Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 16:00 Björgvin Karl Gunnarsson og Baldur Sigurðsson í ræktarsalnum sem nú er án allra ræktartækja. Stöð 2 Sport Í lokaþætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi tekur Baldur Sigurðsson púlsinn á nýliðunum frá Austfjörðum í FHL sem í fyrsta sinn spila í Bestu deildinni í sumar. Þjálfarinn Björgvin Karl Gunnarsson sýnir Baldri meðal annars aðstöðuna í Fjarðabyggð. Þátturinn um FHL er sýndur á Stöð 2 Sport 5 í kvöld klukkan 20 en þetta er sjötti og síðasti þátturinn í seríunni, þar sem Baldur heimsækir liðin sem eru að búa sig undir leiktíðina. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Bærinn seldi öll tækin úr ræktinni FHL byrjar sína fyrstu leiktíð í efstu deild með leik við Tindastól á Sauðárkróki í kvöld og tekur svo á móti Val í Fjarðabyggðarhöllinni á annan í páskum. Á undirbúningstímabilinu urðu miklar breytingar á aðstöðunni sem leikmenn FHL njóta því að sögn Björgvins seldi Fjarðabyggð öll helstu tæki og tól úr líkamsræktaraðstöðu félagsins í desember: „Hérna var mjög góð rækt og frábært útsýni en það var ákveðið að selja tæki og tól, og líklega á að breyta þessu í félagsmiðstöð,“ segir Björgvin Karl. Sendi fyrirspurn á bæinn en fékk aldrei svar „Þetta er mjög dapurt með þessa frábæru íþróttamiðstöð. Ég ætla að vona að Fjarðabyggð sjái að sér og reyni að koma upp einhverri aðstöðu. Þeir töldu sig ekki mega vera í samkeppni við aðra líkamsræktarstöð sem sér um Crossfit. Það góða fólk fékk því að kaupa tækin og er komið með aðstöðu þar, og leyfa okkur væntanlega að fara þangað. En þá ertu annars staðar og þarft að fara á milli, sem er óhagstætt fyrir afreksíþróttafólk hér í Fjarðabyggð,“ segir Björgvin Karl. Baldur var óneitanlega hissa á þessari stöðu: „Þið eruð flaggskipið, komin í Bestu deild kvenna og væntanlega mikil gleði og miklar væntingar, en þá er þetta skref til baka finnst manni. Að taka frá aðstöðu í stað þess að skapa betri og nýrri aðstöðu,“ segir Baldur og Björgvin Karl tekur undir: „Ég hefði alltaf frekar viljað sjá að þessi aðstaða yrði frekar bætt. Ég sendi meðal annars fyrirspurn á bæinn um söluna en fékk ekki einu sinni svar. Mér finnst því ekki verið að gera þetta með afreksíþróttafólk í huga, hvort sem það er í fótbolta, glímu eða skíðum. Ég veit að til dæmis markvörðurinn minn, sem er að koma aftur frá Bandaríkjunum, mun fá áfall þegar hún sér þetta. Við erum hins vegar með fínustu aðstöðu í Crossfit, tækin fóru þangað og við eigum að geta leitað til þeirra, en þú hefur þá ekki tíma til að hoppa til dæmis upp og gera „activation“ æfingar eða hjóla, til að gera þig kláran [fyrir fótboltaæfingu].“ FHL Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Þátturinn um FHL er sýndur á Stöð 2 Sport 5 í kvöld klukkan 20 en þetta er sjötti og síðasti þátturinn í seríunni, þar sem Baldur heimsækir liðin sem eru að búa sig undir leiktíðina. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Bærinn seldi öll tækin úr ræktinni FHL byrjar sína fyrstu leiktíð í efstu deild með leik við Tindastól á Sauðárkróki í kvöld og tekur svo á móti Val í Fjarðabyggðarhöllinni á annan í páskum. Á undirbúningstímabilinu urðu miklar breytingar á aðstöðunni sem leikmenn FHL njóta því að sögn Björgvins seldi Fjarðabyggð öll helstu tæki og tól úr líkamsræktaraðstöðu félagsins í desember: „Hérna var mjög góð rækt og frábært útsýni en það var ákveðið að selja tæki og tól, og líklega á að breyta þessu í félagsmiðstöð,“ segir Björgvin Karl. Sendi fyrirspurn á bæinn en fékk aldrei svar „Þetta er mjög dapurt með þessa frábæru íþróttamiðstöð. Ég ætla að vona að Fjarðabyggð sjái að sér og reyni að koma upp einhverri aðstöðu. Þeir töldu sig ekki mega vera í samkeppni við aðra líkamsræktarstöð sem sér um Crossfit. Það góða fólk fékk því að kaupa tækin og er komið með aðstöðu þar, og leyfa okkur væntanlega að fara þangað. En þá ertu annars staðar og þarft að fara á milli, sem er óhagstætt fyrir afreksíþróttafólk hér í Fjarðabyggð,“ segir Björgvin Karl. Baldur var óneitanlega hissa á þessari stöðu: „Þið eruð flaggskipið, komin í Bestu deild kvenna og væntanlega mikil gleði og miklar væntingar, en þá er þetta skref til baka finnst manni. Að taka frá aðstöðu í stað þess að skapa betri og nýrri aðstöðu,“ segir Baldur og Björgvin Karl tekur undir: „Ég hefði alltaf frekar viljað sjá að þessi aðstaða yrði frekar bætt. Ég sendi meðal annars fyrirspurn á bæinn um söluna en fékk ekki einu sinni svar. Mér finnst því ekki verið að gera þetta með afreksíþróttafólk í huga, hvort sem það er í fótbolta, glímu eða skíðum. Ég veit að til dæmis markvörðurinn minn, sem er að koma aftur frá Bandaríkjunum, mun fá áfall þegar hún sér þetta. Við erum hins vegar með fínustu aðstöðu í Crossfit, tækin fóru þangað og við eigum að geta leitað til þeirra, en þú hefur þá ekki tíma til að hoppa til dæmis upp og gera „activation“ æfingar eða hjóla, til að gera þig kláran [fyrir fótboltaæfingu].“
FHL Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02