Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 12:39 Grafalvarlegt ástand ríkir nú meðal annars á Gasaströndinni í Palestínu. AP/Abdel Kareem Hana Aldrei síðan í fyrri heimsstyrjöldinni hafa jafn mörg stríð geysað í heiminum og nú. Bæði hefur fjöldi stríða og átaka farið vaxandi á heimsvísu og þá er að eiga sér stað aukin hervæðing samkvæmt nýrri rannsókn. Hin danska Isabel Bramsen, lektor í friðar- og átakafræðum hjá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, leiddi rannsóknina sem kynnt verður síðar í dag, 5. maí, þegar áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur undan hernámi nasista í síðari heimsstyrjöld. Bramsen ræddi helstu niðurstöður rannsóknarinnar í samtali við DR þar sem fram kemur að heimurinn standi á vafasömum tímamótum. „Í sögulegu samhengi erum við stödd í mjög órólegum heimi. Við erum með mestan fjölda virkra stríða, 56 stykki, síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Bramsen við DR. Dönsku konungshjónin sóttu athöfn í gær í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur.Ritzau/Ida Marie Odgaard Hlýnun jarðar meðal sökudólga Nokkrir þættir kunni að skýra þá stöðu sem uppi er í heiminum í dag. Í fyrsta lagi blasi við breytt heimsmynd frá því sem þekkst hefur undanfarna áratugi, þar sem Bandaríkin hafa haft yfirburðastöðu á alþjóðavettvangi. Merki séu um að þetta sé að breytast og valdakapphlaup að aukast milli Kína, Rússlands og Bandaríkjanna. Þar að auki segir Bramsen að svæðisbundin borgarastríð séu farin að teygja anga sína út fyrir landamæri og verða að alþjóðlegum borgarastríðum þar sem önnur ríki blanda sér inn í deilurnar. Þá kunni loftslagsbreytingar einnig að hafa áhrif. „Jörð, land og jarðefni hafa aðra þýðingu og virði í krafti hnattrænnar hlýnunar,“ er haft eftir Bramsen. Vopnavæðing sú mesta síðan í Kalda stríðinu Athygli vekur einnig að það er ekki aðeins fjöldi stríða sem fer vaxandi. Í skýrslunni kemur einnig fram að hernaðarviðbúnaður, meðal annars með vopnaframleiðslu, hefur aukist um 9,4% á síðastliðnu ári. Horfa þarf aftur til ára Kalda stríðsins til að sjá álíka aukningu á þessu sviði. Aukin vopnavæðing er fyrst og fremst að eiga sér stað í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu, en einnig í Miðausturlöndum sem rakið er til ástandsins á Gasa og sambandsins milli Bandaríkjanna, Íran og Sádi-Arabíu. Viðbragðsaðilar í Úkraínu deildu þessari mynd eftir enn eina árás Rússa í Úkraínu um helgina.Ukrainian Emergency Service „Í grundvallaratriðum er þetta mjög alvarlegt. Fjöldi vopna um allan heim er nokkuð sem hefur áhrif á hættuna á því að þau verði notuð,“ segir Bramsen. Aukin vopnavæðing, jafnvel þótt hún sé hugsuð til þess eins að tryggja öryggi- og varnir, geti leitt til stigmögnununar þvert á markmið um frið. Ef eitt ríki til að mynda stækkar vopnabúr sitt til að efla varnir sínar sé það líklegt til að leiða til þess að önnur ríki geri það sama og þetta getur haft keðjuverkandi áhrif. Raunverulegar ógnir skýri þetta þó að einhverju leiti einnig, til að mynda í tilfelli Evrópu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Við erum stödd á þeim tíma að það eru að myndast nýr valdastrúktúr í heiminum sem einnig hefur í för með sér óöryggi. Þetta leiðir til aukinnar hervæðingar til að geta varið sig,“ segir Bramsen. Danmörk Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Hin danska Isabel Bramsen, lektor í friðar- og átakafræðum hjá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, leiddi rannsóknina sem kynnt verður síðar í dag, 5. maí, þegar áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur undan hernámi nasista í síðari heimsstyrjöld. Bramsen ræddi helstu niðurstöður rannsóknarinnar í samtali við DR þar sem fram kemur að heimurinn standi á vafasömum tímamótum. „Í sögulegu samhengi erum við stödd í mjög órólegum heimi. Við erum með mestan fjölda virkra stríða, 56 stykki, síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Bramsen við DR. Dönsku konungshjónin sóttu athöfn í gær í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur.Ritzau/Ida Marie Odgaard Hlýnun jarðar meðal sökudólga Nokkrir þættir kunni að skýra þá stöðu sem uppi er í heiminum í dag. Í fyrsta lagi blasi við breytt heimsmynd frá því sem þekkst hefur undanfarna áratugi, þar sem Bandaríkin hafa haft yfirburðastöðu á alþjóðavettvangi. Merki séu um að þetta sé að breytast og valdakapphlaup að aukast milli Kína, Rússlands og Bandaríkjanna. Þar að auki segir Bramsen að svæðisbundin borgarastríð séu farin að teygja anga sína út fyrir landamæri og verða að alþjóðlegum borgarastríðum þar sem önnur ríki blanda sér inn í deilurnar. Þá kunni loftslagsbreytingar einnig að hafa áhrif. „Jörð, land og jarðefni hafa aðra þýðingu og virði í krafti hnattrænnar hlýnunar,“ er haft eftir Bramsen. Vopnavæðing sú mesta síðan í Kalda stríðinu Athygli vekur einnig að það er ekki aðeins fjöldi stríða sem fer vaxandi. Í skýrslunni kemur einnig fram að hernaðarviðbúnaður, meðal annars með vopnaframleiðslu, hefur aukist um 9,4% á síðastliðnu ári. Horfa þarf aftur til ára Kalda stríðsins til að sjá álíka aukningu á þessu sviði. Aukin vopnavæðing er fyrst og fremst að eiga sér stað í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu, en einnig í Miðausturlöndum sem rakið er til ástandsins á Gasa og sambandsins milli Bandaríkjanna, Íran og Sádi-Arabíu. Viðbragðsaðilar í Úkraínu deildu þessari mynd eftir enn eina árás Rússa í Úkraínu um helgina.Ukrainian Emergency Service „Í grundvallaratriðum er þetta mjög alvarlegt. Fjöldi vopna um allan heim er nokkuð sem hefur áhrif á hættuna á því að þau verði notuð,“ segir Bramsen. Aukin vopnavæðing, jafnvel þótt hún sé hugsuð til þess eins að tryggja öryggi- og varnir, geti leitt til stigmögnununar þvert á markmið um frið. Ef eitt ríki til að mynda stækkar vopnabúr sitt til að efla varnir sínar sé það líklegt til að leiða til þess að önnur ríki geri það sama og þetta getur haft keðjuverkandi áhrif. Raunverulegar ógnir skýri þetta þó að einhverju leiti einnig, til að mynda í tilfelli Evrópu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Við erum stödd á þeim tíma að það eru að myndast nýr valdastrúktúr í heiminum sem einnig hefur í för með sér óöryggi. Þetta leiðir til aukinnar hervæðingar til að geta varið sig,“ segir Bramsen.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira