Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2025 08:59 Þríeykið um borð í Sylvíu með Stúlknakór Húsavíkur að syngja um Húsavík, hvalina og mávana. Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu. Myndbandið hefst á sólríkum degi á Húsavík þar sem tvær stúlkur leika sér saman í fótbolta á bryggjunnni. Sjómaður, leikinn af Stefáni Pétri Sólveigarsyni, stingur þá höfðinu út um glugga á veiðibát og býður góðan dag og geimfari á dekki veifar honum. „Stelpur, ég er svo ótrúlega stoltur af ykkur. Bara muna: Syngja með hjartanu,“ segir gulljakkafatalæddi karakterinn Óskar Óskarsson, sem Sigurður Illugason og sjómaðurinn birtist svo aftur og býður fólk velkomið til Húsavíkur. Stúlknakórinn hefur lagið um borð í bátnum Sylvíu og Remember Monday taka síðan keflinu í ábreiðu sem breytir ekki miklu frá upprunalegu útgáfunni. Í myndbandinu má síðan sjá þríeykið skoða sig um í bænum og fara á Eurovision-safnið sem er þar. Skemmtu sér konunglega á Húsavík Keppendum í Eurovision í ár býðst að taka ábreiðu af lagi að eigin vali, sem svo verður birt á opinberum miðlum keppninnar. Remember Monday valdi „Húsavík“ og lýstu því sem sinni fyrstu ósk að fá að taka það upp á sjálfri Húsavík – með kórnum sem kom fram á Óskarsverðlaununum árið 2021. „Það hefur lengi verið draumur okkar að heimsækja Húsavík,“ sögðu Lauren Byrne, Holly Hull og Charlotte Steele, meðlimir hljómsveitarinnar, í tilkynningu fyrr í mánuðinum. „Síðan Eurovision-myndin kom út hefur okkur dreymt um að koma þangað – og nú hefur keppnin sjálf gefið okkur tækifæri til að láta þann draum rætast. Við erum í skýjunum yfir því að fá að syngja með þessum ótrúlega stúlknakór frá Húsavík.“ Tónlistarmyndbandið er unnið af Film Húsavík og Castor Miðlun fyrir BBC. Leikstjóri er Rafnar Orri Gunnarsson, Örlygur Hnefill Örlygsson er framleiðandi og tökustjórn annast Elvar Örn Egilsson. „Við skemmtum okkur konunglega að taka þetta upp í Húsavík, vonandi elskið þið þetta jafnmikið og við,“ skrifar þríeykið í ummælum við Youtube-myndbandið. Stúlknakór Húsavíkur syngur fallegan inngang að ábreiðu þríeykisins. Eurovision Norðurþing Bretland Tónlist Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision 2025 Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að klæðast klútum Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira
Myndbandið hefst á sólríkum degi á Húsavík þar sem tvær stúlkur leika sér saman í fótbolta á bryggjunnni. Sjómaður, leikinn af Stefáni Pétri Sólveigarsyni, stingur þá höfðinu út um glugga á veiðibát og býður góðan dag og geimfari á dekki veifar honum. „Stelpur, ég er svo ótrúlega stoltur af ykkur. Bara muna: Syngja með hjartanu,“ segir gulljakkafatalæddi karakterinn Óskar Óskarsson, sem Sigurður Illugason og sjómaðurinn birtist svo aftur og býður fólk velkomið til Húsavíkur. Stúlknakórinn hefur lagið um borð í bátnum Sylvíu og Remember Monday taka síðan keflinu í ábreiðu sem breytir ekki miklu frá upprunalegu útgáfunni. Í myndbandinu má síðan sjá þríeykið skoða sig um í bænum og fara á Eurovision-safnið sem er þar. Skemmtu sér konunglega á Húsavík Keppendum í Eurovision í ár býðst að taka ábreiðu af lagi að eigin vali, sem svo verður birt á opinberum miðlum keppninnar. Remember Monday valdi „Húsavík“ og lýstu því sem sinni fyrstu ósk að fá að taka það upp á sjálfri Húsavík – með kórnum sem kom fram á Óskarsverðlaununum árið 2021. „Það hefur lengi verið draumur okkar að heimsækja Húsavík,“ sögðu Lauren Byrne, Holly Hull og Charlotte Steele, meðlimir hljómsveitarinnar, í tilkynningu fyrr í mánuðinum. „Síðan Eurovision-myndin kom út hefur okkur dreymt um að koma þangað – og nú hefur keppnin sjálf gefið okkur tækifæri til að láta þann draum rætast. Við erum í skýjunum yfir því að fá að syngja með þessum ótrúlega stúlknakór frá Húsavík.“ Tónlistarmyndbandið er unnið af Film Húsavík og Castor Miðlun fyrir BBC. Leikstjóri er Rafnar Orri Gunnarsson, Örlygur Hnefill Örlygsson er framleiðandi og tökustjórn annast Elvar Örn Egilsson. „Við skemmtum okkur konunglega að taka þetta upp í Húsavík, vonandi elskið þið þetta jafnmikið og við,“ skrifar þríeykið í ummælum við Youtube-myndbandið. Stúlknakór Húsavíkur syngur fallegan inngang að ábreiðu þríeykisins.
Eurovision Norðurþing Bretland Tónlist Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision 2025 Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að klæðast klútum Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira