Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. apríl 2025 23:46 Frá Melgerðismelum árið 1947. Tvær Flugfélagsvélar á vellinum, Beechcraft til vinstri og Douglas Dakota til hægri. Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um þýðingarmikið hlutverk Melavallarins. Þar var fyrsta bækistöð Svifflugfélags Akureyrar, sem stofnað var árið 1937, tveimur mánuðum á undan Flugfélagi Akureyrar, forvera Icelandair. Hér má sjá níu mínútna kafla úr þættinum: Sléttur dalbotninn ofan ármóta Eyjafjarðarár og Djúpadalsár gerði melana við bæinn Melgerði að náttúrulegum lendingarstað. Breski herinn gerði þar herflugvöll á stríðsárunum sem bandaríski herinn tók svo við. Í miðri heimsstyjöld, árið 1942, keypti Flugfélag Íslands Beechcraft landflugvél, fyrstu tveggja hreyfla flugvél Íslendinga, og tveim árum síðar tvær nýjar De Havilland Rapide landvélar, sem næstu árin héldu uppi flugi milli Reykjavíkur og Melgerðismela. Á stríðsárunum þurfti að mála þær rauðar til að aðgreina þær frá herflugvélum. Gömul loftmynd af herflugvellinum á Melgerðismelum.Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með komu Gljáfaxa til Flugfélags Íslands árið 1946 og síðan fleiri Douglas Dakota-véla efldist innanlandsflug á landflugvélum. Þristarnir þóttu stórir á þeim tíma, tóku 28 farþega, og Melgerðismelar urðu helsti áfangastaður innanlandsflugsins frá Reykjavík. Melgerðismelar voru hins vegar í 25 kílómetra fjarlægð frá Akureyri og malarvegurinn á milli seinfarinn um sveitina. Því var fljótlega farið að huga að gerð nýs flugvallar nær bænum. Honum var fundinn staður á leirunum við ósa Eyjafjarðarár. Fyllingarefni var fengið með sanddælingu úr ósnum og var flugvöllurinn tekinn í notkun í desember árið 1954. Núverandi Akureyrarflugvöllur var vígður í desember 1954Snorri Snorrason Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í þáttaröðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstiklan fyrir Flugþjóðina: Flugþjóðin Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Seinni heimsstyrjöldin Söfn Samgöngur Tengdar fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið. 4. september 2024 10:31 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um þýðingarmikið hlutverk Melavallarins. Þar var fyrsta bækistöð Svifflugfélags Akureyrar, sem stofnað var árið 1937, tveimur mánuðum á undan Flugfélagi Akureyrar, forvera Icelandair. Hér má sjá níu mínútna kafla úr þættinum: Sléttur dalbotninn ofan ármóta Eyjafjarðarár og Djúpadalsár gerði melana við bæinn Melgerði að náttúrulegum lendingarstað. Breski herinn gerði þar herflugvöll á stríðsárunum sem bandaríski herinn tók svo við. Í miðri heimsstyjöld, árið 1942, keypti Flugfélag Íslands Beechcraft landflugvél, fyrstu tveggja hreyfla flugvél Íslendinga, og tveim árum síðar tvær nýjar De Havilland Rapide landvélar, sem næstu árin héldu uppi flugi milli Reykjavíkur og Melgerðismela. Á stríðsárunum þurfti að mála þær rauðar til að aðgreina þær frá herflugvélum. Gömul loftmynd af herflugvellinum á Melgerðismelum.Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með komu Gljáfaxa til Flugfélags Íslands árið 1946 og síðan fleiri Douglas Dakota-véla efldist innanlandsflug á landflugvélum. Þristarnir þóttu stórir á þeim tíma, tóku 28 farþega, og Melgerðismelar urðu helsti áfangastaður innanlandsflugsins frá Reykjavík. Melgerðismelar voru hins vegar í 25 kílómetra fjarlægð frá Akureyri og malarvegurinn á milli seinfarinn um sveitina. Því var fljótlega farið að huga að gerð nýs flugvallar nær bænum. Honum var fundinn staður á leirunum við ósa Eyjafjarðarár. Fyllingarefni var fengið með sanddælingu úr ósnum og var flugvöllurinn tekinn í notkun í desember árið 1954. Núverandi Akureyrarflugvöllur var vígður í desember 1954Snorri Snorrason Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í þáttaröðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstiklan fyrir Flugþjóðina:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Seinni heimsstyrjöldin Söfn Samgöngur Tengdar fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið. 4. september 2024 10:31 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53
Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið. 4. september 2024 10:31
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00