„Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. maí 2025 07:03 Donna Cruz er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Anton Brink „Ég var ógeðslega feimin og alltaf mjög þæg. Fjölskyldan mín eru Vottar Jehóva og ég ólst upp í þannig umhverfi. Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur,“ segir Donna Cruz, áhrifavaldur, leikkona og forritari en hún er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Donnu í heild sinni: Sagði sig úr Vottum fimmtán ára Donna Cruz verður 31 árs í sumar, er alin upp í Breiðholti og á íslenskan pabba og filippseyska móður. Hún ólst upp með foreldrum sínum og systkinum í næsta nágrenni við frænkur hennar og ömmu. Móðurhlið fjölskyldunnar var Vottar Jehóva. „Ég þekkti ekkert annað og ég veit að það er ákveðin hugmynd um Votta en ég skildi það ekki alveg. Pabbi er kaþólskur og mamma er votti og það var ekkert mál. Ég er ekki Votti i dag en amma er það og við erum mjög nánar.“ Donna sagði sig úr trúfélaginu þegar hún var fimmtán ára gömul. „Maður er að finna sig og verða maður sjálfur á þessum tíma. Ég var vissulega aðeins lengur í Vottunum en ég vildi vera. Það var fyrir ömmu og fjölskylduna. Hún segir alltaf: „Guð veit hvað er inni í þér og hvað liggur í hjartanu“. Þá sagði ég henni að hann vissi að ég væri alltaf bara að mæta fyrir hana. Henni fannst það erfitt en hún skildi það. Fjölskyldan hefur alltaf verið náin, sérstaklega þegar Donna var ung. „Það var alltaf matur eftir messu þar sem allir komu með mat heim til einhvers og við vorum alltaf öll stórfjölskyldan saman, ég sakna þess stundum núna.“ Mikill grátur en mikil gleði Donna Cruz hefur komið víða við, bæði sem áhrifavaldur og leikkona og var meðal annars hluti af sketsaþáttunum Áttunni á sínum tíma. Hún segir að þetta hafi þróast hægt og rólega. „Ég var að leika í alls konar verkefnum. Ég tók þátt í Ungfrú Ísland 2016, eftir það byrja ég í áttunni það varð frekar stórt, var að leika hér og þar og svo var ég aðalhlutverk í Agnes Joy. Einhverjir vissu af mér, svo kom myndin út og þá varð það stærra. Ég hugsa að það hjálpi að heita Donna Cruz, svolítið einkennandi nafn á Íslandi,“ segir Donna kímin. Donna Cruz hefur komið víða við í skemmtanabransanum en fann ástríðu sína í tölvunarfræðinni.Vísir/Anton Brink Fyrir nokkrum árum fann hún að hana langaði að fara í nám og ákvað að skrá sig í háskólagrunn. „Ég vissi að ég vildi fara í tölvunarfræði en mér fannst ég ekki nógu klár fyrir það þannig að ég fór í félagsfræði. Ég er mikil félagsvera og það gekk vel, en ég fór bara í þetta nám því ég þorði ekki að fara í hitt. Þannig ég hætti þar og skipti um nám. Það var mjög erfitt, mikill grátur sem hefur fylgt þessu, en að sama skapi mjög gefandi og skemmtilegt.“ Kynntist sjálfri sér í Ungfrú Ísland Donna vakti athygli árið 2016 þegar hún tók þátt í Ungfrú Ísland og var valin vinsælasta stúlkan. „Ég hafði aldrei ímyndað mér að taka þátt í svona keppni aður. Mamma og amma voru fegurðardrottningar þegar þær voru yngri en fegurðarsamkeppnir eru mjög stórar í Filipseyjum. Ég var alltaf strákastelpa og sá mig ekki fyrir mér í kjól og bikiníi uppi á sviði. En þegar ég sagði mömmu að mig langaði að taka þátt sagði hún bara blákalt: „Nei, þú getur það ekki“. Donna Cruz tók þátt í fegurðarsamkeppni í Filippseyjum fyrir Íslands hönd. Facebook Donnu langaði þá enn meira að taka þátt. „Það er allt í lagi að ég efist um sjálfa mig en ef annað fólk segir að ég geti ekki gert eitthvað þá hugsa ég bara: Hvað ert þú að segja mér hvað ég get og get ekki gert,“ segir Donna kímin. „En þetta var mjög skemmtilegt. Ég eignaðist í fyrsta sinn vinkonuhóp, kynntist svo skemmtilegum stelpum og ég kynntist sjálfri mér.