Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 09:01 Lewis Hamilton varð að sætta sig við áttunda sæti í Miami. Getty/Mario Renzi Breski ökuþórinn Lewis Hamilton segist enga ástæðu til að biðjast afsökunar á sinni hegðun í Miami-kappakstrinum í gær. Hann sé einfaldlega enn með mikið keppnisskap. Ferrari-mennirnir Hamilton og Charles LeClerc skiptust á að reyna að komast fram úr Kimi Antonelli hjá Mercedes en tókst það reyndar hvorugum og endaði LeClerc í 7. sæti og Hamilton í því áttunda. Hamilton bað um að fá að fara fram úr LeClerc til að geta sótt að Antonelli en þegar hann fékk ekki svar strax sagði hann í talstöðina: „Takið endilega tepásu á meðan.“ Hamilton fékk svo að fara fram úr LeClerc en þegar honum tókst ekki að ógna Antonelli var hann beðinn um að hleypa LeClerc aftur fram úr. Það virtist hann ekki vilja gera strax. Þegar LeClerce var sagt að hann fengi að fara fram úr í næsta hring sagði hann mönnum að spá ekki meira í þessu og virtist vilja ræða málið frekar eftir keppni. Hamilton hleypti honum þó að lokum fram úr og endaði sæti neðar. „Ég er enn þá með keppnisskap [e. fire in my belly]. Ég fann það blossa upp þarna,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því að vilja berjast. Ég biðst ekki afsökunar á því að hafa enn löngunina. Ég veit að það er þannig með alla í liðinu líka. Mér fannst upphaflega ákvörðunin ekki koma nógu hratt. Þegar það er þannig þá er maður bara: „áfram með smjörið“. En svo er það bara búið. Það er allt í góðu á milli mín og liðsins og Charles. Mér finnst við geta gert betur. En bíllinn er ekki alveg þar sem hann þarf að vera. Á endanum erum við að berjast um sjöunda og áttunda,“ sagði Hamilton. Akstursíþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ferrari-mennirnir Hamilton og Charles LeClerc skiptust á að reyna að komast fram úr Kimi Antonelli hjá Mercedes en tókst það reyndar hvorugum og endaði LeClerc í 7. sæti og Hamilton í því áttunda. Hamilton bað um að fá að fara fram úr LeClerc til að geta sótt að Antonelli en þegar hann fékk ekki svar strax sagði hann í talstöðina: „Takið endilega tepásu á meðan.“ Hamilton fékk svo að fara fram úr LeClerc en þegar honum tókst ekki að ógna Antonelli var hann beðinn um að hleypa LeClerc aftur fram úr. Það virtist hann ekki vilja gera strax. Þegar LeClerce var sagt að hann fengi að fara fram úr í næsta hring sagði hann mönnum að spá ekki meira í þessu og virtist vilja ræða málið frekar eftir keppni. Hamilton hleypti honum þó að lokum fram úr og endaði sæti neðar. „Ég er enn þá með keppnisskap [e. fire in my belly]. Ég fann það blossa upp þarna,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því að vilja berjast. Ég biðst ekki afsökunar á því að hafa enn löngunina. Ég veit að það er þannig með alla í liðinu líka. Mér fannst upphaflega ákvörðunin ekki koma nógu hratt. Þegar það er þannig þá er maður bara: „áfram með smjörið“. En svo er það bara búið. Það er allt í góðu á milli mín og liðsins og Charles. Mér finnst við geta gert betur. En bíllinn er ekki alveg þar sem hann þarf að vera. Á endanum erum við að berjast um sjöunda og áttunda,“ sagði Hamilton.
Akstursíþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira