„Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2025 10:01 Valsstelpur fagna eftir að hafa unnið Scania Cup á annan í páskum. kristinn magnússon Páskahelgin var eftirminnileg fyrir stelpurnar í 8. flokki Vals í körfubolta. Þær unnu þá Scania Cup í Svíþjóð. Annar þjálfara liðsins segir að það hafi lent í ýmsu mótlæti á leið sinni að titlinum en sigrast á því og eigi framtíðina fyrir sér. Valur tapaði fyrsta leik sínum á Scania Cup fyrir Kungsholmen Basket frá Svíþjóð, 54-47, en vann næstu fimm leikina og stóð uppi sem sigurvegari á mótinu. Í úrslitaleiknum hefndi Valur fyrir tapið fyrir Kungsholmen og vann átta stiga sigur, 38-30. „Í fyrsta leiknum á föstudaginn mættum við Kungsholmen. Við vorum fimmtán stigum yfir í hálfleik en lentum í miklum villuvandræðum og enduðum á að tapa naumlega. Eftir það var heit ósk okkar að fá að spila aftur við þetta lið,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir sem þjálfar Valsliðið ásamt Sveinbirni Ásgeirssyni. Dóttir hans, Rún, var valin Scania Queen en hún skoraði 21 stig í úrslitaleiknum og 27,7 stig að meðaltali í leik. Valskonur þurftu að vera árrisular um páskana enda voru leikir snemma á morgnana. „Við áttum leiki á föstudag og laugardag klukkan átta að sænskum tíma sem er sex að íslenskum tíma. Við vorum þá að vakna klukkan fjögur á nóttunni. Þetta eru unglingar en þær voru ótrúlega flottar,“ sagði Ólöf en í átta liða úrslitunum sigraði Valur Stjörnuna, 37-57. Fengu óskina uppfyllta „Við unnum alla leikina nokkuð örugglega, með 10-12 stigum, og fengum ósk okkar uppfyllta, að mæta Kungsholmen aftur. Við fengum loksins að sofa út, áttum leik klukkan 12:30 og það var alveg troðið. Fólk komst varla fyrir því þetta var í minni sal. Við vorum staðráðnar í að vinna þrátt fyrir mikið mótlæti. Við vorum með miklu lægra lið. Þær voru með stelpur sem voru alveg 188 cm á hæð og þrjár yfir 185. Hæsta hjá mér er 1,72 eða 1,73.“ Leikir Vals á Scania Cup Riðlakeppni Kungsholmen Basket 54-47 Valur Valur 67-52 EBT 16-liða úrslit Fryshuset Basket 50-62 Valur 8-liða úrslit Stjarnan 37-57 Valur Undanúrslit Helmi Basket 37-62 Valur Úrslit Valur 38-30 Kungsholmen Basket Að sögn Ólafar er Valsliðið vel á sig komið og réði því við að spila sex leiki á fjórum dögum, þar af tvisvar sinnum tvo leiki á dag. „Við erum búnar að æfa eins og skepnur í vetur. Þær lyfta tvisvar í viku og vorum greinilega sterkastar og í besta forminu. Við erum á æfingu klukkan sjö á föstudögum, í kolniðamyrkri og skítakulda yfir hávetur þannig þær kalla ekki allt ömmu sína. Ég er mjög ánægður með þessar stelpur. Þær eru ekkert smá flottar,“ sagði Ólöf. Hún segir að Valsliðið hafi ekki mætt til leiks á Scania Cup með föst markmið en eftir því sem leið á mótið hafi þær áttað sig á að þær gætu farið alla leið. Engir árekstrar við fermingar Stelpurnar í Valsliðinu eru í 8. bekk, á fermingaraldri. Núna er fermingartíð en þær stönguðust ekki við mótið. „Þetta rétt slapp. Þær eru nokkrar búnar að fermast, ein á fimmtudaginn og nokkrar um helgina,“ sagði Ólöf. Leikmenn Vals Rún Sveinbjörnsdóttir Íris Lóa Hermannsdóttir Heiðrún Helena Svansdóttir Eyja Garðarsdóttir Elma Kristín Stefánsdóttir Hugrún Edda Kristinsdóttir Fransiska Ingadóttir Ella Theodora Kazooba Devos Nína Gísladóttir Þrjú íslensk lið kepptu í 8. flokki kvenna en auk Vals og Stjörnunnar sendi Njarðvík lið til leiks. Þessi fjöldi vakti athygli. „Fólk átti ekki orð yfir því hvað við vorum með sterka leikmenn í körfubolta frá svona litlu landi og hvað þá að vinna allt mótið,“ sagði Ólöf. Þurfa að bæta afreksþáttinn Þetta er þriðja árið í röð sem íslenskt kvennalið vinnur Scania Cup. Keflavík vann í 7. flokki í hitteðfyrra og Stjarnan í sama flokki í fyrra. „Ég hef verið að þjálfa U-15 ára landsliðið undanfarin ár og maður sér bara með hverjum árganginum hvað þær eru að vera sterkari. Við á Íslandi erum svolítið á undan í þjálfun upp í 10. bekk,“ sagði Ólöf. „Svo fara þessar stærri þjóðir í meiri afreksvinnu og við stöðnum aðeins. Við þurfum að vinna í þessum afreksþætti og skoða hvað við þurfum að gera til að halda áfram að bæta okkur og verða sterkari, sérstaklega þegar við erum komnar með smá forskot á þessum aldri,“ sagði Ólöf að endingu. Körfubolti Valur Íþróttir barna Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Valur tapaði