“ Í kjölfarið fór Donna til Filippseyja og keppti þar fyrir hönd Íslands. „Ég var í tvo mánuði þar að keppa. Það var aðeins alvarlegra og miklu meiri pólitík í keppninni heldur en hér heima. Þetta var ekki sama upplifun og ég var ekki að fíla þetta, þannig ég vildi ekki halda áfram með þetta.“ Fór langt niður á unglingsárunum Þegar blaðamaður spyr Donnu um unglingsárin svarar hún: Bíddu aðeins ég held ég sé búin að bæla þetta allt niður, það tekur smá tíma að sækja þetta aftur. „Ég stóð mig ágætlega i grunnskóla, en byrjaði svo að kyssa stráka og stóð mig ekki eins vel i framhaldsskóla. Ég var unglingur, kunni ekki að höndla tilfinningarnar mínar, var lítil í mér og mikið að bera mig saman við annað fólk. Ég horfi til baka og hugsa afhverju leið mér svona illa? Það var kannski því ég kunni ekki að tala um tilfinningar og fá hjálp.“ Donna fór í gegnum mjög erfiða tíma. „Þegar ég var sextán var ég nýbúin að missa afa minn, mamma var veik, það voru einhver strákavandamál, erfitt heima og allt frekar yfirþyrmandi. Það var alveg erfitt og ég fór frekar langt niður og reyndi að taka mitt eigið líf. Sem hefði verið svo mikil synd, ég hefði ekki fengið að upplifa allt sem ég hef gert ef það hefði tekist.“ Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Hún frestaði því að leita sér hjálpar þangað til hún áttaði sig á að það væri ekki hægt lengur. „Ég hundrað prósent talaði ekkert um þetta. Ég fór til útlanda í þrjá mánuði með ömmu og enginn talaði um þetta, þetta „gleymdist“. Eftir nokkur ár fann ég svo að ég væri alls ekki búin að díla við allt sem ég hef þurft að díla við. Ég fór til sálfræðings og það hjálpaði helling.“ Í aðalhlutverki á heimsfrumsýningu í Suður-Kóreu Hún segist stöðugt vinna að sambandinu við sjálfa sig. „Mér finnst ég alltaf týnd en kannski er það bara partur af lífinu. Ég er aldrei eitthvað: Ok þetta er komið núna. Mögulega hef ég lært betur að njóta ferðalagsins.“ Árið 2019 fór kvikmyndin Agnes Joy í sýningu í kvikmyndahúsum um allt land og víðar um heiminn. Þetta var stærsta hlutverk sem Donna hafði tekist á við og segir hún reynsluna hálf súrrealíska. „Við heimsfrumsýndum myndina á kvikmyndahátíð í Busan í Suður-Kóreu. Svo vorum við tilnefnd á Eddunni. Þetta er smá fever dream, allt gerðist frekar hratt en samt ekki. Svo eru allt í einu liðin sex ár frá því hún kom út. Ég fór mjög mikið út fyrir þægindarammann þó ég hefði leikið áður. Þetta var alvöru bíómynd og ég aðalhlutverkið. Ég var alltaf að bíða eftir því að fólkið segði við mig: Heyrðu, Donna þú bara mátt fara. Ég var alltaf að undirbúa mig fyrir það,“ segir Donna og hlær. „Sjálfsefinn er alltaf þarna. Ég er stöðugt að reyna að þagga niður í honum en stundum er hann hávær. Þetta er eins og þegar þú heyrir eitthvað óhljóð í bílnum en þú hækkar bara í tónlistinni.“ Ástríðan liggur í tölvunarfræðinni Kvikmyndin var tekin upp árið 2018. „Svo fór ég í skóla og gleymdi þessu smá. Sumarið eftir hringir Silja Hauksdóttir leikstjóri og segir heyrðu við erum að fara að heimsfrumsýna bíómyndina í Suður-Kóreu. Ég hugsaði já alveg rétt, ég gerði þetta. Allt í einu voru komnar risa myndir af mér fyrir utan kvikmyndahúsin og ég fór að fá mikið hrós, ég hugsaði bara ertu viss um að þú sért að tala um mig?“ segir Donna hlæjandi. Hér má sjá stiklu úr kvikmyndinni Agnes Joy: Leiklistin var skemmtileg og kærkomin reynsla fyrir Donnu en hún fann að þetta væri ekki eitthvað sem hún vildi taka mikið lengra. Ég fann ástríðuna í tölvunarfræði. Það er svo gaman að búa eitthvað til. Tölvunarfræðin hefur verið mikið ævintýri hjá Donnu síðastliðin ár. „Við erum búin að taka þátt í keppnum á erlendri grundu í þróun á forritum sem hefur verið mjög skemmtilegt.