Innlent

Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir út­lendinga­hatur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Réttargæslumaður tveggja kvenn, sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Níu eru látnir og á áttunda tug særðir eftir umfangsmiklar árásir á Kænugarð í nótt. Rússar halda því fram að árásunum hafi verið beint að hernaðarinnviðum. 

Forsætisráðherra Indlands heitir því að refsa öllum þeim sem áttu aðkomu að mannskæðum árásum í Kasmír á þriðjudag. Lögregla hefur borið kennsl á þrjá af fjórum meintum árásarmönnum, tveir þeirra eru sagðir pakistanskir ríkisborgarar.

Við verðum í beinni útsendingu frá Stakkavíkurvelli í Grindavík þar sem stefnt er á að spilaður verði fótbolti í sumar. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×