„Til hamingju hálfvitar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 19:00 Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, vandar Valkyrjustjórninni ekki kveðjurnar og segir að verið sé að leggja menntastofnun í rúst. Vísir/Vilhelm Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“. Börkur skrifar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í máli Kvikmyndaskólans í Facebook-færslu og deilir um leið grein sem Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskólans, skrifaði í morgun. Böðvar Bjarki sagði þar að skólinn hefði orðið gjaldþrota því stjórnvöld hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að honum. Sjá einnig: „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ „Falleg árás á grunnstoðir íslenskrar kvikmyndagerðar. Til hamingju með árangurinn Valkyrjuríkisstjórn landsins. Flott hjá ykkur að ráðast gegn þekkingu og menntun,“ skrifar Börkur í færslunni og rekur síðan aðkomu sína að skólanum. Menntastofnun lögð í rúst „Ég kenndi í skólanum strax uppúr aldamótum þegar ég kom til landsins eftir að hafa starfað sem leikstjóri í Tékklandi í sjö ár. Var síðan dreginn inn aftur fyrir átta árum síðan að kenna leikaraleikstjórn og hef eiginlega verið þar síðan. Vá hvað það var gaman að gefa af sér og hjálpa efnilegum ungum listamönnum yfir hindranir,“ skrifar hann um reynslu sína af skólanum. „Bjarki, stofnandi skólans, var vissulega erfiður en magnað hvað hann hefur gefið miklu meira til samfélagsins heldur en þessir embættismenn og ráðamenn sem núna leggja menntastofnun í rúst. Til hamingju hálfvitar,“ skrifar hann svo. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Kvikmyndaskólans, skrifar ummæli við færslu Barkar. Sigurður Gylfi Magnússon sat í stjórn Kvikmyndaskólans um tíma. Þar segir hann það vera meðvitaða ákvörðun að keyra skólann í kaf. Skólinn sé „ein merkasta menntastofnun landsins“ og hafi hlotið margvíslegar viðurkenningar. „Það að gera hann tortryggilegan vegna þess að þetta sé einkaskóli er hreinlega fáráðnlegt og vissuleg ömurlegt teikn þess að þeir menntamálaráðherrar sem hafa verið við völd undanfarna áratugi hafa ekki verið starfi sínu vaxnir,“ skrifar hann einnig. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Svo fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans og er stefnt að því að ljúka önninni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Háskólar Skóla- og menntamál Gjaldþrot Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Börkur skrifar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í máli Kvikmyndaskólans í Facebook-færslu og deilir um leið grein sem Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskólans, skrifaði í morgun. Böðvar Bjarki sagði þar að skólinn hefði orðið gjaldþrota því stjórnvöld hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að honum. Sjá einnig: „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ „Falleg árás á grunnstoðir íslenskrar kvikmyndagerðar. Til hamingju með árangurinn Valkyrjuríkisstjórn landsins. Flott hjá ykkur að ráðast gegn þekkingu og menntun,“ skrifar Börkur í færslunni og rekur síðan aðkomu sína að skólanum. Menntastofnun lögð í rúst „Ég kenndi í skólanum strax uppúr aldamótum þegar ég kom til landsins eftir að hafa starfað sem leikstjóri í Tékklandi í sjö ár. Var síðan dreginn inn aftur fyrir átta árum síðan að kenna leikaraleikstjórn og hef eiginlega verið þar síðan. Vá hvað það var gaman að gefa af sér og hjálpa efnilegum ungum listamönnum yfir hindranir,“ skrifar hann um reynslu sína af skólanum. „Bjarki, stofnandi skólans, var vissulega erfiður en magnað hvað hann hefur gefið miklu meira til samfélagsins heldur en þessir embættismenn og ráðamenn sem núna leggja menntastofnun í rúst. Til hamingju hálfvitar,“ skrifar hann svo. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Kvikmyndaskólans, skrifar ummæli við færslu Barkar. Sigurður Gylfi Magnússon sat í stjórn Kvikmyndaskólans um tíma. Þar segir hann það vera meðvitaða ákvörðun að keyra skólann í kaf. Skólinn sé „ein merkasta menntastofnun landsins“ og hafi hlotið margvíslegar viðurkenningar. „Það að gera hann tortryggilegan vegna þess að þetta sé einkaskóli er hreinlega fáráðnlegt og vissuleg ömurlegt teikn þess að þeir menntamálaráðherrar sem hafa verið við völd undanfarna áratugi hafa ekki verið starfi sínu vaxnir,“ skrifar hann einnig. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Svo fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans og er stefnt að því að ljúka önninni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Háskólar Skóla- og menntamál Gjaldþrot Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira