Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. apríl 2025 12:00 Vilhjálmur Bjarnason var einn hluthafa Landsbankans á sínum tíma og sat síðar á þingi 2013 til 2017. Vísir/Anton Brink Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á meintum njósnaaðgerðum Björgólfs Thors Björgólfssonar segist gruna að fleiri lögreglumenn hafi aðstoðað við njósnirnar heldur en einungis einn varðstjóri hjá umferðarlögreglu. Héraðssaksóknari segir að sér sé brugðið vegna málsins, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki tjá sig um málið. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að Lúðvík Kristinsson varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Þær hafi verið gerðar í umboði auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar og inntar af hendi af öryggisfyrirtækinu PPP sf á þriggja mánaða tímabili árið 2012 og beinst gegn fyrrverandi hluthöfum Landsbankans sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi. Björgólfur hafi viljað kanna hvort hluthafarnir væru á snærum auðkýfingsins Róberts Wessman. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður var einn hluthafa sem njósnirnar beindust gegn. „Það var náttúrulega beinlínis stefnt að því að finna á mér veika bletti, væntanlega áfengissdrykkju og samskipti við konur en það fannst ekkert slíkt, fyrir utan náttúrulega samskipti mín við Róbert Wessman og fleiri en það fannst ekki heldur þannig að öll þessi njósn er með heldur rýra eftirtekju. Ég er hinsvegar mest sleginn að svona geti gerst í samfélagi, ég skil vel nokkra aðila málsins en ég er mest sleginn yfir þátttöku lögreglunnar í þessum málum, mig grunar að það séu fleiri en einn lögregluþjónn sem er tengdur þessu.“ Hann segist gruna það vegna samskipta sem hafi sést í Kveik í gær. Þá hyggst Vilhjálmur doka við áður en hann leitar réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki veitt fréttastofu svör vegna málsins, málið sé starfsmannamál og sé til rannsóknar. Firning til skoðunar Stofnendur PPP fyrirtækisins sem sá um njósnirnar voru þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Gunnarsson. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2011 og létu af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um áramótin 2011 til 2012. Þeir voru kærðir árið 2012 vegna gruns um að nýta sér gögn embættisins en málið var látið niður falla á sínum tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari segist sleginn vegna málsins, það sé ríkissaksóknara að meta framhaldið. „Vissulega eru um þrettán ár liðin frá því að þetta á sér stað og brot firnast á misjöfnum tímum, það fer eftir því hvaða refsiákvæði er undir en tímafaktorinn er bara eitt af atriðunum sem myndu þá koma til skoðunar hjá ríkissaksóknara.“ Lögreglumál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Tengdar fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að Lúðvík Kristinsson varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Þær hafi verið gerðar í umboði auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar og inntar af hendi af öryggisfyrirtækinu PPP sf á þriggja mánaða tímabili árið 2012 og beinst gegn fyrrverandi hluthöfum Landsbankans sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi. Björgólfur hafi viljað kanna hvort hluthafarnir væru á snærum auðkýfingsins Róberts Wessman. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður var einn hluthafa sem njósnirnar beindust gegn. „Það var náttúrulega beinlínis stefnt að því að finna á mér veika bletti, væntanlega áfengissdrykkju og samskipti við konur en það fannst ekkert slíkt, fyrir utan náttúrulega samskipti mín við Róbert Wessman og fleiri en það fannst ekki heldur þannig að öll þessi njósn er með heldur rýra eftirtekju. Ég er hinsvegar mest sleginn að svona geti gerst í samfélagi, ég skil vel nokkra aðila málsins en ég er mest sleginn yfir þátttöku lögreglunnar í þessum málum, mig grunar að það séu fleiri en einn lögregluþjónn sem er tengdur þessu.“ Hann segist gruna það vegna samskipta sem hafi sést í Kveik í gær. Þá hyggst Vilhjálmur doka við áður en hann leitar réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki veitt fréttastofu svör vegna málsins, málið sé starfsmannamál og sé til rannsóknar. Firning til skoðunar Stofnendur PPP fyrirtækisins sem sá um njósnirnar voru þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Gunnarsson. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2011 og létu af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um áramótin 2011 til 2012. Þeir voru kærðir árið 2012 vegna gruns um að nýta sér gögn embættisins en málið var látið niður falla á sínum tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari segist sleginn vegna málsins, það sé ríkissaksóknara að meta framhaldið. „Vissulega eru um þrettán ár liðin frá því að þetta á sér stað og brot firnast á misjöfnum tímum, það fer eftir því hvaða refsiákvæði er undir en tímafaktorinn er bara eitt af atriðunum sem myndu þá koma til skoðunar hjá ríkissaksóknara.“
Lögreglumál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Tengdar fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15