fyrsta leik sínum á Scania Cup fyrir Kungsholmen Basket frá Svíþjóð, 54-47, en vann næstu fimm leikina og stóð uppi sem sigurvegari á mótinu. Í úrslitaleiknum hefndi Valur fyrir tapið fyrir Kungsholmen og vann átta stiga sigur, 38-30. „Í fyrsta leiknum á föstudaginn mættum við Kungsholmen. Við vorum fimmtán stigum yfir í hálfleik en lentum í miklum villuvandræðum og enduðum á að tapa naumlega. Eftir það var heit ósk okkar að fá að spila aftur við þetta lið,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir sem þjálfar Valsliðið ásamt Sveinbirni Ásgeirssyni. Dóttir hans, Rún, var valin Scania Queen en hún skoraði 21 stig í úrslitaleiknum og 27,7 stig að meðaltali í leik. Valskonur þurftu að vera árrisular um páskana enda voru leikir snemma á morgnana. „Við áttum leiki á föstudag og laugardag klukkan átta að sænskum tíma sem er sex að íslenskum tíma. Við vorum þá að vakna klukkan fjögur á nóttunni. Þetta eru unglingar en þær voru ótrúlega flottar,“ sagði Ólöf en í átta liða úrslitunum sigraði Valur Stjörnuna, 37-57. Fengu óskina uppfyllta „Við unnum alla leikina nokkuð örugglega, með 10-12 stigum, og fengum ósk okkar uppfyllta, að mæta Kungsholmen aftur. Við fengum loksins að sofa út, áttum leik klukkan 12:30 og það var alveg troðið. Fólk komst varla fyrir því þetta var í minni sal. Við vorum staðráðnar í að vinna þrátt fyrir mikið mótlæti. Við vorum með miklu lægra lið. Þær voru með stelpur sem voru alveg 188 cm á hæð og þrjár yfir 185. Hæsta hjá mér er 1,72 eða 1,73.“ Leikir Vals á Scania Cup Riðlakeppni Kungsholmen Basket 54-47 Valur Valur 67-52 EBT 16-liða úrslit Fryshuset Basket 50-62 Valur 8-liða úrslit Stjarnan 37-57 Valur Undanúrslit Helmi Basket 37-62 Valur Úrslit Valur 38-30 Kungsholmen Basket Að sögn Ólafar er Valsliðið vel á sig komið og réði því við að spila sex leiki á fjórum dögum, þar af tvisvar sinnum tvo leiki á dag. „Við erum búnar að æfa eins og skepnur í vetur. Þær lyfta tvisvar í viku og vorum greinilega sterkastar og í besta forminu. Við erum á æfingu klukkan sjö á föstudögum, í kolniðamyrkri og skítakulda yfir hávetur þannig þær kalla ekki allt ömmu sína. Ég er mjög ánægður með þessar stelpur. Þær eru ekkert smá flottar,“ sagði Ólöf. Hún segir að Valsliðið hafi ekki mætt til leiks á Scania Cup með föst markmið en eftir því sem leið á mótið hafi þær áttað sig á að þær gætu farið alla leið. Engir árekstrar við fermingar Stelpurnar í Valsliðinu eru í 8. bekk, á fermingaraldri. Núna er fermingartíð en þær stönguðust ekki við mótið. „Þetta rétt slapp. Þær eru nokkrar búnar að fermast, ein á fimmtudaginn og nokkrar um helgina,“ sagði Ólöf. Leikmenn Vals Rún Sveinbjörnsdóttir Íris Lóa Hermannsdóttir Heiðrún Helena Svansdóttir Eyja Garðarsdóttir Elma Kristín Stefánsdóttir Hugrún Edda Kristinsdóttir Fransiska Ingadóttir Ella Theodora Kazooba Devos Nína Gísladóttir Þrjú íslensk lið kepptu í 8. flokki kvenna en auk Vals og Stjörnunnar sendi Njarðvík lið til leiks. Þessi fjöldi vakti athygli. „Fólk átti ekki orð yfir því hvað við vorum með sterka leikmenn í körfubolta frá svona litlu landi og hvað þá að vinna allt mótið,“ sagði Ólöf. Þurfa að bæta afreksþáttinn Þetta er þriðja árið í röð sem íslenskt kvennalið vinnur Scania Cup. Keflavík vann í 7. flokki í hitteðfyrra og Stjarnan í sama flokki í fyrra. „Ég hef verið að þjálfa U-15 ára landsliðið undanfarin ár og maður sér bara með hverjum árganginum hvað þær eru að vera sterkari. Við á Íslandi erum svolítið á undan í þjálfun upp í 10. bekk,“ sagði Ólöf. „Svo fara þessar stærri þjóðir í meiri afreksvinnu og við stöðnum aðeins. Við þurfum að vinna í þessum afreksþætti og skoða hvað við þurfum að gera til að halda áfram að bæta okkur og verða sterkari, sérstaklega þegar við erum komnar með smá forskot á þessum aldri,“ sagði Ólöf að endingu.
Riðlakeppni Kungsholmen Basket 54-47 Valur Valur 67-52 EBT 16-liða úrslit Fryshuset Basket 50-62 Valur 8-liða úrslit Stjarnan 37-57 Valur Undanúrslit Helmi Basket 37-62 Valur Úrslit Valur 38-30 Kungsholmen Basket
Rún Sveinbjörnsdóttir Íris Lóa Hermannsdóttir Heiðrún Helena Svansdóttir Eyja Garðarsdóttir Elma Kristín Stefánsdóttir Hugrún Edda Kristinsdóttir Fransiska Ingadóttir Ella Theodora Kazooba Devos Nína Gísladóttir
Körfubolti Valur Íþróttir barna Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira