Enski boltinn

Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úr­vals­deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chido Obi í leiknum gegn Brentford.
Chido Obi í leiknum gegn Brentford. getty/Richard Heathcote

Danski táningurinn Chido Obi er yngsti leikmaður í sögu Manchester United til að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni.

Obi er í byrjunarliði United sem sækir Brentford heim í leik sem hófst klukkan 13:00.

Obi er fæddur 29. nóvember 2007 og er því sautján ára og 156 daga gamall í dag. Aldrei hefur United teflt fram yngri leikmanni í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni.

Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Rauðu djöflarnir unnu þann leik, 0-3, og eru því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Old Trafford næsta fimmtudag.

Meðalaldur byrjunarliðs United í dag er 22 ár og 270 dagar. Þetta er þriðja yngsta byrjunarlið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Obi er að spila sinn sjöunda leik fyrir United á tímabilinu. Hann á enn eftir að skora fyrir aðalliðið en hefur skorað grimmt fyrir yngri lið United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×