Lífið

Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Pedro Pascal fór meðal annars með hlutverk rómverska hershöfðingjans Acasíusar í framhaldsmyndinni Skylmingaþrælnum II.
Pedro Pascal fór meðal annars með hlutverk rómverska hershöfðingjans Acasíusar í framhaldsmyndinni Skylmingaþrælnum II. AP

Sílesk-bandaríski stórleikarinn Pedro Pascal er staddur í Reykjavík.

DV greinir frá því að hann hefði sést að snæðingi á Kaffihúsi Vesturbæjar í hádeginu í dag.

Pascal er heimsþekktur fyrir hlutverk sín í stórum sjónvarpsþáttaröðum á borð við Game of Thrones, þar sem hann fór með hlutverk Oberyns Martell, leynilögreglumannsins Javier Peña í Narcos, Mandalorian í samnefndum þáttum og Joel Miller í þáttunum Last of Us.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.