Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Lovísa Arnardóttir skrifar 25. apríl 2025 06:54 Þúsundir hafa þegar lagt leið sína í kirkjuna til að kveðja páfann. Hægt verður að gera það til klukkan 20 í kvöld. Vísir/EPA Lokaundirbúningur fyrir útför Frans páfa mun fara fram í Páfagarði í dag. Almenningur hefur til klukkan 20 í dag, að staðartíma, til að kveðja páfann í Péturskirkjunni. Útförin er svo á morgun. Fjöldi erlendra ráðamanna ferðast í dag og á morgun til að vera viðstaddir útförina. Alls verða viðstaddir um 50 þjóðarleiðtogar og tíu konungar eða drottningar útförina. Þar á meðal er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Volodomír Selensjíj, forseti Úkraínu og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Auk þess má búast við því að um 130 erlendar sendinefndir verði viðstaddar. Þar á meðal má nefna Javier Milei, forseta Argentínu, og Vilhjálmur Bretaprins. Í frétt Guardian segir að öryggisgæla á Ítalíu og í Vatíkaninu hafi verið aukin til muna og sérstaklega í kringum Péturskirkju og Péturstorg. Notaðir eru drónar auk þess sem leyniskyttur verða staðsettar á þökum og bardagaþotur tilbúnar til að fljúga af stað ef eitthvað gerist. Bannað verður að fljúga yfir svæðið á meðan útförin fer fram. Fólk bíður í röð eftir því að fá að kveðja páfann. Vísir/EPA Ekið á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni Eftir að útförinni lýkur verður kistu hans ekið á gönguhraða í kirkjugarðinn þar sem hann verður jarðsettur. Hann kaus að vera jarðaður við Stóru Maríukirkjunni í Róm sem var uppáhalds kirkjan hans. Frans verður jarðsettur og á einföldu grafhýsi hans á aðeins að skrifa Frans. Hægt verður að heimsækja grafhýsið frá og með sunnudegi. Tugir þúsunda hafa þegar lagt leið sína í Péturskirkjuna til að kveðja páfann en hann hefur legið í Péturskirkju frá því á miðvikudag. Kirkjan hefur opnað snemma morguns og verið opin til miðnættis en er opin styttra í dag vegna útfararinnar á morgun. Kardínálinn Kevin Farrel mun stýra athöfn í kvöld þegar kirkjunni verður lokað. Farrell stýrir kirkjunni þar til nýr páfi verður kjörinn í næsta mánuði. „Það var stutt en átakanlegt að vera við hlið líkama hans,“ er haft eftir ítalanum Massimo Palo í frétt Guardian sem beið í röðinni og sagðist vona að næsti páfi yrði líkur Frans páfa. Hundruð þúsunda í Róm Gert er ráð fyrir því að nokkur hundruð þúsund manns muni koma til Rómar í dag en vegna frídags var fyrir andlát páfans búist við margmenni í borginni. Þann 25. apríl fagna Ítalir því að hafa sigrast á nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann hafði fyrir það verið mánuðum saman á spítala vegna alvarlegrar lungnabólgu. Hann fór gegn ráðleggingum lækna og tók þátt í messunni á Páskadag en Páskadagur er afar mikilvæg dagsetning í kaþólskri trú. Páfakjör í næsta mánuði Páfakjörsfundur fer fram í næsta mánuði. Kardinálarnir sem kjósa nýjan páfa hafa verið að færa sig til Rómar síðustu daga og funda daglega samkvæmt frétt Guardian til að ákveða næstu skref innan kirkjunnar. Ekki er búið að tilkynna nákvæma dagsetningu fyrir páfakjörsfundinn en hann má hefjast í fyrsta lagi fimmtán dögum eftir andlát páfans og síðasta lagi tuttugu dögum eftir andlátið. Aðeins þeir kardinálar sem eru yngri en 80 ára mega greiða atkvæða í kjörinu. Það eru um 135 kardinálar. Ítalía Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21 Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15 Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Alls verða viðstaddir um 50 þjóðarleiðtogar og tíu konungar eða drottningar útförina. Þar á meðal er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Volodomír Selensjíj, forseti Úkraínu og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Auk þess má búast við því að um 130 erlendar sendinefndir verði viðstaddar. Þar á meðal má nefna Javier Milei, forseta Argentínu, og Vilhjálmur Bretaprins. Í frétt Guardian segir að öryggisgæla á Ítalíu og í Vatíkaninu hafi verið aukin til muna og sérstaklega í kringum Péturskirkju og Péturstorg. Notaðir eru drónar auk þess sem leyniskyttur verða staðsettar á þökum og bardagaþotur tilbúnar til að fljúga af stað ef eitthvað gerist. Bannað verður að fljúga yfir svæðið á meðan útförin fer fram. Fólk bíður í röð eftir því að fá að kveðja páfann. Vísir/EPA Ekið á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni Eftir að útförinni lýkur verður kistu hans ekið á gönguhraða í kirkjugarðinn þar sem hann verður jarðsettur. Hann kaus að vera jarðaður við Stóru Maríukirkjunni í Róm sem var uppáhalds kirkjan hans. Frans verður jarðsettur og á einföldu grafhýsi hans á aðeins að skrifa Frans. Hægt verður að heimsækja grafhýsið frá og með sunnudegi. Tugir þúsunda hafa þegar lagt leið sína í Péturskirkjuna til að kveðja páfann en hann hefur legið í Péturskirkju frá því á miðvikudag. Kirkjan hefur opnað snemma morguns og verið opin til miðnættis en er opin styttra í dag vegna útfararinnar á morgun. Kardínálinn Kevin Farrel mun stýra athöfn í kvöld þegar kirkjunni verður lokað. Farrell stýrir kirkjunni þar til nýr páfi verður kjörinn í næsta mánuði. „Það var stutt en átakanlegt að vera við hlið líkama hans,“ er haft eftir ítalanum Massimo Palo í frétt Guardian sem beið í röðinni og sagðist vona að næsti páfi yrði líkur Frans páfa. Hundruð þúsunda í Róm Gert er ráð fyrir því að nokkur hundruð þúsund manns muni koma til Rómar í dag en vegna frídags var fyrir andlát páfans búist við margmenni í borginni. Þann 25. apríl fagna Ítalir því að hafa sigrast á nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann hafði fyrir það verið mánuðum saman á spítala vegna alvarlegrar lungnabólgu. Hann fór gegn ráðleggingum lækna og tók þátt í messunni á Páskadag en Páskadagur er afar mikilvæg dagsetning í kaþólskri trú. Páfakjör í næsta mánuði Páfakjörsfundur fer fram í næsta mánuði. Kardinálarnir sem kjósa nýjan páfa hafa verið að færa sig til Rómar síðustu daga og funda daglega samkvæmt frétt Guardian til að ákveða næstu skref innan kirkjunnar. Ekki er búið að tilkynna nákvæma dagsetningu fyrir páfakjörsfundinn en hann má hefjast í fyrsta lagi fimmtán dögum eftir andlát páfans og síðasta lagi tuttugu dögum eftir andlátið. Aðeins þeir kardinálar sem eru yngri en 80 ára mega greiða atkvæða í kjörinu. Það eru um 135 kardinálar.
Ítalía Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21 Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15 Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21
Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15
Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent