Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 2. maí 2025 11:30 Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, á hátíðinni í Grindavík í gær þar sem ungir sem aldnir nutu þess í botn að geta leikið sér að nýju í íþróttum í bænum. Stöð 2 Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Íþróttasalurinn í Grindavík hafði verið lokaður almenningi frá því í nóvember 2023 en þar mátti í gær sjá fjölda Grindvíkinga njóta sín í íþróttum, á mikilli hátíðarstund. Á sama tíma var fótboltaæfing í gangi utandyra, á Stakkavíkurvelli, og mætingin í sundlaugina eins og frábærum sumardegi fyrir rýmingu, eins og fjallað var um í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Eins og fram kom í sameiginlegri yfirlýsingu UMFG og Grindavíkurbæjar í gær er róið að því öllum árum að Grindvíkingar fái nú loks aftur að styðja liðin sín í sínum heimabæ. „Þetta er mjög gleðileg stund. Gaman að það sé opið og gaman að sjá alla krakkana mætta. Þetta er bara eins og þetta var fyrir rýmingu og þetta var gott þá,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í körfubolta, við Aron Guðmundsson sem mætti á afmælishátíðina í gær. „Það er mjög góð tilfinning að sjá líf koma ekki bara í húsið heldur í bæinn. Þetta er vonandi stórt skref í átt að uppbyggingu samfélagsins og bæjarins í heild sinni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, aðalþjálfari karlaliðsins í körfubolta. Samkvæmt yfirlýsingunni í gær mun knattspyrnudeild UMFG spila í Grindavík í sumar og körfuboltaliðin munu svo, ef allt gengur upp, einnig spila í Grindavík á næsta tímabili. Fótboltaæfingin á Stakkavíkurvelli í gær var fyrsta fría æfing Grindvíkinga í töluverðan tíma því félagið hefur þurft að leigja velli og æfingatíma þar sem það hefur boðist. Grindvíkingar munu þó klára yfirstandandi körfuboltaleiktíð í Smáranum í Kópavogi og mæta þar Stjörnunni í afar spennandi undanúrslitaeinvígi í kvöld. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í gær. „Íþróttalífið er stór hluti af þessu góða og geggjaða samfélagi sem við eigum. Það að íþróttaliðin snúi aftur heim verður vonandi stórt skref í átt að því að hér rísi bærinn aftur,“ sagði Jóhann Þór. Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Íþróttasalurinn í Grindavík hafði verið lokaður almenningi frá því í nóvember 2023 en þar mátti í gær sjá fjölda Grindvíkinga njóta sín í íþróttum, á mikilli hátíðarstund. Á sama tíma var fótboltaæfing í gangi utandyra, á Stakkavíkurvelli, og mætingin í sundlaugina eins og frábærum sumardegi fyrir rýmingu, eins og fjallað var um í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Eins og fram kom í sameiginlegri yfirlýsingu UMFG og Grindavíkurbæjar í gær er róið að því öllum árum að Grindvíkingar fái nú loks aftur að styðja liðin sín í sínum heimabæ. „Þetta er mjög gleðileg stund. Gaman að það sé opið og gaman að sjá alla krakkana mætta. Þetta er bara eins og þetta var fyrir rýmingu og þetta var gott þá,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í körfubolta, við Aron Guðmundsson sem mætti á afmælishátíðina í gær. „Það er mjög góð tilfinning að sjá líf koma ekki bara í húsið heldur í bæinn. Þetta er vonandi stórt skref í átt að uppbyggingu samfélagsins og bæjarins í heild sinni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, aðalþjálfari karlaliðsins í körfubolta. Samkvæmt yfirlýsingunni í gær mun knattspyrnudeild UMFG spila í Grindavík í sumar og körfuboltaliðin munu svo, ef allt gengur upp, einnig spila í Grindavík á næsta tímabili. Fótboltaæfingin á Stakkavíkurvelli í gær var fyrsta fría æfing Grindvíkinga í töluverðan tíma því félagið hefur þurft að leigja velli og æfingatíma þar sem það hefur boðist. Grindvíkingar munu þó klára yfirstandandi körfuboltaleiktíð í Smáranum í Kópavogi og mæta þar Stjörnunni í afar spennandi undanúrslitaeinvígi í kvöld. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í gær. „Íþróttalífið er stór hluti af þessu góða og geggjaða samfélagi sem við eigum. Það að íþróttaliðin snúi aftur heim verður vonandi stórt skref í átt að því að hér rísi bærinn aftur,“ sagði Jóhann Þór.
Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira