„Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. apríl 2025 16:30 Arna fagnar með liðsfélögum sínum eftir seinna markið. Fyrra markið var þó mun glæsilegra. vísir / guðmundur Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. „Ég er alveg ágætlega vön því að skora, ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent, en skoraði náttúrulega ekkert í fyrra. Þannig gott að vera komin með tvö núna… Seinna markið var kannski aðeins meira minn stíll, að skalla boltann í netið eftir fast leikatriði. En skemmtilegt að ná inn einu skoti líka.“ Þú ert ekki vön því að setja svona skot, lengst fyrir utan teig? „Nei ég held að þetta sé bara mitt fyrsta“ sagði Arna og brosti út í annað. Fyrri hálfleikur flottur og fundu taktinn aftur í seinni Að leiknum sjálfum sagði hún FH hafa verið mun betri aðilann í fyrri hálfleik, aðeins misst dampinn í upphafi seinni hálfleiks en síðan fundið taktinn aftur. „Já fyrri hálfleikurinn var mjög flottur. Síðan voru fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik ekki alveg nógu góðar af okkar hálfu. Við féllum aðeins of langt frá þeim og urðum sloppy í litlum sendingum og svona. En síðan fannst mér við bara komast yfir það og þetta varð fínt þegar leið á seinni hálfleikinn.“ Arna með einbeitingarsvip.vísir / guðmundur FH taplaust FH er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina. Jafntefli gegn Val og síðan sigrar gegn nýliðunum Fram og FHL í síðustu umferðum. „Ég held að þetta sé bara á pari við það sem vorum að búast við. Tveir mjög sterkir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik, nokkurn veginn á pari við væntingar.“ „Ömurlegt að sjá þær meiðast“ Í tveimur af þremur leikjum hefur FH misst miðvörð meiddan af velli í fyrri hálfleik. Vigdís Edda Friðriksdóttir sleit krossband gegn Val. Íris Una Þórðardóttir leysti hana af í næsta leik en þurfti að víkja snemma af velli í dag vegna meiðsla, sem virtust einnig alvarleg en ekki er hægt að slá neinu föstu strax. „Það er náttúrulega alltaf vont að þurfa að hrófla við vörninni og ömurlegt fyrir þær að meiðast svona snemma á tímabilinu. En þær sem hafa komið inn, eins og Íris kom inn fyrir Vigdísi, gerði það ótrúlega vel og Vala [Valgerður Ósk Valsdóttir] stóð sig ótrúlega vel í dag. Þannig að við erum alveg með breiddina til að leysa svona en ömurlegt að sjá þær meiðast“ sagði Arna að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Ég er alveg ágætlega vön því að skora, ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent, en skoraði náttúrulega ekkert í fyrra. Þannig gott að vera komin með tvö núna… Seinna markið var kannski aðeins meira minn stíll, að skalla boltann í netið eftir fast leikatriði. En skemmtilegt að ná inn einu skoti líka.“ Þú ert ekki vön því að setja svona skot, lengst fyrir utan teig? „Nei ég held að þetta sé bara mitt fyrsta“ sagði Arna og brosti út í annað. Fyrri hálfleikur flottur og fundu taktinn aftur í seinni Að leiknum sjálfum sagði hún FH hafa verið mun betri aðilann í fyrri hálfleik, aðeins misst dampinn í upphafi seinni hálfleiks en síðan fundið taktinn aftur. „Já fyrri hálfleikurinn var mjög flottur. Síðan voru fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik ekki alveg nógu góðar af okkar hálfu. Við féllum aðeins of langt frá þeim og urðum sloppy í litlum sendingum og svona. En síðan fannst mér við bara komast yfir það og þetta varð fínt þegar leið á seinni hálfleikinn.“ Arna með einbeitingarsvip.vísir / guðmundur FH taplaust FH er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina. Jafntefli gegn Val og síðan sigrar gegn nýliðunum Fram og FHL í síðustu umferðum. „Ég held að þetta sé bara á pari við það sem vorum að búast við. Tveir mjög sterkir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik, nokkurn veginn á pari við væntingar.“ „Ömurlegt að sjá þær meiðast“ Í tveimur af þremur leikjum hefur FH misst miðvörð meiddan af velli í fyrri hálfleik. Vigdís Edda Friðriksdóttir sleit krossband gegn Val. Íris Una Þórðardóttir leysti hana af í næsta leik en þurfti að víkja snemma af velli í dag vegna meiðsla, sem virtust einnig alvarleg en ekki er hægt að slá neinu föstu strax. „Það er náttúrulega alltaf vont að þurfa að hrófla við vörninni og ömurlegt fyrir þær að meiðast svona snemma á tímabilinu. En þær sem hafa komið inn, eins og Íris kom inn fyrir Vigdísi, gerði það ótrúlega vel og Vala [Valgerður Ósk Valsdóttir] stóð sig ótrúlega vel í dag. Þannig að við erum alveg með breiddina til að leysa svona en ömurlegt að sjá þær meiðast“ sagði Arna að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira