Íslenski boltinn

Fylki og Kefla­vík spáð sigri í Lengju­deildunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fylkir er spáð sigri í Lengjudeild karla.
Fylkir er spáð sigri í Lengjudeild karla. vísir/diego

Ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Lengjudeildunum rætist standa Fylkir og Keflavík uppi sem sigurvegarar í þeim.

Spáin fyrir Lengjudeildirnir var opinberuð á kynningarfundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Fylki og Keflavík er spáð tveimur efstu sætunum í Lengjudeild karla. Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni í fyrra ásamt HK-ingum sem er spáð 3. sætinu. Keflvíkingar komust í úrslit umspils um sæti í Bestu deildinni í fyrra en töpuðu fyrir Mosfellingum.

Liðin í sætum 2-5 fara í umspil um eitt laust sæti í Bestu deildinni. Keflavík (2.), HK (3.), Þróttur (4.) og Njarðvík (5.) komast í umspilið ef spáin rætist.

Nýliðum Selfoss og Völsungs er spáð tveimur neðstu sætunum í Lengjudeild karla.

Keflavík er spáð 1. sætinu í Lengjudeild kvenna og ÍBV 2. sætinu. Haukum og Aftureldingu er spáð falli.

Keflvíkingar féllu úr Bestu deildinni í fyrra ásamt Fylkiskonum sem er spáð 5. sæti Lengjudeildarinnar.

Keppni í Lengjudeild karla hefst á morgun en keppni í Lengjudeild kvenna á laugardaginn.

Spáin fyrir Lengjudeild karla

  1. Fylkir
  2. Keflavík
  3. HK
  4. Þróttur
  5. Njarðvík
  6. Þór
  7. ÍR
  8. Grindavík
  9. Leiknir
  10. Fjölnir
  11. Selfoss
  12. Völsungur

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna

  1. Keflavík
  2. ÍBV
  3. ÍA
  4. HK
  5. Fylkir
  6. Grótta
  7. Grindavík/Njarðvík
  8. KR
  9. Haukar
  10. Afturelding



Fleiri fréttir

Sjá meira


×