Innlent

Hand­tóku vopnaðan mann og kröfu­göngur verka­lýðsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Einn var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í morgun eftir að lögreglu var tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni í heimahúsi við Hverfisgötu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðgerðina hafa gengið vel. 

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Forsætisráðherra segir að verið sé að bregðast við ábendingum Landsnets um innviðaskort eftir að rafmagnsleysi á Íberíuskaga olli usla í vikunni. 

Bandaríkin hafa skrifað undir samning við Úkraínu um nýtingu auðlinda þar í landi. Forseti Bandaríkjanna segist vænta þess að samningurinn nýtist báðum ríkjum vel og að Úkraína standi við sinn hluta.

Baráttudagur verkalýðsins er í dag og kröfugöngur um land allt. Verkalýðsforingi segir daginn enn standa fyrir sínu og enn þurfi að berjast fyrir mörgu.

Við ræðum við Glódísi Perlu fyrirliða þýska stórliðsins Beyern München en hún leiðir lið sitt inn á völlinn í bikarúrslitum í Þýskalandi í dag. Með sigri getur liði tryggt sér bikartvennu.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 1. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×