Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2025 15:18 Endrick ætlaði að vera kaldur karl en það kom í bakið á honum. Hann fékk líka að heyra það frá Carlo Ancelotti. Getty/Maria Gracia Jimenez/ Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var ekki ánægður með stælana í brasilíska ungstirninu Endrick í síðasta leik spænska liðsins. Real Madrid vann 1-0 sigur á Getafe og hélt sér inni í titilbaráttunni. Hinn átján ára gamli Endrick fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu í spænsku deildinni síðan hann kom til félagsins í júlí 2024. Endrick fékk tvö góð færi til að skora í leiknum en nýtti þau ekki. Það seinna kom á 59. mínútu þegar hann var einn á móti markverði Getafe. Endrick reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn en mistókst það algjörlega og boltinn fór beint í hendur markvarðar Getafe. Ancelotti var allt annað en sáttur með strákinn og kallaði þetta trúðslæti. „Hann fékk tvö færi. Hann hefði ekki getað gert betur í fyrra færinu og gæti hafa verið rangstæður í því síðara. Hann getur samt ekki verið að reyna svona hluti,“ sagði Carlo Ancelotti. „Hann er ungur og verður að læra af þessu. Hann verður að skjóta á markið og hætta þessum trúðslátum. Það er ekkert pláss fyrir dramaklúbb í fótboltanum,“ sagði Ancelotti. Endrick gat líka lagt upp mark fyrir Arda Güler sem hefði þá komið Real í 2-0 en reyndi frekar að skjóta sjálfur. Ancelotti tók Endrick af velli á 64. mínútu og setti Jude Bellingham inn á völlinn. Brasilíski táningurinn hefur skorað sjö mörk í 33 leikjum í öllum keppnum en hann hefur verið að koma inn á sem varamaður. Real Madrid er í öðru sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir Barcelona, þegar fimm leikir eru eftir. Næst á dagskrá er bikarúrslitaleikur á móti Barcelona í Sevilla á morgun. Carlo Ancelotti had some stern words for Endrick after his performance against Getafe 👀 pic.twitter.com/CXbqeYZer2— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Sjá meira
Real Madrid vann 1-0 sigur á Getafe og hélt sér inni í titilbaráttunni. Hinn átján ára gamli Endrick fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu í spænsku deildinni síðan hann kom til félagsins í júlí 2024. Endrick fékk tvö góð færi til að skora í leiknum en nýtti þau ekki. Það seinna kom á 59. mínútu þegar hann var einn á móti markverði Getafe. Endrick reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn en mistókst það algjörlega og boltinn fór beint í hendur markvarðar Getafe. Ancelotti var allt annað en sáttur með strákinn og kallaði þetta trúðslæti. „Hann fékk tvö færi. Hann hefði ekki getað gert betur í fyrra færinu og gæti hafa verið rangstæður í því síðara. Hann getur samt ekki verið að reyna svona hluti,“ sagði Carlo Ancelotti. „Hann er ungur og verður að læra af þessu. Hann verður að skjóta á markið og hætta þessum trúðslátum. Það er ekkert pláss fyrir dramaklúbb í fótboltanum,“ sagði Ancelotti. Endrick gat líka lagt upp mark fyrir Arda Güler sem hefði þá komið Real í 2-0 en reyndi frekar að skjóta sjálfur. Ancelotti tók Endrick af velli á 64. mínútu og setti Jude Bellingham inn á völlinn. Brasilíski táningurinn hefur skorað sjö mörk í 33 leikjum í öllum keppnum en hann hefur verið að koma inn á sem varamaður. Real Madrid er í öðru sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir Barcelona, þegar fimm leikir eru eftir. Næst á dagskrá er bikarúrslitaleikur á móti Barcelona í Sevilla á morgun. Carlo Ancelotti had some stern words for Endrick after his performance against Getafe 👀 pic.twitter.com/CXbqeYZer2— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Sjá meira