Lífið

Hafa aldrei rifist

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Amal Clooney og George Clooney eiga enn eftir að finna eitthvað til að rífast yfir.
Amal Clooney og George Clooney eiga enn eftir að finna eitthvað til að rífast yfir. Gilbert Carrasquillo/GC Images

„Við erum ennþá að reyna að finna eitthvað til þess að rífast yfir,“ sagði Hollywood stjarnan George Clooney í viðtali á dögunum. Þar hélt hann því fram að hann og eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, hafi aldrei nokkurn tíma rifist.

Amal og George Clooney hafa verið gift í ellefu ár og eiga saman tvíburana Ellu og Alexander sem eru sjö ára. Sautján ára aldursmunur er á parinu, George verður 64 ára í byrjun maí og Amal er 47 ára. 

„Ég held að það hjálpi að ég var orðinn eldri og þroskaðri þegar ég byrjaði með Amal. Mér finnst ég svo óendanlega heppinn að hafa kynnst þessari stórkostlegu konu. Mér finnst ég stöðugt hafa unnið stóra lottó vinninginn. Það líður ekki dagur hjá þar sem mér finnst ég ekki vera heppnasti maður í heiminum,“ sagði hann í morgunspjalli við CBS en hann hefur í gegnum tíðina ekki leynt aðdáun sinni á eiginkonunni.  

„Ég er stoltur að vera í sama herbergi og hún. Ég er stoltur af því að vera eiginmaður hennar. Ég er stoltur að vera faðir barna hennar.“

Amal hefur sömuleiðis tjáð sig um hennar heittelskaða og lykilinn að velgengni sambandsins.

„Ég held þetta sé 99 prósent heppni, að ná að hitta réttu manneskjuna fyrir þig. Og það sem við leggjum mikið upp úr er að vera ekki tortryggin í garð hvors annars, halda opnum hug og það kom mér á óvart hversu þægilega og fljótt þetta þróaðist hjá okkur.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.