„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 23:50 Flugvél flugfélagsins Mýflug en félagið dró verulega úr rekstri á dögunum. Skjáskot/Stöð 2 Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. Kveikur greindi frá því í gær að fjölmargar stofnanir og opinber hlutafélög hafi á undanförnum árum keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi. Á Íslandi er óheimilt að selja flugferðir án þess að vera með slíkt leyfi. Axel Sölvason, sem var flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug, skrifar í kvöld pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann fer yfir það sem hann vill meina að séu íþyngjandi reglur sem geri minni háttar flugstarfsemi erfitt fyrir. Á dögunum var greint frá því að Mýflug muni draga verulega úr rekstri og allir flugmenn félagsins láta af störfum. „Í dag er það orðið nánast ómögulegt fyrir einstakling eða lítinn hóp að stofna flugfélag án þess að hafa tugi milljóna til að eyða í leyfisvinnu, handbækur og innri gæðaeftirlit sem hefur lítið með raunverulegt flugöryggi að gera,“ skrifar Axel en hann hefur starfað í útsýnisflugi fyrir Mýflug Air í nokkur ár. „Hættuleg nálgun“ Hann segir það viðhorf, að flug sem ekki fer fram undir nafni stórra flugfélagi sé varasamt eða hættulegt, sé villandi nálgun en hann vísar þá til umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá að tvö flugslys hafi orðið á síðustu árum þar sem flugvélarnar voru án flugrekstrarleyfis. „Í báðum þeim slysum sátu atvinnuflugmenn með mikla reynslu við stýrið, þar á meðal einn sem starfaði sem flugmaður hjá einu af þessum stóru flugfélögum.“ Axel tíundar í pistli sínum kostnaðinn við að reka litla flugvél og segir að það sé ekki raunhæft fyrir minni aðila að fá flugrekstrarleyfi nema viðkomandi sé með tugmilljóna fjárfestingu og áratugalangan rekstrargrunn að baki. „Flugrekstrarleyfi á Íslandi krefst ekki aðeins um það bil 15 milljóna í startkostnað, heldur einnig árlegra eftirlitsgjalda, sérstaks starfsfólks í svokölluðum „post-holder“ stöðum, handbókagerðar og endalausra skýrsluskila. Þetta er í raun kerfi sem var hannað fyrir flugfélög eins og Lufthansa - ekki einstaklinga með Cessnu sem vilja fljúga með nokkra ferðamenn að skoða hálendið.“ Mátar kerfið við smábátaeigendur Þá segir Axel að ef tilgangur regluverksins sé að tryggja öryggi, þá sé kominn tími á að greina á milli stórrar atvinnustarfsemi og minni háttar farþegaflugs. „Þegar lögin verða það þung að almenn skynsemi og góður ásetningur dugar ekki lengur, þá fer fólk að leita hjáleiða. Og þegar kerfið býr þannig um hnútana að jafnvel heiðarlegustu aðilar gefast upp - eins og Mýflug nú gerir - þá eigum við að spyrja: Hver er tilgangur regluverksins?“ Þá ber hann stöðu flugmanna saman við smábátaeigendur og spyr hvað yrði sagt ef svipað kerfi yrði sett þar á. „Ef einhver á 5 manna bát og fer annað slagið með fólk í veiði fyrir smá aur, krefjumst við þá að hann uppfylli sömu skilyrði og skemmtiferðaskip með 4000 manns um borð?“ Fréttir af flugi Samgöngur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Kveikur greindi frá því í gær að fjölmargar stofnanir og opinber hlutafélög hafi á undanförnum árum keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi. Á Íslandi er óheimilt að selja flugferðir án þess að vera með slíkt leyfi. Axel Sölvason, sem var flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug, skrifar í kvöld pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann fer yfir það sem hann vill meina að séu íþyngjandi reglur sem geri minni háttar flugstarfsemi erfitt fyrir. Á dögunum var greint frá því að Mýflug muni draga verulega úr rekstri og allir flugmenn félagsins láta af störfum. „Í dag er það orðið nánast ómögulegt fyrir einstakling eða lítinn hóp að stofna flugfélag án þess að hafa tugi milljóna til að eyða í leyfisvinnu, handbækur og innri gæðaeftirlit sem hefur lítið með raunverulegt flugöryggi að gera,“ skrifar Axel en hann hefur starfað í útsýnisflugi fyrir Mýflug Air í nokkur ár. „Hættuleg nálgun“ Hann segir það viðhorf, að flug sem ekki fer fram undir nafni stórra flugfélagi sé varasamt eða hættulegt, sé villandi nálgun en hann vísar þá til umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá að tvö flugslys hafi orðið á síðustu árum þar sem flugvélarnar voru án flugrekstrarleyfis. „Í báðum þeim slysum sátu atvinnuflugmenn með mikla reynslu við stýrið, þar á meðal einn sem starfaði sem flugmaður hjá einu af þessum stóru flugfélögum.“ Axel tíundar í pistli sínum kostnaðinn við að reka litla flugvél og segir að það sé ekki raunhæft fyrir minni aðila að fá flugrekstrarleyfi nema viðkomandi sé með tugmilljóna fjárfestingu og áratugalangan rekstrargrunn að baki. „Flugrekstrarleyfi á Íslandi krefst ekki aðeins um það bil 15 milljóna í startkostnað, heldur einnig árlegra eftirlitsgjalda, sérstaks starfsfólks í svokölluðum „post-holder“ stöðum, handbókagerðar og endalausra skýrsluskila. Þetta er í raun kerfi sem var hannað fyrir flugfélög eins og Lufthansa - ekki einstaklinga með Cessnu sem vilja fljúga með nokkra ferðamenn að skoða hálendið.“ Mátar kerfið við smábátaeigendur Þá segir Axel að ef tilgangur regluverksins sé að tryggja öryggi, þá sé kominn tími á að greina á milli stórrar atvinnustarfsemi og minni háttar farþegaflugs. „Þegar lögin verða það þung að almenn skynsemi og góður ásetningur dugar ekki lengur, þá fer fólk að leita hjáleiða. Og þegar kerfið býr þannig um hnútana að jafnvel heiðarlegustu aðilar gefast upp - eins og Mýflug nú gerir - þá eigum við að spyrja: Hver er tilgangur regluverksins?“ Þá ber hann stöðu flugmanna saman við smábátaeigendur og spyr hvað yrði sagt ef svipað kerfi yrði sett þar á. „Ef einhver á 5 manna bát og fer annað slagið með fólk í veiði fyrir smá aur, krefjumst við þá að hann uppfylli sömu skilyrði og skemmtiferðaskip með 4000 manns um borð?“
Fréttir af flugi Samgöngur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira