Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2025 10:20 Shari Redstone, eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem framleiðir 60 mínútur. Félögin vilja friðþægja bandarísku alríkisstjórnina til þess að koma í gegn risasamruna við Skydance-fjölmiðlasamsteypuna. Vísir/Getty Brotthvarf framleiðanda bandaríska fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í vikunni kom í kjölfar þess að eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, hnýsaðist um umfjöllun þáttarins um Bandaríkjaforseta. Framleiðandinn sagðist ekki lengur hafa ritstjórnarlegt sjálfstæði í kveðjubréfi til samstarfsmanna sinna. Mikla athygli vakti að Bill Owens, framleiðandi 60 mínútna, sagði af sér og fullyrti að hann hefði tapað sjálfstæði sínu í starfi í vikunni. Stjórnendur CBS og Paramount hefðu gert honum ljóst að hann fengi ekki að stýra þættinum með hag áhorfenda í fyrirrúmi í vikunni. Fréttaskýringarþátturinn hefur gengið hjá CBS í 57 ár. Hræringarnar eiga sér stað í skugga málaferla Bandaríkjaforseta við CBS-sjónvarpsstöðvarinnar vegna umfjöllunar 60 mínútna í kosningabaráttunni í fyrra. Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta CBS útsendingarleyfi vegna umfjöllunar 60 mínútna. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji málsóknina standa á brauðfótum eru stjórnendur Paramount og CBS sagðir vilja semja við forsetann til þess að liðka til fyrir samruna Paramount og fjölmiðlasamsteypunnar Skydance sem bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa til skoðunar. Shari Redstone, eigandi Paramount, er sögð hafa reynt að komast að því hvaða innslög 60 mínútna fjölluðu um Bandaríkjaforseta á undanförnum dögum. Fréttavefurinn Semafor hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi hrundið af stað atburðarásinni sem endaði með brotthvarfi Owens. Talsmaður Redstone neitar því að hún hafi fengið að sjá innslög eða sóst eftir því. Hvorki hún né Paramount hafi ætlað að drepa umfjöllun 60 mínútna. Semafor segir Redstone engu að síður hafa gagnrýnt 60 mínútur bæði opinberlega og á bak við luktar dyr á undanförnum mánuðum. Sú gagnrýni hafi orðið til þess að CBS setti manneskju yfir þáttinn sem hafi farið yfir innslög sem þóttu sérstaklega viðkvæm. Owens hafi farið að þykja afskiptasemi móðurfélagsins á þættinum óþægileg. Fréttaskýringaþátturinn hefur fjallað gagnrýnið um aðgerðir ríkisstjórnar repúblikana frá því að hún tók við í janúar, þar á meðal um stefnu hennar gagnvart Úkraínu og Grænlandi. Bandaríkjaforseti sagði meðal annars að CBS ætti eftir að „gjalda það dýru verði“ að hafa ráðist á sig. Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Mikla athygli vakti að Bill Owens, framleiðandi 60 mínútna, sagði af sér og fullyrti að hann hefði tapað sjálfstæði sínu í starfi í vikunni. Stjórnendur CBS og Paramount hefðu gert honum ljóst að hann fengi ekki að stýra þættinum með hag áhorfenda í fyrirrúmi í vikunni. Fréttaskýringarþátturinn hefur gengið hjá CBS í 57 ár. Hræringarnar eiga sér stað í skugga málaferla Bandaríkjaforseta við CBS-sjónvarpsstöðvarinnar vegna umfjöllunar 60 mínútna í kosningabaráttunni í fyrra. Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta CBS útsendingarleyfi vegna umfjöllunar 60 mínútna. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji málsóknina standa á brauðfótum eru stjórnendur Paramount og CBS sagðir vilja semja við forsetann til þess að liðka til fyrir samruna Paramount og fjölmiðlasamsteypunnar Skydance sem bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa til skoðunar. Shari Redstone, eigandi Paramount, er sögð hafa reynt að komast að því hvaða innslög 60 mínútna fjölluðu um Bandaríkjaforseta á undanförnum dögum. Fréttavefurinn Semafor hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi hrundið af stað atburðarásinni sem endaði með brotthvarfi Owens. Talsmaður Redstone neitar því að hún hafi fengið að sjá innslög eða sóst eftir því. Hvorki hún né Paramount hafi ætlað að drepa umfjöllun 60 mínútna. Semafor segir Redstone engu að síður hafa gagnrýnt 60 mínútur bæði opinberlega og á bak við luktar dyr á undanförnum mánuðum. Sú gagnrýni hafi orðið til þess að CBS setti manneskju yfir þáttinn sem hafi farið yfir innslög sem þóttu sérstaklega viðkvæm. Owens hafi farið að þykja afskiptasemi móðurfélagsins á þættinum óþægileg. Fréttaskýringaþátturinn hefur fjallað gagnrýnið um aðgerðir ríkisstjórnar repúblikana frá því að hún tók við í janúar, þar á meðal um stefnu hennar gagnvart Úkraínu og Grænlandi. Bandaríkjaforseti sagði meðal annars að CBS ætti eftir að „gjalda það dýru verði“ að hafa ráðist á sig.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira