Innlent

Jafn­réttis­stofa krefur Ingu Sæ­land um út­skýringu á vali á stjórnar­mönnum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum segjum við frá því að Jafnréttisstofa ætli að óska eftir útskýringum frá Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra varðandi skipan í stjórn HMS.

Einnig verður rætt við Vilhjálm Bjarnason sem segist gruna að að fleiri lögreglumenn hafi aðstoðað við njósnir árið 2012 sem Kveikur skýrði frá í gær.

Að auki segjum frá opnum nefndarfundi sem fram fór á nefndasviði Alþingis þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í aðkomu sína og ráðuneytisins að máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi ráðherra.

Í íþróttunum verður fjallað um körfuboltaleikinn sem fram fór á Sauðárkróki í gær og þótti makalaus. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×