Innlent

Skjól­stæðingur heil­brigðis­stofnunar veittist að starfs­fólki

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra í nótt.
Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á stofnun spítala til aðstoðar hjúkrunarfólks á stofnuninni.

„Það kom upp vandamál inni á stofnun spítala sem snýr að mjög veikum einstaklingi,“ segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Að minnsta kosti þrír lögreglubílar voru kallaðir út til aðstoðar hjúkrunarfræðinga á stofnuninni upp úr klukkan eitt. 

„Það var mjög veikur einstaklingur sem veittist að starfsmönnum spítalans,“ segir Unnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×