Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2025 14:36 Heiðrún Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Vísir/Ívar Fannar Svokölluð forstjórasvindl eru algengari yfir hátíðirnar og segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu fólk þurfa ávallt að hafa varann á. Dæmi er um að íslenskt fyrirtæki hafi millifært tæpar hundrað milljónir á svikahrappa, en sem betur fer tókst að endurheimta peninginn. Forstjórasvindl, eða CEO Fraud, virka þannig að starfsmaður fyrirtækis fær póst frá óprúttnum aðila sem þykist vera yfirmaður hans. Póstarnir eru missannfærandi en í þeim kemur oftast fram að starfsmaðurinn eigi að millifæra háar upphæðir á reikning í eigu svikarans, eða að hann eigi að greiða reikning sem svikarinn hefur sent fyrirtækinu. Svindlið er algengara yfir hátíðirnar, til að mynda jól og páska, þar sem starfsmenn gætu verið í fríi eða í fjarvinnu. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, segir netglæpamenn geta valdið miklum skaða. „Stundum er þetta þannig að þetta er viðskiptavinur hjá stóru fyrirtæki, sem segist allt í einu vera búinn að breyta um bankaupplýsingar. Þetta þurfi að fara á nýja reikninga. Það er ákveðin viðvörun. Allt svona nýtt, það þarf að skoða vel. Þeir segja oft að það liggi rosa oft á þessu en í öllum tilvikum ætti fólk bara að taka upp símann og hringja,“ segir Heiðrún. Íslenskt stórfyrirtæki lenti nýverið í því að starfsmaður millifærði tugi milljóna til netsvindlara. Það tókst að ná peningnum til baka, en það er ekki alltaf raunin. „Þetta er farið út úr landi fljótt. Þá getur verið mjög erfitt að fylgja þessu eftir og stöðva þetta. En það sem þarf að gera er að hafa strax samband við bankann sinn. Reyna að stöðva þetta, oft á tíðum er það of seint, en það sem sérfræðingar bankanna gera er að elta greiðsluna og reyna að stoppa hana þar, en oft á tíðum er það einfaldlega farið,“ segir Heiðrún. Netsvindlarar eru að verða betri í sinni grein. „Þeir eru sífellt að verða tæknivæddri og þróaðri svo þetta er erfiðara. Það er bara sífelld fjölgun í þessum málum. Fjölbreytileikinn að verða meiri og erfitt að sjá í gegnum þetta, þannig fólk þarf að sýna árvekni,“ segir Heiðrún. Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Forstjórasvindl, eða CEO Fraud, virka þannig að starfsmaður fyrirtækis fær póst frá óprúttnum aðila sem þykist vera yfirmaður hans. Póstarnir eru missannfærandi en í þeim kemur oftast fram að starfsmaðurinn eigi að millifæra háar upphæðir á reikning í eigu svikarans, eða að hann eigi að greiða reikning sem svikarinn hefur sent fyrirtækinu. Svindlið er algengara yfir hátíðirnar, til að mynda jól og páska, þar sem starfsmenn gætu verið í fríi eða í fjarvinnu. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, segir netglæpamenn geta valdið miklum skaða. „Stundum er þetta þannig að þetta er viðskiptavinur hjá stóru fyrirtæki, sem segist allt í einu vera búinn að breyta um bankaupplýsingar. Þetta þurfi að fara á nýja reikninga. Það er ákveðin viðvörun. Allt svona nýtt, það þarf að skoða vel. Þeir segja oft að það liggi rosa oft á þessu en í öllum tilvikum ætti fólk bara að taka upp símann og hringja,“ segir Heiðrún. Íslenskt stórfyrirtæki lenti nýverið í því að starfsmaður millifærði tugi milljóna til netsvindlara. Það tókst að ná peningnum til baka, en það er ekki alltaf raunin. „Þetta er farið út úr landi fljótt. Þá getur verið mjög erfitt að fylgja þessu eftir og stöðva þetta. En það sem þarf að gera er að hafa strax samband við bankann sinn. Reyna að stöðva þetta, oft á tíðum er það of seint, en það sem sérfræðingar bankanna gera er að elta greiðsluna og reyna að stoppa hana þar, en oft á tíðum er það einfaldlega farið,“ segir Heiðrún. Netsvindlarar eru að verða betri í sinni grein. „Þeir eru sífellt að verða tæknivæddri og þróaðri svo þetta er erfiðara. Það er bara sífelld fjölgun í þessum málum. Fjölbreytileikinn að verða meiri og erfitt að sjá í gegnum þetta, þannig fólk þarf að sýna árvekni,“ segir Heiðrún.
Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira