„Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 12:18 Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi lögreglumaður segir sér hafa brugðið við fréttirnar. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson alþingismaður og fyrrverandi lögreglumaður segir umfjöllun Kveiks um njósnir starfandi lögreglumanns að undirlagi Björgólfs Thors hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segir þáttinn hafa verið erfiðan að horfa á. Hann var ásamt Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðingi til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa haft trú á að mál sem þessi kæmu upp hjá lögreglunni en hann á að baki langan starfsferil hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, áður en hann tók sæti fyrir Viðreisn á Alþingi starfaði hann sem yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni,“ segir hann. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur tekur undir með Grími. „Þetta er svo vandræðalegt að það gleymist hvað þetta er alvarlegt,“ segir hún. Aðgangur að LÖKE skilyrtur störfum lögreglunnar Hún segir það ekki koma sér á óvart að auðmaður noti umfangsmikil auðæfi sín til að hafa áhrif á dómsmál gegn sér og að lögreglumenn, eins og aðrar stéttir, hafi alveg jafnríka tilhneigingu til fégræðgis. Grímur segir það alvarlegt að lögreglumaður hafi notað aðgang sinn að gagnagrunni lögreglunnar, í daglegu tali kölluðum LÖKE, í annarlegum tilgangi. Hann segir allt sem fram fari í gagnagrunninum skráð og því að auðvelt ætti að vera að komast að því sem fór fram í tilfelli Lúðvík Kristinssonar, sem tók að sér verkefni gegn greiðslu fyrir njósnafyrirtæki Jóns Óttars Ólafssonar. Sjá einnig: Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins „Þetta eru mjög viðkvæmar upplýsingar sem við höfum engar heimildir til þess að nota með neinum öðrum hætti en þeim sem varðar störf lögreglunnar,“ segir hann. Hann segir lögreglumenn skrifa undir plögg þar sem er áskilið að kerfið, LÖKE, sé umgengið með tilteknum hætti og alls ekki í persónulegum tilgangi, hvað þá í fjárhagslegu skyni. Eftirlit með eftirliti Margrét segir mikilvægt að sjálfstætt og óháð eftirlit sé með eftirliti lögreglunnar á borgurum. Lögreglumenn séu jafnfégráðugir og við hin. „Í mínum huga þarf allt regluverk að taka mið af því að þessi möguleiki er fyrir hendi,“ segir hún. „Þrátt fyrir að meginþorri starfsmanna stofnunar vinni þar af heilindum og vinni gott starf þá myndast oft svona menning innan stofnana sem þarf að skoða og hefur verið lýst mjög skýrt í rannsóknum á lögreglumenningu í öðrum löndum. Þar sem tilgangurinn fer að helga meðalið, reglur fara að verða viðmið frekar en eitthvað sem er farið eftir,“ segir Margrét. Freistingin fyrir hendi Grímur segir það mögulega til marks um að hann sé næfur en hann trúir því ekki að teljandi tilfelli séu af því að lögreglumenn beiti heimildum sínum til eftirlits með borgurum á annasaman hátt. „Ég trúi ekki að það séu starfsmenn hjá lögreglu hvorki fyrrverandi eða aðrir í einhverju magni í ólögmætum aðgerðum,“ segir hann. En eins og Margrét bendir á. „Ef peningar eru í boði og það er hægt að selja hvað sem er þá er freistingin fyrir hendi.“ Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir „Vona að þú sofir vel“ „Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012. 2. maí 2025 14:23 Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar buðu fyrst þjónustu sína lögmönnum sem undirbjuggu málsókn gegn Björgólfi. Einn lögmannanna segir að aðeins hafi verið rætt um lögmæta gagnaöflun. 2. maí 2025 13:51 Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. 30. apríl 2025 21:41 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Hann var ásamt Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðingi til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa haft trú á að mál sem þessi kæmu upp hjá lögreglunni en hann á að baki langan starfsferil hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, áður en hann tók sæti fyrir Viðreisn á Alþingi starfaði hann sem yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni,“ segir hann. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur tekur undir með Grími. „Þetta er svo vandræðalegt að það gleymist hvað þetta er alvarlegt,“ segir hún. Aðgangur að LÖKE skilyrtur störfum lögreglunnar Hún segir það ekki koma sér á óvart að auðmaður noti umfangsmikil auðæfi sín til að hafa áhrif á dómsmál gegn sér og að lögreglumenn, eins og aðrar stéttir, hafi alveg jafnríka tilhneigingu til fégræðgis. Grímur segir það alvarlegt að lögreglumaður hafi notað aðgang sinn að gagnagrunni lögreglunnar, í daglegu tali kölluðum LÖKE, í annarlegum tilgangi. Hann segir allt sem fram fari í gagnagrunninum skráð og því að auðvelt ætti að vera að komast að því sem fór fram í tilfelli Lúðvík Kristinssonar, sem tók að sér verkefni gegn greiðslu fyrir njósnafyrirtæki Jóns Óttars Ólafssonar. Sjá einnig: Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins „Þetta eru mjög viðkvæmar upplýsingar sem við höfum engar heimildir til þess að nota með neinum öðrum hætti en þeim sem varðar störf lögreglunnar,“ segir hann. Hann segir lögreglumenn skrifa undir plögg þar sem er áskilið að kerfið, LÖKE, sé umgengið með tilteknum hætti og alls ekki í persónulegum tilgangi, hvað þá í fjárhagslegu skyni. Eftirlit með eftirliti Margrét segir mikilvægt að sjálfstætt og óháð eftirlit sé með eftirliti lögreglunnar á borgurum. Lögreglumenn séu jafnfégráðugir og við hin. „Í mínum huga þarf allt regluverk að taka mið af því að þessi möguleiki er fyrir hendi,“ segir hún. „Þrátt fyrir að meginþorri starfsmanna stofnunar vinni þar af heilindum og vinni gott starf þá myndast oft svona menning innan stofnana sem þarf að skoða og hefur verið lýst mjög skýrt í rannsóknum á lögreglumenningu í öðrum löndum. Þar sem tilgangurinn fer að helga meðalið, reglur fara að verða viðmið frekar en eitthvað sem er farið eftir,“ segir Margrét. Freistingin fyrir hendi Grímur segir það mögulega til marks um að hann sé næfur en hann trúir því ekki að teljandi tilfelli séu af því að lögreglumenn beiti heimildum sínum til eftirlits með borgurum á annasaman hátt. „Ég trúi ekki að það séu starfsmenn hjá lögreglu hvorki fyrrverandi eða aðrir í einhverju magni í ólögmætum aðgerðum,“ segir hann. En eins og Margrét bendir á. „Ef peningar eru í boði og það er hægt að selja hvað sem er þá er freistingin fyrir hendi.“
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir „Vona að þú sofir vel“ „Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012. 2. maí 2025 14:23 Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar buðu fyrst þjónustu sína lögmönnum sem undirbjuggu málsókn gegn Björgólfi. Einn lögmannanna segir að aðeins hafi verið rætt um lögmæta gagnaöflun. 2. maí 2025 13:51 Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. 30. apríl 2025 21:41 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
„Vona að þú sofir vel“ „Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012. 2. maí 2025 14:23
Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar buðu fyrst þjónustu sína lögmönnum sem undirbjuggu málsókn gegn Björgólfi. Einn lögmannanna segir að aðeins hafi verið rætt um lögmæta gagnaöflun. 2. maí 2025 13:51
Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. 30. apríl 2025 21:41