“ Einkalífið Ástin og lífið Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Donnu í heild sinni: Sagði sig úr Vottum fimmtán ára Donna Cruz verður 31 árs í sumar, er alin upp í Breiðholti og á íslenskan pabba og filippseyska móður. Hún ólst upp með foreldrum sínum og systkinum í næsta nágrenni við frænkur hennar og ömmu. Móðurhlið fjölskyldunnar var Vottar Jehóva. „Ég þekkti ekkert annað og ég veit að það er ákveðin hugmynd um Votta en ég skildi það ekki alveg. Pabbi er kaþólskur og mamma er votti og það var ekkert mál. Ég er ekki Votti i dag en amma er það og við erum mjög nánar.“ Donna sagði sig úr trúfélaginu þegar hún var fimmtán ára gömul. „Maður er að finna sig og verða maður sjálfur á þessum tíma. Ég var vissulega aðeins lengur í Vottunum en ég vildi vera. Það var fyrir ömmu og fjölskylduna. Hún segir alltaf: „Guð veit hvað er inni í þér og hvað liggur í hjartanu“. Þá sagði ég henni að hann vissi að ég væri alltaf bara að mæta fyrir hana. Henni fannst það erfitt en hún skildi það. Fjölskyldan hefur alltaf verið náin, sérstaklega þegar Donna var ung. „Það var alltaf matur eftir messu þar sem allir komu með mat heim til einhvers og við vorum alltaf öll stórfjölskyldan saman, ég sakna þess stundum núna.“ Mikill grátur en mikil gleði Donna Cruz hefur komið víða við, bæði sem áhrifavaldur og leikkona og var meðal annars hluti af sketsaþáttunum Áttunni á sínum tíma. Hún segir að þetta hafi þróast hægt og rólega. „Ég var að leika í alls konar verkefnum. Ég tók þátt í Ungfrú Ísland 2016, eftir það byrja ég í áttunni það varð frekar stórt, var að leika hér og þar og svo var ég aðalhlutverk í Agnes Joy. Einhverjir vissu af mér, svo kom myndin út og þá varð það stærra. Ég hugsa að það hjálpi að heita Donna Cruz, svolítið einkennandi nafn á Íslandi,“ segir Donna kímin. Donna Cruz hefur komið víða við í skemmtanabransanum en fann ástríðu sína í tölvunarfræðinni.Vísir/Anton Brink Fyrir nokkrum árum fann hún að hana langaði að fara í nám og ákvað að skrá sig í háskólagrunn. „Ég vissi að ég vildi fara í tölvunarfræði en mér fannst ég ekki nógu klár fyrir það þannig að ég fór í félagsfræði. Ég er mikil félagsvera og það gekk vel, en ég fór bara í þetta nám því ég þorði ekki að fara í hitt. Þannig ég hætti þar og skipti um nám. Það var mjög erfitt, mikill grátur sem hefur fylgt þessu, en að sama skapi mjög gefandi og skemmtilegt.“ Kynntist sjálfri sér í Ungfrú Ísland Donna vakti athygli árið 2016 þegar hún tók þátt í Ungfrú Ísland og var valin vinsælasta stúlkan. „Ég hafði aldrei ímyndað mér að taka þátt í svona keppni aður. Mamma og amma voru fegurðardrottningar þegar þær voru yngri en fegurðarsamkeppnir eru mjög stórar í Filipseyjum. Ég var alltaf strákastelpa og sá mig ekki fyrir mér í kjól og bikiníi uppi á sviði. En þegar ég sagði mömmu að mig langaði að taka þátt sagði hún bara blákalt: „Nei, þú getur það ekki“. Donna Cruz tók þátt í fegurðarsamkeppni í Filippseyjum fyrir Íslands hönd. Facebook Donnu langaði þá enn meira að taka þátt. „Það er allt í lagi að ég efist um sjálfa mig en ef annað fólk segir að ég geti ekki gert eitthvað þá hugsa ég bara: Hvað ert þú að segja mér hvað ég get og get ekki gert,“ segir Donna kímin. „En þetta var mjög skemmtilegt. Ég eignaðist í fyrsta sinn vinkonuhóp, kynntist svo skemmtilegum stelpum og ég kynntist sjálfri mér.“ Í kjölfarið fór Donna til Filippseyja og keppti þar fyrir hönd Íslands. „Ég var í tvo mánuði þar að keppa. Það var aðeins alvarlegra og miklu meiri pólitík í keppninni heldur en hér heima. Þetta var ekki sama upplifun og ég var ekki að fíla þetta, þannig ég vildi ekki halda áfram með þetta.