Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 09:00 Eygló Fanndal Sturludóttir fagnar sögulegum sigri í gær. Skjámynd/RÚV Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. Eygló vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun í mínus 71 kílóa flokki. Hún varð í öðru sæti í snöruninni en vann jafnhendinguna sannfærandi og tryggði sér þá um leið Evrópumeistaratitilinn í samanlögðu. Eygló lyfti 109 kílóum í snörun, 135 kílóum í jafnhendingu og 244 kílóum samanlagt. Allt voru þetta ný Íslands og Norðurlandamet í -71kg flokknum en Norðurlandametið í jafnhendingu tók Eygló af hinni sænsku Patriciu Strenius. Strenius varð einmitt Evrópumeistari árið 2018 í -69kg flokki og árið 2022 í -71kg flokk. Eygló bætti sinn persónulega árangur um fimm kíló í samanlögðu sem er svakaleg bæting og það á stærsta sviðinu. Með þessu er líka ljóst að Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni í þessum þyngdarflokki. Þetta var nefnilega síðasta stórmótið í mínus 71 kílóa flokki en nýir þyngdarflokkar IWF munu taka gildi 1. júní næstkomandi. Flokkarnir hjá konunum verða þá: 48 kíló, 53 kíló, 58 kíló, 63 kíló, 69 kíló, 77 kíló, 86 kíló eða +86 kíló. Eygló þarf þá annað hvort að létta sig um tvö kíló eða fara í flokkinn fyrir ofan. Íslands- og Norðurlandamet Eyglóar ættu því um leið að lifa um ókomna tíð. Lyftingar Tengdar fréttir Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag Evrópumeistari í mínus 71 kílóa flokki á Evrópumótinu í Ólympískum lyftingum í Moldóvu. 17. apríl 2025 15:03 Eygló Fanndal Evrópumeistari Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í Ólympískum lyftingum. Þetta afrekaði hún á EM sem fer fram í Chisinau í Moldavíu. 17. apríl 2025 14:35 Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið tilnefnd sem lyftingakona ársins 2024 af evrópska lyftingasambandinu. 26. mars 2025 08:32 Eygló í þyngri flokki en samt best allra Þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir EM, og geta því ekki keppt í sínum þyngdarflokki, þá vann Eygló Fanndal Sturludóttir sigur á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum á Möltu um helgina. Ísland vann liðakeppnina í þriðja sinn í röð. 25. mars 2025 12:46 Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag. 17. apríl 2025 10:32 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira
Eygló vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun í mínus 71 kílóa flokki. Hún varð í öðru sæti í snöruninni en vann jafnhendinguna sannfærandi og tryggði sér þá um leið Evrópumeistaratitilinn í samanlögðu. Eygló lyfti 109 kílóum í snörun, 135 kílóum í jafnhendingu og 244 kílóum samanlagt. Allt voru þetta ný Íslands og Norðurlandamet í -71kg flokknum en Norðurlandametið í jafnhendingu tók Eygló af hinni sænsku Patriciu Strenius. Strenius varð einmitt Evrópumeistari árið 2018 í -69kg flokki og árið 2022 í -71kg flokk. Eygló bætti sinn persónulega árangur um fimm kíló í samanlögðu sem er svakaleg bæting og það á stærsta sviðinu. Með þessu er líka ljóst að Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni í þessum þyngdarflokki. Þetta var nefnilega síðasta stórmótið í mínus 71 kílóa flokki en nýir þyngdarflokkar IWF munu taka gildi 1. júní næstkomandi. Flokkarnir hjá konunum verða þá: 48 kíló, 53 kíló, 58 kíló, 63 kíló, 69 kíló, 77 kíló, 86 kíló eða +86 kíló. Eygló þarf þá annað hvort að létta sig um tvö kíló eða fara í flokkinn fyrir ofan. Íslands- og Norðurlandamet Eyglóar ættu því um leið að lifa um ókomna tíð.
Lyftingar Tengdar fréttir Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag Evrópumeistari í mínus 71 kílóa flokki á Evrópumótinu í Ólympískum lyftingum í Moldóvu. 17. apríl 2025 15:03 Eygló Fanndal Evrópumeistari Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í Ólympískum lyftingum. Þetta afrekaði hún á EM sem fer fram í Chisinau í Moldavíu. 17. apríl 2025 14:35 Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið tilnefnd sem lyftingakona ársins 2024 af evrópska lyftingasambandinu. 26. mars 2025 08:32 Eygló í þyngri flokki en samt best allra Þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir EM, og geta því ekki keppt í sínum þyngdarflokki, þá vann Eygló Fanndal Sturludóttir sigur á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum á Möltu um helgina. Ísland vann liðakeppnina í þriðja sinn í röð. 25. mars 2025 12:46 Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag. 17. apríl 2025 10:32 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira
Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag Evrópumeistari í mínus 71 kílóa flokki á Evrópumótinu í Ólympískum lyftingum í Moldóvu. 17. apríl 2025 15:03
Eygló Fanndal Evrópumeistari Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í Ólympískum lyftingum. Þetta afrekaði hún á EM sem fer fram í Chisinau í Moldavíu. 17. apríl 2025 14:35
Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið tilnefnd sem lyftingakona ársins 2024 af evrópska lyftingasambandinu. 26. mars 2025 08:32
Eygló í þyngri flokki en samt best allra Þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir EM, og geta því ekki keppt í sínum þyngdarflokki, þá vann Eygló Fanndal Sturludóttir sigur á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum á Möltu um helgina. Ísland vann liðakeppnina í þriðja sinn í röð. 25. mars 2025 12:46
Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag. 17. apríl 2025 10:32