Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 11:55 Stefán Gísli Stefánsson er orðinn leikmaður Vals. Valur/Himmi Knattspyrnudeild Vals hefur tryggt sér krafta varnarmannsins unga Stefáns Gísla Stefánssonar til næstu fimm ára. Hann kemur til félagsins frá Fylki. Stefán Gísli verður 19 ára í næsta mánuði og á að baki samtals nítján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann þreytti frumraun sína í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og spilaði þá níu deildarleiki með Fylkismönnum sem féllu hins vegar niður í Lengjudeildina. Stefán Gísli var með samning við Fylki sem gilda átti út þetta ár en nú er hann mættur á Hlíðarenda og klár í slaginn með Valsmönnum sem í ljósi tímalengdar samningsins hafa greinilega mikla trú á honum. „Ekki séð marga svona samninga hjá okkur í Val“ „Þessi samningur sem við erum að gera við Stefán Gísla er dæmi um það sem við í stjórninni hjá Val viljum leggja áherslu á. Þarna er á ferðinni strákur sem við höfum fylgst með lengi og tikkar í mörg box hjá okkur. Við sjáum það bæði á öllum tölum og hvernig karakter hann er að þarna er leikmaður sem passar fullkomlega inn í þá stefnu sem við erum að vinna eftir. Það er ekki tilviljun að við gerum svona langan samning við Stefán – við trúum virkilega á hann og viljum að hann fái að vaxa í því faglega umhverfi sem við erum að skapa,“ segir Breki Logason formaður meistaraflokksráðs karla hjá Val, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ekki séð marga svona samninga hjá okkur í Val áður, við gerðum reyndar fimm ára samning við Andi Hoti á sömu forsendum í síðasta mánuði, en við teljum þetta nauðsynlegt fyrir félagið til lengri tíma. Við höfum stigið skref í vetur sem eru hluti af þessari vegferð og má þar nefna ráðninguna á Arnóri Smárasyni sem starfar sem tæknilegur ráðgjafi okkar. Þá réðum við inn Chris Brazell sem við fengum sérstaklega til liðs við okkur til að vinna markvisst með okkar efnilegustu leikmönnum. Hann er hluti af þjálfarateymi meistaraflokks og er með 2. flokkinn hjá okkur. Við höfum verið að leggja áherslu á bæði styrk og tækni þegar kemur að yngri leikmönnum en ekki síður verið að styðja þá í öðrum þáttum eins og hugarþjálfun, mataræði og öðru sem er það sem skilur oft á milli. Stefán Gísli er hluti af þessari vegferð sem við vonumst til að muni skila okkur sterkari leikmönnum og enn sterkara félagi,“ segir Breki. „Get ekki beðið eftir að byrja að sanna mig“ Stefán Gísli er sjálfur staðráðinn í að þroskast og dafna sem leikmaður á Hlíðarenda: „Það er ekki nokkur spurning að Valur er flottur klúbbur með mikla sögu og metnað til þess að vinna. Það er samt ekki endilega það sem heillaði mig heldur fann ég það í samtölum mínum við forsvarsmenn klúbbsins núna um páskana að hugmyndir okkar fara saman. Það er verið að hugsa hlutina til lengri tíma og þetta er ákveðin vegferð sem ég ætla að vera hluti af. Hér í Val ætla ég að verða enn betri leikmaður og taka mikilvæg skref á mínum ferli sem fótboltamaður. Ég er afskaplega ánægður með þessa ákvörðun og get ekki beðið eftir því að byrja að sanna mig.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Stefán Gísli verður 19 ára í næsta mánuði og á að baki samtals nítján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann þreytti frumraun sína í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og spilaði þá níu deildarleiki með Fylkismönnum sem féllu hins vegar niður í Lengjudeildina. Stefán Gísli var með samning við Fylki sem gilda átti út þetta ár en nú er hann mættur á Hlíðarenda og klár í slaginn með Valsmönnum sem í ljósi tímalengdar samningsins hafa greinilega mikla trú á honum. „Ekki séð marga svona samninga hjá okkur í Val“ „Þessi samningur sem við erum að gera við Stefán Gísla er dæmi um það sem við í stjórninni hjá Val viljum leggja áherslu á. Þarna er á ferðinni strákur sem við höfum fylgst með lengi og tikkar í mörg box hjá okkur. Við sjáum það bæði á öllum tölum og hvernig karakter hann er að þarna er leikmaður sem passar fullkomlega inn í þá stefnu sem við erum að vinna eftir. Það er ekki tilviljun að við gerum svona langan samning við Stefán – við trúum virkilega á hann og viljum að hann fái að vaxa í því faglega umhverfi sem við erum að skapa,“ segir Breki Logason formaður meistaraflokksráðs karla hjá Val, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ekki séð marga svona samninga hjá okkur í Val áður, við gerðum reyndar fimm ára samning við Andi Hoti á sömu forsendum í síðasta mánuði, en við teljum þetta nauðsynlegt fyrir félagið til lengri tíma. Við höfum stigið skref í vetur sem eru hluti af þessari vegferð og má þar nefna ráðninguna á Arnóri Smárasyni sem starfar sem tæknilegur ráðgjafi okkar. Þá réðum við inn Chris Brazell sem við fengum sérstaklega til liðs við okkur til að vinna markvisst með okkar efnilegustu leikmönnum. Hann er hluti af þjálfarateymi meistaraflokks og er með 2. flokkinn hjá okkur. Við höfum verið að leggja áherslu á bæði styrk og tækni þegar kemur að yngri leikmönnum en ekki síður verið að styðja þá í öðrum þáttum eins og hugarþjálfun, mataræði og öðru sem er það sem skilur oft á milli. Stefán Gísli er hluti af þessari vegferð sem við vonumst til að muni skila okkur sterkari leikmönnum og enn sterkara félagi,“ segir Breki. „Get ekki beðið eftir að byrja að sanna mig“ Stefán Gísli er sjálfur staðráðinn í að þroskast og dafna sem leikmaður á Hlíðarenda: „Það er ekki nokkur spurning að Valur er flottur klúbbur með mikla sögu og metnað til þess að vinna. Það er samt ekki endilega það sem heillaði mig heldur fann ég það í samtölum mínum við forsvarsmenn klúbbsins núna um páskana að hugmyndir okkar fara saman. Það er verið að hugsa hlutina til lengri tíma og þetta er ákveðin vegferð sem ég ætla að vera hluti af. Hér í Val ætla ég að verða enn betri leikmaður og taka mikilvæg skref á mínum ferli sem fótboltamaður. Ég er afskaplega ánægður með þessa ákvörðun og get ekki beðið eftir því að byrja að sanna mig.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira