitaleiknum gegn Barcelona í spænska konungsbikarnum, þann 26. apríl. Mundo Deportivo segir að samkvæmt reglunum hafi brot Mbappé varðað 1-3 leikja banni en allt hafi bent til þess að Mbappé fengi tveggja leikja bann. Þess í stað missir hann aðeins af einum deildarleik, gegn Athletic Bilbao um næstu helgi. El arbitraje español con serios problemas, 40 minutos dos visitas al VAR, todos simulan, todos protestas pero lo más increíble que tenga que ir al VAR en este acción de Mbappé, @rfef pic.twitter.com/Az7U1uIbgc— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 13, 2025 Rafa Yuste, varaforseti hjá Barcelona, var í viðtali eftir að liðið sló út Dortmund í Meistaradeildinni í gærkvöldi og talaði hreint út varðandi niðurstöðuna í máli Mbappé. „Tæklingin og bannið eru gjörsamlega út úr korti. Þetta var sjokkerandi og hefði getað valdið meiðslum. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Yuste. Mbappé og félagar í Real Madrid eru þó með hugann allan við leikinn í kvöld, gegn Arsenal, þar sem Real þarf að vinna upp þriggja marka forskot til að geta komist áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Carlo Ancelotti, sem áður hefur sagt að brot Mbappé hafi vissulega verðskuldað rautt spjald, vonast til að Frakkinn sýni sínar bestu hliðar í kvöld: „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel [í fyrradag] og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði þessi einstaklega sigursæli stjóri Real.
Spænski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira