Sport

Dag­skráin í dag: Nágranna­slagur í Njarð­vík, Jókerinn og Ís­lendingalið Fortuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anna Ingunn Svansdóttir og stöllur í Keflavík mæta Njarðvík í kvöld.
Anna Ingunn Svansdóttir og stöllur í Keflavík mæta Njarðvík í kvöld. Vísir/Diego

Þó það sé páskahelgi er að sjálfsögðu nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 er leikur Hauka og Vals í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna í körfubolta á dagskrá. Klukkan 21.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.30 er leikur Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á dagskrá. Nikola Jokić fer fyrir Denver sem rak þjálfara sinn nýverið. Á sama tíma hefur Clippers verið eitt heitasta lið deildarinnar í aðdraganda úrslitakeppninnar.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 04.30 er Volvo China Open-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af DP-mótaröðinni.

Klukkan 22.00 er JM Eagle LA-meistaramótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 16.50 er nágrannaslagur Njarðvíkur og Keflavíkur í úrslitakeppni Bónus-deild kvenna í körfubolta á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 10.55 er leikur Elversberg og Fortuna Düsseldorf í þýsku B-deild karla í knattspyrnu á dagskrá. Valgeir Lunddal Friðriksson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með Fortuna.

Klukkan 13.25 er þriðja æfing Formúlu 1 keppni helgarinnar á dagskrá. Að þessu sinni fer keppnin fram í Sádi-Arabíu. Klukkan 16.45 er tímatakan á dagskrá.

Klukkan 18.25 er leikur Schalke og HSV í þýsku B-deildinni á dagskrá.

Klukkan 20.25 er Nascar Xfinity á dagskrá.

Klukkan 23.00 er viðureign Astros og Padres í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×