Erlent

Greint frá dánar­or­sök páfans

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Frans gegndi embætti páfa frá 2013 til 2025 og var dáður víða um heim.
Frans gegndi embætti páfa frá 2013 til 2025 og var dáður víða um heim. EPA

Dánar­or­sök Frans páfa, sem lést í morg­un 88 ára að aldri, hef­ur verið kunn­gjörð en fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp.

Vatíkanið greindi frá þessu í tilkynningu fyrr í kvöld og staðfestu það sem ítalskir fjölmiðlar höfðu þegar greint frá fyrr í dag.

Páfinn hafði lengi verið heilsuveill vegna alvarlegra veikinda í lungum og lá í 38 daga vegna meðferðar við berkjubólgu. Árið 1958 var hluti úr öðru lunga páfans fjarlægður og hafði hann síðan glímt við reglulegar berkju- og lungabólgur.

Sjá einnig: Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt

Frans páfi, fæddur sem Jorge Mario Bergoglio, var 88 ára að aldri þegar hann lést og hafði sinnt embætti páfa í alls tólf ár. 

Hann hélt síðasta ávarp sitt í gær á páskadag og blessaði margmennið sem saman hafði komið á Péturstorgi til að fagna upprisunni. Fjöldinn allur af þjóðarleiðtogum hefur minnst páfans í dag, þar á meðal Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×