“ Fór langt niður á unglingsárunum Þegar blaðamaður spyr Donnu um unglingsárin svarar hún: Bíddu aðeins ég held ég sé búin að bæla þetta allt niður, það tekur smá tíma að sækja þetta aftur. „Ég stóð mig ágætlega i grunnskóla, en byrjaði svo að kyssa stráka og stóð mig ekki eins vel i framhaldsskóla. Ég var unglingur, kunni ekki að höndla tilfinningarnar mínar, var lítil í mér og mikið að bera mig saman við annað fólk. Ég horfi til baka og hugsa afhverju leið mér svona illa? Það var kannski því ég kunni ekki að tala um tilfinningar og fá hjálp.“ Donna fór í gegnum mjög erfiða tíma. „Þegar ég var sextán var ég nýbúin að missa afa minn, mamma var veik, það voru einhver strákavandamál, erfitt heima og allt frekar yfirþyrmandi. Það var alveg erfitt og ég fór frekar langt niður og reyndi að taka mitt eigið líf. Sem hefði verið svo mikil synd, ég hefði ekki fengið að upplifa allt sem ég hef gert ef það hefði tekist.“ Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Hún frestaði því að leita sér hjálpar þangað til hún áttaði sig á að það væri ekki hægt lengur. „Ég hundrað prósent talaði ekkert um þetta. Ég fór til útlanda í þrjá mánuði með ömmu og enginn talaði um þetta, þetta „gleymdist“. Eftir nokkur ár fann ég svo að ég væri alls ekki búin að díla við allt sem ég hef þurft að díla við. Ég fór til sálfræðings og það hjálpaði helling.“ Í aðalhlutverki á heimsfrumsýningu í Suður-Kóreu Hún segist stöðugt vinna að sambandinu við sjálfa sig. „Mér finnst ég alltaf týnd en kannski er það bara partur af lífinu. Ég er aldrei eitthvað: Ok þetta er komið núna. Mögulega hef ég lært betur að njóta ferðalagsins.“ Árið 2019 fór kvikmyndin Agnes Joy í sýningu í kvikmyndahúsum um allt land og víðar um heiminn. Þetta var stærsta hlutverk sem Donna hafði tekist á við og segir hún reynsluna hálf súrrealíska. „Við heimsfrumsýndum myndina á kvikmyndahátíð í Busan í Suður-Kóreu. Svo vorum við tilnefnd á Eddunni. Þetta er smá fever dream, allt gerðist frekar hratt en samt ekki. Svo eru allt í einu liðin sex ár frá því hún kom út. Ég fór mjög mikið út fyrir þægindarammann þó ég hefði leikið áður. Þetta var alvöru bíómynd og ég aðalhlutverkið. Ég var alltaf að bíða eftir því að fólkið segði við mig: Heyrðu, Donna þú bara mátt fara. Ég var alltaf að undirbúa mig fyrir það,“ segir Donna og hlær. „Sjálfsefinn er alltaf þarna. Ég er stöðugt að reyna að þagga niður í honum en stundum er hann hávær. Þetta er eins og þegar þú heyrir eitthvað óhljóð í bílnum en þú hækkar bara í tónlistinni.“ Ástríðan liggur í tölvunarfræðinni Kvikmyndin var tekin upp árið 2018. „Svo fór ég í skóla og gleymdi þessu smá. Sumarið eftir hringir Silja Hauksdóttir leikstjóri og segir heyrðu við erum að fara að heimsfrumsýna bíómyndina í Suður-Kóreu. Ég hugsaði já alveg rétt, ég gerði þetta. Allt í einu voru komnar risa myndir af mér fyrir utan kvikmyndahúsin og ég fór að fá mikið hrós, ég hugsaði bara ertu viss um að þú sért að tala um mig?“ segir Donna hlæjandi. Hér má sjá stiklu úr kvikmyndinni Agnes Joy: Leiklistin var skemmtileg og kærkomin reynsla fyrir Donnu en hún fann að þetta væri ekki eitthvað sem hún vildi taka mikið lengra. Ég fann ástríðuna í tölvunarfræði. Það er svo gaman að búa eitthvað til. Tölvunarfræðin hefur verið mikið ævintýri hjá Donnu síðastliðin ár. „Við erum búin að taka þátt í keppnum á erlendri grundu í þróun á forritum sem hefur verið mjög skemmtilegt.“
Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Einkalífið Ástin og lífið Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira