Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 19:01 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. vísir/Ívar Til stendur að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu vikum, þó markaðsaðstæður séu ekki fullkomnar í kjölfar tollahækkana Bandaríkjaforseta, að sögn fjármálaráðherra. Almenningur mun njóta forgangs í útboðinu þegar það fer loks fram. Áður en útboð hefst er beðið eftir því að frumvarp fjármálaráðherra varðandi útboðið verði samþykkt. Breytingartillagan verður tekin fyrir á þingi á næstu dögum og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. „Við erum bara í undirbúningsfasanum, þetta er á lokametrunum. Alþingi á auðvitað eftir að samþykkja lögin sem liggja fyrir en það gerist væntanlega á komandi dögum.“ „Kannski ekki fullkomna stundin“ Útboðið muni því fara fram á allra næstu vikum nema eitthvað mjög óvænt komi upp sem hafi mikil áhrif á markaðinn. Nefnir hann sem dæmi ef annað óvænt útspil frá Bandaríkjaforseta yrði lagt fram líkt og tollahækkanir á dögunum. „Eins og allir hafa fylgst með hafa verið lækkanir víða um heiminn í kjölfarið á ákvörðunum Bandaríkjanna og þess vegna er þetta kannski ekki fullkomna stundin til að huga að þessu. Það er hins vegar mikill áhugi á Íslandi. Við þurfum svolítið að haga seglum eftir vindi hvað það varðar. Við höfum verið að kynna þetta tækifæri fyrir aðilum á markaði og áhuginn er góður. Það er auðvitað mikil óvissa.“ Lokaniðurstaðan háð aðstæðum Íslenskur almenningur mun hafa forgang í útboðinu og síðan íslenskir fjárfestar. Að því loknu mun það sem eftir er vera kynnt fyrir erlendum fjárfestum. „Það er í sjálfu sér engin takmörk á því hvað hægt er að bjóða þar. Þetta er bara til að koma til móts við vilja almennings. Vonandi er áhugi hjá almenningi.“ Í fyrra var ákveðið að Barclays, Citi og Kvika yrðu umsjónaraðilar útboðsins og var auglýst eftir enn fleiri söluaðilum í síðustu viku. „Við erum núna bara að yfirfara þá sem hafa boðið sig fram og ég geri ráð fyrir því að þetta muni allt skýrast á allra næstu dögum. Við erum að reikna með því að bjóða helming bankans til að byrja með, það er ekki alveg sett í stein. Það er okkar markmið. Hver lokaniðurstaðan verður, það er bara háð aðstæðum.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Áður en útboð hefst er beðið eftir því að frumvarp fjármálaráðherra varðandi útboðið verði samþykkt. Breytingartillagan verður tekin fyrir á þingi á næstu dögum og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. „Við erum bara í undirbúningsfasanum, þetta er á lokametrunum. Alþingi á auðvitað eftir að samþykkja lögin sem liggja fyrir en það gerist væntanlega á komandi dögum.“ „Kannski ekki fullkomna stundin“ Útboðið muni því fara fram á allra næstu vikum nema eitthvað mjög óvænt komi upp sem hafi mikil áhrif á markaðinn. Nefnir hann sem dæmi ef annað óvænt útspil frá Bandaríkjaforseta yrði lagt fram líkt og tollahækkanir á dögunum. „Eins og allir hafa fylgst með hafa verið lækkanir víða um heiminn í kjölfarið á ákvörðunum Bandaríkjanna og þess vegna er þetta kannski ekki fullkomna stundin til að huga að þessu. Það er hins vegar mikill áhugi á Íslandi. Við þurfum svolítið að haga seglum eftir vindi hvað það varðar. Við höfum verið að kynna þetta tækifæri fyrir aðilum á markaði og áhuginn er góður. Það er auðvitað mikil óvissa.“ Lokaniðurstaðan háð aðstæðum Íslenskur almenningur mun hafa forgang í útboðinu og síðan íslenskir fjárfestar. Að því loknu mun það sem eftir er vera kynnt fyrir erlendum fjárfestum. „Það er í sjálfu sér engin takmörk á því hvað hægt er að bjóða þar. Þetta er bara til að koma til móts við vilja almennings. Vonandi er áhugi hjá almenningi.“ Í fyrra var ákveðið að Barclays, Citi og Kvika yrðu umsjónaraðilar útboðsins og var auglýst eftir enn fleiri söluaðilum í síðustu viku. „Við erum núna bara að yfirfara þá sem hafa boðið sig fram og ég geri ráð fyrir því að þetta muni allt skýrast á allra næstu dögum. Við erum að reikna með því að bjóða helming bankans til að byrja með, það er ekki alveg sett í stein. Það er okkar markmið. Hver lokaniðurstaðan verður, það er bara háð aðstæðum.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira