Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2025 22:02 Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og kaffi. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri Te og kaffi segist ekki óttast samkeppni frá alþjóðlega kaffirisanum Starbucks sem mun í næsta mánuði opna tvö kaffihús hér á landi í fyrsta sinn. Hann segist þvert á móti fagna samkeppninni. Te og kaffi hefur um árabil verið ein stærsta kaffihúsakeðja á Íslandi. Í maí verður risabreyting á kaffimarkaði á Íslandi þegar Starbucks kemur í fyrsta sinn til landsins. Malasíska félagið Berjaya Food Berhad tilkynnti á dögunum að til standi að opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum bandaríska kaffirisans Starbucks, líklega þekktustu kaffihúsakeðju í heimi. Til stendur að opna eitt kaffihús á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur og samkvæmt heimildum fréttastofu verður hið síðara á Hafnartorgi, einnig í miðborginni. Nægt pláss á markaðnum enda Íslendingar sólgnir í kaffi Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te og kaffi segist fagna samkeppninni. „Við erum bara held ég eins og aðrir landsmenn spennt að sjá hvernig Starbucks kemur til með að vera hér, þetta er náttúrulega fyrirtæki sem allir þekkja, alþjóðleg stór kaffikeðja og við erum bara áhugasöm að sjá hvernig þetta kemur allt til með að líta út.“ Íslendingar séu kaffióð þjóð. Guðmundur segist því telja nægt pláss á markaðnum þrátt fyrir innkomu Starbucks. „Ég held það sé alveg pláss á innlendum markaði hjá þessari miklu kaffiþjóð sem við Íslendingar erum, ég held það sé pláss fyrir stóra alþjóðlega keðju eins og Starbucks og íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera að sinna þessum markaði í yfir fjörutíu ár.“ Óttast ekki að missa viðskipti ferðamanna Hann segist ekki óttast að missa viðskipti ferðamanna í miðborginni til Starbucks. „Ég held að margir sem komi til okkar séu fólk sem veit eitthvað um kaffi, kaffiáhugafólk og er sjálfsagt búin að afla sér upplýsinga um það áður en það kemur hvaða fyrirtæki það eru sem eru að gera bestu hlutina hér, þannig ég held að túristar komi áfram til með að heimsækja Te og kaffi þó þeir muni að sjálfsögðu heimsækja Starbucks líka.“ Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Te og kaffi hefur um árabil verið ein stærsta kaffihúsakeðja á Íslandi. Í maí verður risabreyting á kaffimarkaði á Íslandi þegar Starbucks kemur í fyrsta sinn til landsins. Malasíska félagið Berjaya Food Berhad tilkynnti á dögunum að til standi að opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum bandaríska kaffirisans Starbucks, líklega þekktustu kaffihúsakeðju í heimi. Til stendur að opna eitt kaffihús á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur og samkvæmt heimildum fréttastofu verður hið síðara á Hafnartorgi, einnig í miðborginni. Nægt pláss á markaðnum enda Íslendingar sólgnir í kaffi Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te og kaffi segist fagna samkeppninni. „Við erum bara held ég eins og aðrir landsmenn spennt að sjá hvernig Starbucks kemur til með að vera hér, þetta er náttúrulega fyrirtæki sem allir þekkja, alþjóðleg stór kaffikeðja og við erum bara áhugasöm að sjá hvernig þetta kemur allt til með að líta út.“ Íslendingar séu kaffióð þjóð. Guðmundur segist því telja nægt pláss á markaðnum þrátt fyrir innkomu Starbucks. „Ég held það sé alveg pláss á innlendum markaði hjá þessari miklu kaffiþjóð sem við Íslendingar erum, ég held það sé pláss fyrir stóra alþjóðlega keðju eins og Starbucks og íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera að sinna þessum markaði í yfir fjörutíu ár.“ Óttast ekki að missa viðskipti ferðamanna Hann segist ekki óttast að missa viðskipti ferðamanna í miðborginni til Starbucks. „Ég held að margir sem komi til okkar séu fólk sem veit eitthvað um kaffi, kaffiáhugafólk og er sjálfsagt búin að afla sér upplýsinga um það áður en það kemur hvaða fyrirtæki það eru sem eru að gera bestu hlutina hér, þannig ég held að túristar komi áfram til með að heimsækja Te og kaffi þó þeir muni að sjálfsögðu heimsækja Starbucks líka.“
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira