„Ég saknaði þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 10:33 Justin James í viðtalinu á háborðinu eftir leikinn. S2 Sport Justin James átti frábæran leik í gær þegar Álftanes jafnaði metin á móti deildarmeisturum Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. James var valinn Just Wingin' It leikmaður leiksins og mætti á háborðið til Stefáns Árna og sérfræðinganna eftir leikinn. James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum 84-82 sigri en þetta var fyrsti heimaleikur og fyrsti sigur Álftaness í undanúrslitum úrslitakeppninnar. „Það er nýr King James mættur til okkur. Þú fékkst afhent nýtt höfuðfat áðan,“ sagði Stefán Árni Pálsson en stuðningsmenn Álftanessliðsins afhentu James kórónu eftir þessa frábæru frammistöðu hans í Forsetahöllinni í gærkvöldi. Klippa: Viðtal við Justin James eftir sigurinn í leik tvö „Það eru frábærir stuðningsmenn hér á Álftanesi og þeir kalla mig King James. Ég veit ekki alveg með þann titil,“ sagði Justin James léttur og hógvær. Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu „Þessi endir á leiknum var fyrir stuðningsfólkið. Við þurftum bara að halda einbeitingunni, hitta úr vítunum okkar og brjóta ekki á þriggja stiga skyttunum þeirra,“ sagði James. „Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu því þeir spiluðu virkilega vel. Þeir eru með góðan þjálfara og fundu lausnir. Ég er viss um að þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði James. Justin James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í 84-82 sigri á Tindastól.Vísir/Anton Brink „Við spiluðum vel og kominn mjög agressífir inn í leikinn. Það var það sem við lögðum mikla áherslu á fyrir leikinn. Láta finna meira fyrir okkur og það tókst í fyrri hálfleiknum. Við mættum þeim af krafti,“ sagði James. „Við erum með reynslumikið lið og við vitum hvernig skot við viljum taka og þá ekki síst undir lok leikja. Einbeitingin var til staðan fyrir utan nokkur vítaskot,“ sagði James. Hann sagðist hafa mætt fullur sjálfstraust til leiks þrátt fyrir að hafa hitt illa í leik eitt. Andrúmsloftið var frábært „Ég hef alltaf trú á mínum hæfileikum. Þú verður að skjóta boltanum til að skora,“ sagði James. „Andrúmsloftið var frábært í kvöld. Stuðningsfólk Tindastóls sýnir liðinu mikla hollustu og ég sé ástríðuna hjá þeim, bæði á heima- og útivelli. Þeir fylgja liðinu en það gerir líka stuðningsfólk Álftaness,“ sagði James. Honum líður mjög vel á Álftanesinu. Justin James og David Okeke fagna saman í gær en þeir áttu báðir mjög flottan leik.Vísir/Anton Brink „Fólkið á Álftanesi sýnir mér mikla ást og það er frábært fyrir mig að spila á Íslandi í fyrsta skiptið. Ég elska líka liðsfélaga mína. Það kunna allir vel við alla í þessu liði okkar, allir eru með góðan persónuleika og okkur kemur mjög vel saman. Ég elska Álftanes,“ sagði James. David er skrímsli James var einnig mjög ánægður með að endurheimta miðherjann David Okeke sem hafði misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Okeke var með 18 stig og 10 fráköst á 24 mínútum í leiknum. „David er skrímsli en hann var auðvitað að glíma við meiðsli. Hann lætur alltaf til sína taka inn í teig, hvort sem það er í að berjast í fráköstum eða verja körfuna. Ég sagði honum eftir leikinn: Ég saknaði þín,“ sagði James. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum 84-82 sigri en þetta var fyrsti heimaleikur og fyrsti sigur Álftaness í undanúrslitum úrslitakeppninnar. „Það er nýr King James mættur til okkur. Þú fékkst afhent nýtt höfuðfat áðan,“ sagði Stefán Árni Pálsson en stuðningsmenn Álftanessliðsins afhentu James kórónu eftir þessa frábæru frammistöðu hans í Forsetahöllinni í gærkvöldi. Klippa: Viðtal við Justin James eftir sigurinn í leik tvö „Það eru frábærir stuðningsmenn hér á Álftanesi og þeir kalla mig King James. Ég veit ekki alveg með þann titil,“ sagði Justin James léttur og hógvær. Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu „Þessi endir á leiknum var fyrir stuðningsfólkið. Við þurftum bara að halda einbeitingunni, hitta úr vítunum okkar og brjóta ekki á þriggja stiga skyttunum þeirra,“ sagði James. „Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu því þeir spiluðu virkilega vel. Þeir eru með góðan þjálfara og fundu lausnir. Ég er viss um að þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði James. Justin James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í 84-82 sigri á Tindastól.Vísir/Anton Brink „Við spiluðum vel og kominn mjög agressífir inn í leikinn. Það var það sem við lögðum mikla áherslu á fyrir leikinn. Láta finna meira fyrir okkur og það tókst í fyrri hálfleiknum. Við mættum þeim af krafti,“ sagði James. „Við erum með reynslumikið lið og við vitum hvernig skot við viljum taka og þá ekki síst undir lok leikja. Einbeitingin var til staðan fyrir utan nokkur vítaskot,“ sagði James. Hann sagðist hafa mætt fullur sjálfstraust til leiks þrátt fyrir að hafa hitt illa í leik eitt. Andrúmsloftið var frábært „Ég hef alltaf trú á mínum hæfileikum. Þú verður að skjóta boltanum til að skora,“ sagði James. „Andrúmsloftið var frábært í kvöld. Stuðningsfólk Tindastóls sýnir liðinu mikla hollustu og ég sé ástríðuna hjá þeim, bæði á heima- og útivelli. Þeir fylgja liðinu en það gerir líka stuðningsfólk Álftaness,“ sagði James. Honum líður mjög vel á Álftanesinu. Justin James og David Okeke fagna saman í gær en þeir áttu báðir mjög flottan leik.Vísir/Anton Brink „Fólkið á Álftanesi sýnir mér mikla ást og það er frábært fyrir mig að spila á Íslandi í fyrsta skiptið. Ég elska líka liðsfélaga mína. Það kunna allir vel við alla í þessu liði okkar, allir eru með góðan persónuleika og okkur kemur mjög vel saman. Ég elska Álftanes,“ sagði James. David er skrímsli James var einnig mjög ánægður með að endurheimta miðherjann David Okeke sem hafði misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Okeke var með 18 stig og 10 fráköst á 24 mínútum í leiknum. „David er skrímsli en hann var auðvitað að glíma við meiðsli. Hann lætur alltaf til sína taka inn í teig, hvort sem það er í að berjast í fráköstum eða verja körfuna. Ég sagði honum eftir leikinn: Ég saknaði þín,“ sagði James. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira