Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Árni Sæberg skrifar 25. apríl 2025 14:12 Leigubílaröðin við Leifsstöð hefur valdið talsverðum deilum undanfarið. Vísir/Vilhelm Isavia ætlar að tryggja aðgengi allra leigubílstjóra að skúr sem ætlaður er sem kaffistofa þeirra sem nota leigubílastæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skúrinn er nú sagður notaður sem bænahús og lokaður öðrum en þeim sem hann nota sem slíkt. Margir ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar leigubílstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskum leigubílstjórum væri meinaður aðgangur að skúrnum og þeir kæmust ekki einu sinni á salernið þar. Hér má sjá skúrinn umdeilda.Vísir/Já.is Þá sást í fréttinni hvernig maður bað bænir að sið múslima inni í skúrnum og annar maður meinaði fréttamanni inngöngu í skúrinn á grundvelli þess að hann væri í einkaeigu. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ Talsverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum eftir fréttina og meðal þeirra sem tekið hafa til máls um það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ sagði hann í færslu á samfélagsmiðlinum X. Ég bara kemst ekki yfir þetta!Þú ert búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár og þjónusta farþega eftir bestu getu.Í besta falli hefurðu samtímis náð að skrapa saman nokkrum aurum í lífeyrissjóð í von um að fá eitthvað greitt úr honum þegar þar að kemur.Allt í einu ertu lentur í…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 24, 2025 „Svo máttu ekki eini sinni fara inn í kaffiskúrinn þinn til að pissa af því að hofmóðugt ríkisfyrirtæki er búið að breyta honum í bænahús fyrir þá sem tóku af þér vinnuna,“ segir hann. Eigi að vera opinn öllum „Þarna er um að ræða skúr í eigu Isavia sem var og er hugsaður fyrir alla leigubílstjóra. Þar sem þeir geta neytt matar og drykkjar og nýtt salerni,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Guðjón Helgason hjá Isavia segir skúrinn eiga að vera öllum leigubílstjórum opinn.Vísir/Arnar Hann ítrekar að skúrinn sé ætlaður öllum leigubílstjórum sem hafa aðgang að leigubílastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Við munum fylgjast með því.“ Leigubílar Isavia Keflavíkurflugvöllur Trúmál Tengdar fréttir Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23. apríl 2025 19:43 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar leigubílstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskum leigubílstjórum væri meinaður aðgangur að skúrnum og þeir kæmust ekki einu sinni á salernið þar. Hér má sjá skúrinn umdeilda.Vísir/Já.is Þá sást í fréttinni hvernig maður bað bænir að sið múslima inni í skúrnum og annar maður meinaði fréttamanni inngöngu í skúrinn á grundvelli þess að hann væri í einkaeigu. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ Talsverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum eftir fréttina og meðal þeirra sem tekið hafa til máls um það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ sagði hann í færslu á samfélagsmiðlinum X. Ég bara kemst ekki yfir þetta!Þú ert búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár og þjónusta farþega eftir bestu getu.Í besta falli hefurðu samtímis náð að skrapa saman nokkrum aurum í lífeyrissjóð í von um að fá eitthvað greitt úr honum þegar þar að kemur.Allt í einu ertu lentur í…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 24, 2025 „Svo máttu ekki eini sinni fara inn í kaffiskúrinn þinn til að pissa af því að hofmóðugt ríkisfyrirtæki er búið að breyta honum í bænahús fyrir þá sem tóku af þér vinnuna,“ segir hann. Eigi að vera opinn öllum „Þarna er um að ræða skúr í eigu Isavia sem var og er hugsaður fyrir alla leigubílstjóra. Þar sem þeir geta neytt matar og drykkjar og nýtt salerni,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Guðjón Helgason hjá Isavia segir skúrinn eiga að vera öllum leigubílstjórum opinn.Vísir/Arnar Hann ítrekar að skúrinn sé ætlaður öllum leigubílstjórum sem hafa aðgang að leigubílastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Við munum fylgjast með því.“
Leigubílar Isavia Keflavíkurflugvöllur Trúmál Tengdar fréttir Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23. apríl 2025 19:43 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53
Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23. apríl 2025 19:43